Vefstefna FSu
Vefstefna Fjölbrautaskóla Suðurlands
Almennt
Fjölbrautaskóli Suðurlands heldur úti vefnum fsu.is
Að auki heldur FSu úti Facebook síðunni facebook.com/fjolbrautaskolisudurlands og Youtube síðunni: youtube.com/user/FjolbrautSudurlands
FSu rekur einnig innri Moodle námsvef á vefþjónum skólans.
Markmið
Markmið FSu er að vefsvæði skólans veiti aðgengilegar upplýsingar um námsleiðir sem í boði eru hverju sinni, upplýsingar um innra og ytra starf FSu og þá þjónustu sem er í boði. Skólinn leitast við að veita notendavæna og vandaða upplýsingagjöf til notenda vefjanna, gagnvirka þjónustu á samfélagsmiðlum FSu og faglega, örugga og áreiðanlega þjónustu við nemendur á námsvefjum skólans.
Ritstjórnarstefna
Vefir FSu skulu veita upplýsingar og þjónustu sem gagnast tilvonandi og núverandi nemendum, starfsfólki, fjölmiðlum, samstarfsaðilum, hagsmunaaðilum og almenningi. Vefsvæðin skulu einnig veita upplýsingar um viðburði innan skólans og daglegar fréttir af áhugaverðum atburðum í skólastarfinu eins og við verður komið.
Leiðarljós
Áreiðanleiki: Vönduð og fagleg efnistök tryggi að notandinn geti treyst því að allar upplýsingar séu réttar og uppfærðar. Efnið skal yfirfarið eins oft og þörf er á.
Einfaldleiki: Hafa þarf í huga notendur vefsins og miða upplýsingagjöf og framsetningu efnis við það.
Skilvirkni: Notandinn finni hratt það sem hann leitar að og rafræn þjónusta á vefnum gangi greiðlega fyrir sig.
Aðgengi
Viðmót og leiðakerfi skal vera aðgengilegt og augljóst og vísa notandanum auðveldlega og hratt áfram. Vefurinn skal vera aðgengilegur í öllum helstu tækjum, snjallsímum og spjaldtölvum og fylgja tækniþróun á hverjum tíma eins og við verður komið.
Samfélagsmiðlar
Samfélagsmiðlar, s.s. Facebook, o.fl., gegna mikilvægu hlutverki í rafrænni þjónustu sem hefur öðlast viðurkenningu sem árangursrík aðferð til að auka upplýsingaflæði og stuðla að samræðu við notendur. Þar eru samskipti óformlegri en í öðrum miðlum, en ávallt skal gæta að málfari og kurteisi og fagmennska höfð í heiðri.
Ábyrgð
Vefstefnan gerir ráð fyrir vefstjóra, sem er jafnframt tæknilegur ritstjóri aðalvefs FSu.
Sviðstjórar, áfangastjóri og skólameistari hafa eftirlit með innihaldi vefsins og tryggja að mikilvægar upplýsingar til notenda vefjanna séu réttar.
Fréttaritstjóri sér um að skrifa fréttir á forsíðu vefsins, svo og á Facebook-síðu skólans.
Framtíðarþróun
Stefnt er að því að vefur FSu fari eftir aðgengisstöðlum fyrir sjónskerta.
Samþykkt
Vefstefnan er samþykkt af Áttunefnd og UT nefnd FSu í september 2017 og birt á vef skólans.
Vefstefna skal endurskoðast reglulega og ekki sjaldnar en á þriggja ára festi.