Húsnæði og lóð



Húsnæði
Skólahúsin eru þrjú: Oddi: fyrri hluti vígður 1987, seinni hluti vígður 1994,  íþróttahúsið Iða sem vígt var á haustönn 2004 og  Hamar fyrst vígður 1979 og endurbættur og viðbyggður  í mars 2017 .
Öll húsin eru aðgengileg fötluðum.
Teikning af íþróttahúsi

Í Odda fer fram öll hefðbundin bókleg kennsla. Kennslustofur eru á þremur hæðum og eru númeraðar frá austri til vesturs. Stofa 101 er því austast á fyrstu hæð, stofa 201 austast á annarri hæð og stofa 301 austast á þriðju hæð. Í Odda eru einnig sérgreinastofur.

Á fyrstu hæð í Odda er stjórnunarálma skólans; aðalskrifstofa og skrifstofur áfangastjóra, aðstoðarskólameistara, fjármálastjóra, sviðsstjóra, kennslustjóra starfsbrautar og skólameistara.  Einnig er þar fjölritunarherbergið Skúlaskeið.  Austast á fyrstu hæð er mötuneyti nemenda, samkomusalur skólans og bókasafnið er um miðbik húsnæðisins og kennarastofan/kaffistofa kennara (Bollastaðir) er vestast á fyrstu hæð. 
Vinnuherbergi kennara á hæðinni eru Andrésfjós og Ráðagerði í vesturenda - auk herbergja við líffræði-, eðlis- og efnafræðistofur.

Á annarri hæð eru aðallega kennslustofur en vestast eru vinnu- og fundaherbergi kennara.

Á þriðju hæð eru kennslustofur, meðal annars list- og fatahönnunardeildir og tölvustofa. Þar eru líka skrifstofur náms- og starfsráðgjafa auk þess sem starfsbraut hefur aðstöðu þar til að kenna fjölfötluðum.

Í Hamri fer verkleg kennsla iðnnema fram. Þar eru vélasalir málmiðna, rafiðna, tréiðna og háriðna vel búnir tækjum auk margmiðlunaraðstöðu.

Í Iðu er íþróttasalur, þreksalur, slökunarherbergi og sjö almennar kennslustofur. Í húsinu fer m.a. fram kennsla í íþróttum og sérgreinum sjúkraliðanáms.

Lóð
Afstöðumynd af skólahúsnæði

Afstöðumynd af skólahúsum FSu

 


 

 
 
Síðast uppfært 24. nóvember 2021