Umsjónarkerfi FSu

Umsjónarkerfi FSu

Skólabragur – ábyrgð í námi - innra kerfi FSu

Allir nýnemar sem hefja nám taka tvo áfanga í umsjón á fyrsta þrepi, Braga, er þar verið að vísa í skólabrag. Hver nýnemi lendir í hópi með öðrum nýnemum og þannig stuðlað að blöndun nemenda frá ólíkum svæðum á Suðurlandi. Upptökusvæði nemenda í FSu er víðfeðmt og nemendahópurinn fjölbreyttur.

Hverjum árgangi er skipt niður á Braga kennara sem fylgir hópnum eftir í tvær annir. Braga kennarar eru einnig umsjónarkennarar síns hóps. Áfangalýsingar vegna Braga áfanga má skoða hér.

Braga áfangar eru einingabærir og hafa það að markmiði að efla samkennd nemenda og kenna þeim á innra kerfi skólans, s.s. námskerfi og þjónustu, sem og eigin ábyrgð á námi. Að auki eru þau aðstoðuð við að semja eigin námsferil með það að leiðarljósi að öðlast sjálfstæði í þeim efnum.

Umsjón eldri nemenda er með þeim hætti að nemendur fá úthlutað umsjónarkennara sem aðstoðar þá við val ef þarf. Umsjónarkennarar hitta nemendur eingöngu í kringum val, en nemendur hafa aðgang að þeim vikulega í viðtalstímum. Einnig fylgjast umsjónarkennarar með mætingum reglulega yfir önnina.

Nemendur sem eru á lokaönn við skólann eru í umsjón hjá skólameistara og aðstoðarskólameistara.

Nemendur eldri en 20 ára geta í gert samning um ástundun, verkefnaskil og mætingu í tíma við faggreinakennara sína. Það er þó alltaf fagreinakennaranna að meta hvort slíkt sé hægt í hverju tilviki. Einungis er hægt að gera slíkan samning í upphafi hverrar annar (á fyrstu tveimur vikunum). 

Faggreinakennarar fylgjast með mætingum nemenda sinna.

Nemendur hafa aðgang að náms- og starfsráðgjöfum. Frekari upplýsingar um þjónustu þeirra er að finna á https://www.fsu.is/is/thjonusta/radgjof/nams-og-starfsradgjof

Síðast uppfært 16. október 2024