Kanadamenn í æfingakennslu
15.03.2009
Níu kanadískir kennaranemar munu dvelja næstu 6 vikur í æfingakennslu í FSu. Þetta eru nemendur við School of Education at St. Francis Xavier University í Antigonish, Nova Scotia, en þann skóla heimsóttu einmitt velflestir kennarar við FSu síðasta vor. Jeff Orr, yfirmaður menntasviðsins við háskólann og sá sem skipulagði ferð starfsmanna FSu til Nova Scotia, kom með nemunum til Íslands og hefur umsjón með náminu hér.
Jeff Orr er skólabróðir Sigurðar Sigursveinssonar, fyrrverandi skólameistara FSu, frá háskólanámsárunum í Kanada og nýtur FSu nú góðs af þeim tengslum öðru sinni á skömmum tíma. Guðfinna Gunnarsdóttir enskukennari hefur haft veg og vanda af skipulagningu náms kennaranemanna og dvöl þeirra hér og notið aðstoðar Lárusar Bragasonar alþjóðafulltrúa skólans.