Umsókn um garðyrkjunám
Skráning í nám
Opið verður fyrir skráningu nýrra nema frá 1. til 30. nóvember 2024, eftir þann tíma má senda tölvupóst til svala@fsu.is
- menntagatt.is með rafrænum skilríkjum
- Velja skóla Fjölbrautaskóli Suðurlands
- Velja braut
- Láta námsferil fylgja með sem viðhengi (ef þú átt einn þannig)
- Tilgreina í athugasemdardálki hvort sótt sé um staðnám eða fjarnám.
- Tilgreina líka starfsreynslu í garðyrkju
Nýnemar geta ekki valið áfanga sjálfir við innritun, um þá skráningu sér Svala Sigurgeirsdóttir, deildarfulltrúi svala@fsu.is
Ef þú hefur spurningar er þér velkomið að hringja eða senda póst. Kennsluskrifstofa Garðyrkjuskólans er opin frá kl. 9-14 flesta daga. Sími: 4808170
Almennt eru nýnemar teknir inn annað hvert ár og næst byrjum við haust 2024. En mjög áhugasamir nemendur geta skráð sig í nám í einstökum áföngum á flestum önnum.
Nemandi við garðyrkjuskólann velur eina af 6 námsbrautum skólans; Blómaskreytingar, Garð- og skógarplöntur, Lífræn ræktun matjurta, Ylræktun, Skógur og náttúra eða Skrúðgarðyrkjubraut. Námið er á framhaldsskólastigi og er 120 ein bóknám og 100 ein verknám. ATH! Blómaskreytingar eru því miður ekki kenndar fyrr en mögulega haust 2026.
Fjarnám/staðnám
Ef námið er tekið á fullum hraða (staðnám) er hægt að ljúka því á 2 árum og þá er um fullt nám að ræða, full stundatafla og allir dagar og allar vikur undir upp úr miðjum ágúst til byrjun maí.
Blómaskreytingar eru mikið til staðnám en boðið er uppá fjarnám í bóklegum áföngum.
Fjarnámið virkar þannig að flestir áfangar eru í streymi og teknir upp svo nemendur geta hlustað/horft þegar þeir óska. Fjarnemar greiða 2.500 kr. fyrir hverja einingu og almennt eru fjarnemar að taka 15-17 einingar á önn svo fjareiningagjaldið yrði u.þ.b. 40.000 kr., einnig er innritunargjald á önn 11.000 kr. fyrir alla nemendur.
Fjarnemar geta tekið námið á ½ hraða og lokið því á 4 árum. Lotuvikur eru þrjár (jafnvel fjórar) á hverri önn og er mætingarskylda fyrir alla fjarnema í þeim vikum í þá áfanga sem þeir eru skráðir í. Drög að lotuvikum vorannar 2025 eru 6. - 10. janúar, 3. – 7. febrúar og svo 3. til 7. mars.
Fjarnemar geta búist við mætingaskyldu utan skipulagðra lotuvikna í verklegar æfingar á síðustu önn námsins.
Staðnemar hafa skyldumætingu alla önnina og greiða ekki fjareiningagjöld.
Alla jafna er heimilt að taka inn nemendur sem orðnir eru 25 ára gamlir og hafa reynslu úr viðkomandi faggrein en eru ekki með formlega menntun á framhaldsskólastigi. Þau sem ekki hafa verið í námi lengi og/eða ekki lokið framhaldsskóla geta tekið undirbúningsnámskeið til dæmis hjá Fjölbrautaskólanum við Ármúla https://www.fa.is/fjarnam/afangar-i-bodi/fjarnam/
Nám á 3 þrepi er lánshæft svo framarlega sem nemandi er í fullu námi eða að lágmarki 22 ein á önn.
Þau sem hafa lengi unnið við skrúðgarðyrkju geta sótt um raunfærnimat og fengið metna kunnáttu sína bæði í bóklegum og verklegum greinum. Hafa þarf samband við Iðuna fræðslusetur. https://idan.is/raunfaernimat/
Verknám
Æskilegt er (ekki þó skilyrði) að nemendur hafi 12 vikna reynslu af garðyrkjustörfum áður en nám hefst en hver umsókn er skoðuð fyrir sig með tilliti til fyrri starfa og aldurs. Þessar 12 vikur eru hluti af 60 vikna dagbókarskydu verknámi sem er hluti námsins. Þetta verknám fer fram hjá garðyrkjufyrirtækjum, í gróðarstöðvum, skrúðgarðafyrirtækjum o.þ.h. undir handleiðslu garðyrkjufræðings og með samþykki skólans. Verknámið er gjarnan tekið á sumrin milli anna og eftir atvikum að því loknu. Við útskrift af garðyrkjubrautum og að loknu 60 vikna verknámi útskrifast nemandinn með titilinn garðyrkjufræðingur sem skiptir höfuðmáli við störf t.d. hjá ríkisstofunum vegna starfsréttinda og launa.
Sækja eyðublað fyrir verknámið á Fsu.is – námið – Garðyrkjuskólinn skjöl til niðuhals – Eyðublöð vegna verknáms – samþykki verknámsstaðar.
Eyðublaðið þarf að fylla út og senda til skólans. svala@fsu.is
Farið er fram á að nemendur garðyrkjunáms hafi bílpróf og í einstaka áföngum er krafist að nemandi sé orðin lögráða til að nota vélar og tæki.