Fréttir

ÁFRAM FSu

Nú líður að undanúrslitum í Gettu betur þar sem Fjölbrautaskóli Suðurlands mætir Verkmenntaskóla Austurlands. Keppnin hefst klukkan átta í kvöld 10. mars í húsakynnum RÚV og er sjónvarpað í beinni.
Lesa meira

STÓRFÍN HEIMSÓKN Á BYGGÐASAFNIÐ

Á Byggðasafni Árnesinga er verið að rifja upp góðar og fræðandi heimsóknir Árna Erlingssonar með nemendur húsasmíðabrautar FSu á Eyrarbakka. Vonir eru bundnar við það að þráðinn verði hægt að taka upp með samstarfi fagmanna á Eyrarbakka, Byggðasafnsins og kennara Fjölbrautaskóla Suðurlands. Til stendur að vinna námsefni fyrir nemendur sem byggir m.a. á því góða sem Árni skildi eftir sig bæði á prenti og í minni þeirra sem unnu með honum á sínum tíma. Einn þeirra er Gísli Kristjánsson smiður á Eyrarbakka sem ásamt bróður sínum hefur komið að húsaviðgerðum og viðhaldi fjölda gamalla húsa.
Lesa meira

DÁSAMLEGT FLÓAFÁR OG KÁTIR DAGAR

KÁTIR DAGAR og FLÓAFÁR voru haldnir í lok liðinnar viku 1. til 3. mars og tókust einstaklega vel. Skipulag var frábært og þátttaka nemenda og starfsmanna skólans mjög góð og mikið líf og sköpun, gleði og gaman í öllum bygginum skólans, Odda, Hamri og Iðu. Í Flóafári fær hvert lið sérstakt heimasvæði til að skreyta og síðan keppa nemendur í þrautum út um allan skóla sem kennarar hafa útbúið. Hugmyndaauðgi liðanna í útliti og skipulagningu heimasvæða var mikil að venju og þrautir kennaranna ekki síðri að gæðum og gamansemi. Flóafár er árviss atburður á vorönn og hefur verið haldið frá vordögum árið 1998 og uppskeran mikil. Má taka undir orð eins kennarans sem mælti á þá leiða að nú væri tími til kominn að Flóafár fengi fálkaorðu.
Lesa meira

FSu Í UNDANÚRSLIT GETTU BETUR

Síðasta viðureign átta liða úrslita GETTU BETUR fór fram í kvöld. FSu atti kappi við hafnfirska Flensborgara og hafði sigur 21 stig gegn 14. Lið FSu skipa Ásrún Aldís Hreinsdóttir, Elín Karlsdóttir og Heimir Árni Erlendsson og stóðu sig eins og hrífandi keppnismenn í hvítum liðsbúningi sem Elín hafði hannað með aðstoð Fab Lab tækninnar. Á upphandlegg búninganna kom fyrir talan 86 sem vísar í upphafsár Gettu betur sem (nota bene) FSu vann í úrslitaviðureign gegn þessum sama hafnfirska skóla.
Lesa meira

MYNDLISTANEMAR SÝNA Í LISTAGJÁNNI

Myndlistarnemar FSu halda áfram uppteknum hætti að setja upp sýningu í opinberu rými utan skólans. Nú er það nemendur í framhaldsáfanganum Straumar og stefnur sem fá þjálfun í uppsetningu og kynningu á eigin verkum. Verkin voru unnin á haustönn 2022. Sýningin fer fram í Listagjánni á Bókasafni Árborgar og stendur yfir dagana 2. - 28. febrúar. Gestum gefst tækifæri á að upplifa fjölbreytt listaverk, bæði að útliti og innihaldi. Í áfanganum er unnið út frá kenningum í fagurfræði, fjölbreyttum myndgerðum og nemendur hlaða verk sín tilgangi sem tengjast ýmist goðsögnum eða heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Lesa meira

ÁRANGURSRÍKUR ÞRÍSKÓLAFUNDUR

Þrískólafundur er það þegar allir starfsmenn framhaldsskólanna Fjölbrautaskóla Suðurlands, Fjölbrautaskóla Vesturlands og Fjölbrautaskóla Suðurnesja hittast og bera saman bækur sínar. Þetta eru gagnkvæmar og gefandi samkomur haldnar á tveggja ára fresti. Að þessu sinni var hist á Akranesi miðvikudaginn 1. febrúar. Lagt var af stað með rútu frá FSu klukkan átta að morgni og komið aftur heim klukkan fjögur.
Lesa meira

FRÁBÆR BYRJUN FSu Í GETTU BETUR

Útvarpshluta spurningarkeppninnar GETTU BETUR er nú lokið með frábærum árangri FSu. Tveir öflugir og fjölmennir framhaldsskólar lagðir að vell á sannfærandi hátt. Í fyrstu umferð þann 11. janúar var Borgarholtskóli sigraður með 26 stigum FSu gegn 8 og í annarri umferð – og viku síðar - var það Menntaskólinn við Hamrahlíð sem laut í lægra haldi í átta stigi sigri FSu 25 stig á móti 18. Að þessu sinni var keppnin ekki hluti af dagskrá Rásar 2 heldur send út í beinu streymi á vegum RÚV – og er það breyting sem fellur ekki öllum í geð.
Lesa meira

Í UPPHAFI SKYLDI ENDINN SKOÐA

Það er við hæfi að heilsa nýju ári í FSu og nýjum áskorunum komandi annar með því að rifja upp helstu atburði liðinnar haustannar. Það er gert með því að draga út valda atburði úr nýjasta ANNÁL aðstoðarskólameistara Sigursveins Sigurðssonar sem hefð er fyrir að flytja við hverja brautskráningu nemenda. En um er að ræða 83. flutning á starfsannál frá stofnun skólans haustið 1981.
Lesa meira

Rafrænar töflubreytingar á vorönn 2023

Rafrænar töflubreytingar
Lesa meira

HÁTÍÐLEG BRAUTSKRÁNING Í FSu

Alls brautskráðust 34 nemendur frá Fjölbrautaskóla Suðurlands síðastliðinn miðvikudag 21. desember. Flestir luku námi af opinni stúdentsprófslínu eða 22 en aðrir dreifðust nokkuð jafnt á milli náttúrugreina, félagsgreina, íþrótta. listsköpunar, hestabrautar, húsasmíði, rafvirkjunar og vélvirkjunar. Meðlimir úr nýendurvöktum kór skólans fluttu jólalagið Yfir fannhvíta jörð undir stjórn Stefáns Þorleifssonar. Formaður skólanefndar Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir flutti ræðu og afhenti viðurkenningar ásamt Veru Ósk Valgarðsdóttur formanni hollvarða skólans. Ræðu nýstúdents hélt Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson.
Lesa meira