Hjúkrunarfræðingur

Sigríður Einarsdóttir er skólahjúkrunarfræðingur FSu. Hún er til viðtals í stofu 311 á fimmtudögum kl. 12:30 - 15:30.

Skólahjúkrun í framhaldsskóla er ný þjónusta á vegum heilsugæsla landsins. Búast má því við að þjónustan verði í stöðugri mótun á komandi misserum, í samvinnu við bæði félagsráðgjafa og námsráðgjafa eftir þörfum. Skólahjúkrunarfræðingur er hluti af stoðteymi skólans og tekur þátt í fræðslu sem tengist heilbrigðismálum og forvörnum, veitir ráðgjöf og fræðslu til starfsfólks skólans og eftir þörfum sinnir eftirfylgni nemenda sem eiga við vanlíðan, veikindi eða langvinnan heilsufarsvanda að stríða.

 

Skólahjúkrunarfræðingur veitir ráðgjöf um ýmis heilsufarsleg vandamál varðandi:

  • Meiðsli og sjúkdóma
  • Kynheilbrigði
  • Verki og vanlíðan
  • Mataræði og hreyfingu
  • Sjálfsmynd og líkamsímynd
  • Tilfinningaleg og geðræn vandamál
  • Áfengis- og eiturlyfjaneyslu
  • Reykingar/nikótínneyslu
  • Þjónustu heilsugæslunnar

Tímar eru bókaðir gegnum rafræna bókunarsíðu (eins og hjá námsráðgjöfum).

Smelltu hér til að bóka tíma hjá hjúkrunarfræðingi.  

Einnig er hægt að mæta í stofu 311 kl. 12:30 og 13:00 - 13:30.

Hægt er að senda Sigríði tölvupóst á hjukrun@fsu.is. Nemendur eru hvattir til að hafa samband ef þau hafa einhverjar spurningar, athugasemdir eða áhyggjur. 

Síðast uppfært 14. janúar 2025