Aðgangur að Snöru

Nú geta nemendur okkar notað veforðabækur Snöru heima. 🙂

Hér eru leiðbeiningar frá Snöru sem vonandi koma að góðum notum.

  1. Farið inn á www.snara.is og þar er grænn hnappur sem stendur "Innskráning" (athugið að það þarf að gera þetta á neti sem er ekki með aðgang að Snöru, t.d. virkar ekki að gera þetta á skólanetinu hjá FSu þar sem það er með aðgang og þá þarf ekki að skrá sig inn).
  2. Þar koma upp mismunandi innskráningarleiðir og þá á að velja "Innskráning með Microsoft"
  3. Því næst ertu beðinn um netfang og lykilorð (netfangið þarf að vera @fsu.is til að þetta virki).
  4. Þá biður Snara um leyfi til að skrá sig inn og lesa prófíl notenda ásamt því að viðhalda þeim gögnum sem hún hefur fengið leyfi til að lesa (semsagt prófíl notenda).
  5. Þegar búið er að samþykkja það kemur grænn hnappur með "Opna Snöru" og þá er það komið.
Síðast uppfært 08. september 2023