Jafnréttisáætlun FSu
Jafnréttisáætlun FSu
Jafnréttisáætlun Fjölbrautaskóla Suðurlands er mótuð í samræmi við jafnréttislög nr. 150 frá 2020. Markmið áætlunarinnar er að gæta jafnréttis og jafnræðis á öllum sviðum skólastarfsins. Áhersla er lögð á að skapa öllu starfsfólki og nemendum umhverfi þar sem samskipti einkennast af gagnkvæmri virðingu og fólki sé ekki mismunað á grundvelli kynferðis, kynhneigðar, litarháttar, uppruna, trúarskoðana, fötlunar eða annarra þátta. Jafnréttisáætlunin er endurskoðuð á þriggja ára fresti samkvæmt 18. grein jafnréttislaga. Í skólanum skal unnið gegn hefðbundnum kynjaímyndum sem og neikvæðum staðalímyndum um hlutverk fólks. Hegðun á borð við kynbundið ofbeldi, kynbundna og kynferðislega áreitni er ekki liðin.
Jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúi
Skólameistari skipar jafnréttisnefnd í samræmi við 15. grein jafnréttislaga. Hlutverk nefndarinnar er að koma fram með hugmyndir að markmiðum og leiðum sem stuðla að auknu jafnrétti í skólanum ásamt því að fylgja hugmyndunum eftir í framkvæmd og meta árangur. Nefndin skal skipuð 2 kennurum og 1 úr röðum annarra starfsmanna og er formaður nefndarinnar jafnframt jafnréttisfulltrúi skólans. Jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúi eru sameiginlega ábyrg fyrir eftirfarandi verkefnum:
- Endurskoða jafnréttisstefnu skólans. Hafa eftirlit með að farið sé að lögum og reglum í jafnréttismálum og að jafnréttisáætlun sé fylgt eftir meðal annars með því að safna og birta reglulega upplýsingar um stöðu jafnréttismála í skólanum.
- Gera aðgerðaáætlun um hvernig rétta skuli hlut kynjanna þar sem það á við.
- Fylgjast með framgangi jafnréttisverkefna innan skólans.
- Fylgjast með þróun jafnréttisumræðunnar.
- Standa að fræðslu um jafnréttismál fyrir stjórnendur og annað starfsfólk.
- Halda uppi umræðu og fræðslu um jafnréttismál og koma á framfæri hugmyndum sem stuðla að auknu jafnrétti.
- Hafa eftirlit með því að jafnréttisstefnu/áætlun skólans sé framfylgt.
- Hafa eftirlit með því að jafnréttislögum sé framfylgt.
- Sækja jafnréttisþing.
- Hafa umsjón með því að töluleg markmið séu sett, þeim sé fylgt eftir og þau mæld.
- Skipuleggja samþættingarverkefni sem hafa það að leiðarljósi að jafnréttishugsjónin nái inn í stjórnun og ákvarðanatöku.
- Fylgja eftir kvörtunum og kærumálum sem varða jafnréttismál skólans og koma þeim í réttan farveg.
- Gera matsskýrslu eða samantekt um framgang jafnréttismála.
Jafnréttisnefnd skólaárið 2024 - 2025 er skipuð Evu Dögg Jafetsdóttur, jafnréttisfulltrúa og formanni nefndarinnar, Agnesi Ósk Snorradóttur námsráðgjafa og Eyrúnu Björgu Magnúsdóttur kennara.
Aðgerðaáætlun
Í jafnréttisáætlun Fjölbrautaskóla Suðurlands er lögð áhersla á að jafnréttisstarfið nái til allra hópa og þátta skólastarfsins. Stefnt er að því að jafnréttisáætlun skólans stuðli á kerfisbundinn hátt að auknu jafnrétti. Hér að neðan er fjallað um skyldur skólans sem greint er frá í 19.-23. grein laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt fólks
Launajafnrétti
Samkvæmt 19. gr. jafnréttislaga skal starfsfólk er starfar hjá sama atvinnurekanda greidd sömu laun og skulu njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Með launum er átt við hvers konar þóknun, beina og óbeina og hlunnindagreiðslur. Sama gildir um lífeyris-, orlofs- og veikindarétt sem og hvers konar önnur starfskjör eða réttindi sem metin eru til fjár.
Við Fjölbrautaskóla Suðurlands eru greidd laun eftir umfangi og eðli starfa og tekið er mið af þeim kröfum sem störf gera um þekkingu, hæfni og ábyrgð. Forsendur launaákvarðana eru að þær séu í samræmi við kjara- og stofnanasamninga og launastefnu skólans. Við ákvörðun launa er þess gætt að fólki sé ekki mismunað og laun séu ákveðin á sama hátt fyrir allt starfsfólk óháð kyni, kynvitund eða öðrum ómálefnalegum ástæðum.
Markmið |
Ábyrgð |
Aðgerð/Mælikvarði |
Eftirfylgni og tími |
Að tryggja launajöfnuð kynja og leiðrétta mun ef einhver er. |
Skólameistari, aðstoðarskólameistar,fjármálastjóri og jafnréttisnefnd. |
Í lok febrúar ár hvert skal liggja fyrir greining á launum og kjörum starfsmanna ásamt tölfræðilegri samantekt. Leiðrétta skal laun ef óútskýrður munur kemur fram. |
Niðurstöður árlegrar jafnlaunaúttektar kynntar fyrir starfsfólki á starfsmannafundi. |
Laus störf, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun
Stöðuveitingar og störf
Jafnréttissjónarmið skulu höfð að leiðarljósi við stöðuveitingar. Markmiðið er að halda sem jöfnustu hlutfalli kynja í störfum innan skólans. Þess skal gætt að einstaklingum sé ekki mismunað vegna kynferðis við úthlutun verkefna eða þegar teknar eru ákvarðanir um framgang í störfum.
Markmið |
Ábyrgð |
Aðgerð/Mælikvarði |
Eftirfylgni og tími |
Að jafna kynjahlutföll í störfum, nefndum og ráðum í skólanum eins og hægt er. |
Skólameistari, aðstoðarskólameistari, áfangastjóri og jafnréttisnefnd. |
Samantekt á kynjahlutföllum allra starfshópa skólans ásamt yfirliti yfir auglýst störf, umsækjendur og ráðningar. Hvetja umsækjendur af því kyni sem á hallar til að sækja um störf. Fylgjast markvisst með úthlutun verkefna og tilfærslum innan skólans. Ef hallar á kyn þegar á að auglýsa á ný þarf að taka það fram í auglýsingu. Upplýsingar skoðaðar af ábyrgðaraðilum í lok og í upphafi ráðningartímabila. |
Kynjahlutföll eru greind og kynnt á fundum og í ársskýrslu skólans. Einnig í ársskýrslu skólameistara til m.r.n. og í stefnumiðaðri áætlun til þriggja ára skv. Lögum um opinber fjármál nr. 123/215.
|
Auglýsingar og upplýsingagjöf
Leitast skal við að starfslýsing í atvinnuauglýsingu mismuni ekki á grundvelli kynferðis eða annarra þátta. Samkvæmt reglum um auglýsingu opinberra starfa, 1.mgr.1.gr.laga nr. 80/2021. Þegar birtar eru tölfræðilegar upplýsingar á vegum skólans skulu þær jafnan kyngreindar, eftir því sem við á.
Markmið |
Ábyrgð |
Aðgerð/Mælikvarði |
Eftirfylgni og tími |
Starfsauglýsingar á vegum skólans skulu ekki mismuna eftir kyni. Jafnframt skal hvetja umsækjendur af því kyni sem hallar á, að sækja um. |
Skólameistari, aðstoðarskólameistari, og jafnréttisnefnd. |
Kanna auglýsingar sem sendar eru út fyrir hönd skólans. Sjá til þess að starfsauglýsingar séu lesnar yfir. Ræða auglýsingar sem brjóta í bága við jafnréttislög og lagfæra. |
Í hvert skipti sem starfsauglýsing er samin. |
Endurmenntun og starfsþróun
Starfsfólk skal njóta sömu möguleika til endurmenntunar og starfsþróunar. Endurmenntunarstefna skólans skal endurspegla slík markmið og aflað skal skipulega upplýsinga um endurmenntun starfsfólks. Leitast skal við að höfða til sem flestra og mismuna ekki kynjunum hvað varðar þá endurmenntun og starfsþróun sem í boði er á hverjum tíma.
Markmið |
Ábyrgð |
Aðgerð/Mælikvarði |
Eftirfylgni og tími |
Að kynin njóti sömu möguleika til starfsmenntunar. |
Skólameistari, aðstoðarskólameistari og áfangastjóri. |
Kyngreind samantekt með upplýsingum um þátttöku í endurmenntun. |
Jafnréttisnefnd fer yfir stöðuna þegar hún fundar. |
Að námstilboð skólans mismuni ekki eftir kyni. |
Skólameistari, aðstoðarskólameistari og áfangastjóri. |
Fylgjast með kynjahlutfalli á námskeiðum á vegum skólans og hvetja starfsmenn af því kyni sem á hallar að sækja sér endurmenntun. |
Jafnréttisnefnd fer yfir stöðuna þegar hún fundar. |
Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs
Starfsmönnum skal gert kleift að samræma starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu með sveigjanlegum vinnutíma, hlutastörfum eða annarri vinnuhagræðingu, eftir því sem við verður komið.
Markmið |
Ábyrgð |
Aðgerð/Mælikvarði |
Eftirfylgni og tími |
Að komið sé til móts við starfsfólk með sveigjanlegum og fyrirsjáanlegum vinnutíma eins og hægt er. |
Skólameistari, aðstoðarskólameistari og áfangastjóri, |
Kennarar geta lagt fram óskir um kennslumagn og skipulag stundatöflu. |
Mögulegt fyrir upphaf annar. |
Kynbundið ofbeldi, kynferðisleg- og kynbundin áreitni
Kynbundið ofbeldi, kynferðisleg- og kynbundin áreitni er ekki liðin í FSu.
- Allir nemendur og starfsmenn eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu og að þeir sæti ekki kynbundnu ofbeldi, kynferðislegri áreitni eða kynbundinni áreitni.
- Kynbundið ofbeldi er ofbeldi á grundvelli kyns sem leiðir til eða gæti leitt til líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir því verður, einnig hótun um slíkt ofbeldi, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi.
- Kynferðisleg áreitni er kynferðisleg hegðun sem er ósanngjörn og/eða móðgandi og í óþökk þess sem fyrir henni verður. Kynferðisleg áreitni getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn.
- Kynbundin áreitni er hvers kyns ósanngjörn og/eða móðgandi hegðun, sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk og hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess sem fyrir henni verður. Áreitnin getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn.
Telji starfsfólk sig verða fyrir kynbundnu ofbeldi, kynferðislegri- eða kynbundinni áreitni skal það leita til skólameistara, trúnaðarmanna stéttarfélaga eða jafnréttisfulltrúa skólans eins og fram kemur í starfsmannastefnu. Síðan er unnið í málinu í samráði við þann sem telur á sér brotið. Haft er samband við aðila málsins og hvorum/hverjum aðila um sig gefinn kostur á að tjá sig um málsatvik. Leitað er sátta ef svo ber undir og málinu komið í lögformlegan farveg. Takist það ekki eða grunur leikur á að lögbrot hafi verið framið skal tryggt að aðilum máls sé veittur viðhlítandi stuðningur, vilji þeir á annað borð þiggja hann.
Auka skal fræðslu um kynferðislega áreitni til að stuðla að því að allt starfsfólk verði meðvitað um málefnið, geti greint slíkt atferli og brugðist við því ef svo ber undir.
Markmið |
Ábyrgð |
Aðgerð/Mælikvarði |
Eftirfylgni og tími |
Allir eru meðvitaðir um að kynbundið ofbeldi, kynferðisleg- og kynbundin áreitni er ekki liðið í skólanum. |
Skólameistari, aðstoðarskólameistari, áfangastjóri, forvarnarfulltrúi, jafnréttisfulltrúi, skólinn í okkar höndum. |
Auglýsingar. |
Árlegt stöðumat í höndum ábyrgðaraðila.
|
Áfallateymi er til staðar í skólanum sem tekur að sér sértæk mál. |
Skólameistari, aðstoðarskólameistari, náms- og starfsráðgjafi. sviðstjóri, skrifstofustjóri. |
Áfallateymi vinnur skv. eineltisáætlun. Hvert mál unnið fyrir sig. |
Ábyrgðaraðilar meta hvort þurfi að uppfæra verkferla og áætlun árlega. |
Menntun og skólastarf
Skólar eiga samkvæmt 23. grein jafnréttislaga að tryggja að:
- Allir nemendur fái jafnréttisfræðslu og séu undirbúnir til jafnrar þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu- og atvinnulífi.
- Kennslu- og námsgögn mismuni ekki kynjum,
- Kynjasamþættingar sé gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð.
- Í náms- og starfsfræðslu og við ráðgjöf í skólum skulu nemendur óháð kyni hljóta fræðslu og ráðgjöf í tengslum við sömu störf.
Til að ná þessum markmiðum þarf að beita fjölbreyttum aðferðum við kennslu og mat á vinnuframlagi nemenda (einingar og einkunnir). Allir skulu fá tækifæri til að nýta hæfileika sína. Jafnréttisjónarmiðið skal fléttast inn í alla kennslu. Stefnt er að því að ávallt séu kenndir áfangar sem hafa jafnréttishugsjónina að leiðarljósi, svo sem kynjafræði, mannréttindaáfangi og fleiri áfangar sem fallið geta undir jafnréttisfræðslu. Yfirstjórn skólans sér til þess að námsráðgjöf og aðstoð við hópa sem standa höllum fæti sé öflug.
Markmið |
Ábyrgð |
Aðgerð/Mælikvarði |
Eftirfylgni og tími |
Nemendur fái fræðslu um jafnréttismál, öllum standi til boða að taka áfanga um jafnrétti og/eða mannréttindi. |
Skólameistari, áfangastjóri og sviðsstjórar. |
Áfangi tengdur mannréttindum og/eða jafnrétti í boði á hverri önn. Kennarar inntir eftir áfangalýsingum sem passa í upphafi anna. |
Árlegt stöðumat. |
Að búa nemendur undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu- og atvinnulífi. |
Kennarar. |
Við endurskoðun kennsluáætlana skulu kennarar hafa markmiðasetningu sem undirbýr nemendur af báðum kynjum undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu- og atvinnulífi |
Við upphaf anna. |
Að kennslu- og námsgögn mismuni ekki kynjum. |
Kennslu- og sviðsstjórar. |
Kennslugögn skulu ekki mismuna nemendum eftir kyni.
|
Í lok anna og fyrir hverja önn. |
Kynjasamþættingar skal gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð í skólastarfinu. |
Skólameistari. |
Skólameistari leiðir stefnumótun og áætlanagerð. Yfirstjórn fer yfir auk jafnréttisfulltrúa/nefndar ef ástæða þykir til. |
Farið yfir við endurskoðun. |
Jafnréttisvísar
Unnið skal markvisst að því að jafna fjölda kynja í nefndum og ráðum á vegum skólans. Þegar óskað er eftir tilnefningu í nefndir og ráð skal farið fram á að tekið sé mið af 15. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem segir að hlutfall kynjanna skuli vera jafnt og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skal tilnefna bæði karl og konu. Jafnréttisvísar eru teknir saman eins oft og þurfa þykir til að vinna að þessu markmiði.
|
30.05.2018 |
22.01.2021 |
28.01.2022 |
10.10.2022 |
26. 04.2024 |
Yfirstjórn (Skólameistari, aðstoðarskólameistari, fjármálastjóri, áfangastjóri) |
KK. (3) 75% KVK. (1). 25% |
KK. (3) 75% KVK. (1) 25% |
KK. (3) 75% KVK. (1) 25% |
KK. (3) 75% KVK. (1) 25% |
kk (3) 75% kvk (1) 25% |
Sviðsstjórar |
KK (1) 33,3% KVK. (2) 66,7% |
KK. (1) 33,3% KVK. (2) 66,7% |
KK. (0) KVK. (3) 100% |
KK. (0) KVK. (3) 100% |
kk (1) 33% kvk (2) 67% |
Kennslustjórar. Fagstjórar frá vori 2021
|
KK (4) 50% KVK (4) 50% |
KK. (3) 33,3% KVK. (6) 66,7% |
---------------- |
-------------- -------------- |
-------------- -------------- |
Fagstjórar
|
KK (3) 42% KVK (4) 58% |
KK. (4) 50% KVK. (4) 50% |
KK. (7) 43,8% KVK. (9) 56,3% |
KK. (8) 50% KVK. (8) 50% |
kk (5) 38% kvk (8) 62% |
Skólaráð
|
KK. (8) 80% KVK. (2) 20% |
KK. (6) 60% KVK. (4) 40% |
KK. (5) 55,5% KVK. (4) 44,5% |
KK. (6) 60% KVK. (4) 40% |
kk (6) 43% kvk (8) 57% |
Skólanefnd
|
KK. (7) 50% KVK. (7) 50% |
KK. (7) 50% KVK. (7) 50% |
KK. (4) 57% KVK. (3) 43% |
KK. (4) 57% KVK. (3) 43% |
kk (6) 43% kvk (8) 57% |
Nemendaráð |
KK. (7) 58,3% KVK. (5) 41,7% |
KK. (4) 44,4% KVK. (5) 55.6% |
KK. (2) 25% KVK. (6) 75% |
KK. (1) 11,1% KVK. (8) 88,9% |
kk (5) 56% kvk (4) 44% |
Dagskólanemendur |
KK. (365) 51,5% KVK. (343) 48,5% |
KK. (398) 53,2% KVK. (349) 46,8% |
KK. (453) 56% KVK. (355) 44% |
KK. (526) 58,4% KVK. (374) 41,6% |
kk (500) 57% kvk (378) 43% hvk (1) 0,1% |
Fjarnámsnemendur |
KK. (4) 26,6% KVK. (11) 73,4% |
KK. (5) 17,2% KVK. (24) 82,8% |
KK. (1) 6,3% KVK.(15) 93,7% |
KK. (11) 36,7% KVK. (19) 63,3% |
0 |
Kvöldskólanemendur |
|
|
|
KK. (21) 84% KVK. (4) 16% |
kk (34) 97% kvk (1) 3% |
Nemendur á Reykjum |
|
|
|
KK. (44) 33,3% KVK. (88) 66,7% |
kk (38) 32% kvk (80) 68% |
Nemendur á Litla Hrauni/Sogni |
KK. (35) 94,5% KVK. (2) 5,5% |
KK. (44) 100% |
KK. ( 70) 100% |
KK. (73) 96,1% KVK. (3) 3,9% |
kk (22) 95% kvk (1) 5% |
Starfsmannafélag – stjórn
|
KK (1) 20% KVK (4) 80% |
KK. (2) 40% KVK. (3) 60% |
KK. (1) 20% KVK. (4) 80% |
KK. (2) 40% KVK. (3) 60% |
kk (2) 40% kvk (3) 60% |
Starfsmenn
|
KK (42) 37% KVK (73) 63% |
KK (46) 39% KVK (71) 61% |
KK. (44) 35,8% KVK.(79)64,2% |
KK. (58) 38,4% KVK. (93) 61,6% |
kk (60) 40% kvk (89) 60% |
Í lok hvers skólaárs er staða aðgerða samkvæmt áætluninni metin og niðurstöður birtar í ársskýrslu skólans. Fulltrúar í jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúi gera skólameistara grein fyrir stöðunni í lok skólaárs. Kynbundnar upplýsingar má einnig finna í ársskýrslum skólans sem eru aðgengilegar á vef Fjölbrautaskóla Suðurlands, www.fsu.is
Jafnréttisáætlun þessi gildir frá 1. maí 2024. Endurskoðun fer næst fram vorið 2026.