Hollverðir FSu

Markmið samtakanna er að auka tengsl skólans við fyrrum nemendur sína og aðra þá sem bera hag hans fyrir brjósti. Einnig að styrkja og efla skólann eftir fremsta megni, fjárhagslega eða á annan hátt.

Starfsemi samtakanna, sem stofnuð voru 2002, hefur hingað til aðallega falist í því að veita styrki til þeirra nemenda sem standa sig best við hverja útskrift. Samtökin hafa einnig styrkt kór skólans og bókasafn. Samtökin gefa út fréttabréf sem sent er árlega til félagsmanna.

Hollverðir eru þessa dagana að senda út fréttabréf og rukkun fyrir árgjald.  Fréttabréfið má finna hér til hliðar og árgjaldið kemur í heimabanka félagsmanna.

Hægt er að skrá sig í félagið hér:https://www.fsu.is/is/moya/formbuilder/index/index/skraning-i-hollvardasamtok-fsu   eða hér:

Síðast uppfært 14. október 2024