Verkferill eineltis

Verkferill þegar upp kemur (grunur um) einelti

  1. Komi upp grunur um einelti er það tilkynnt til umsjónarkennara, kennara eða annars starfsfólks á þar til gerðu eyðublaði: Tilkynning um (grun) um    einelti. Eyðublaðinu er komið til eineltisteymis (í því eru skólameistari, aðstoðarskólameistai og náms- og starfsráðgjafar og umsjónarkennarar ef við á). Eyðublaðið er á heimasíðu skólans.https://www.fsu.is/is/thjonusta/tilkynning-um-einelti/tilkynning-um-einelti 
  2.  Tilkynning getur einnig borist munnlega til eineltisteymis eða með því að senda tölvupóst á einelti@fsu.is.

  3. Eineltisteymið fundar um málið og vinnur eftir ákveðnu vinnuferli:

    a. Fyllir út “Tilkynning um (grun um ) einelti” hafi tilkynning ekki borist á eyðublaðinu.

    b) Vinnur eftir ákveðnu Vinnuferli fyrir eineltisteymi.

    c) Skráir vinnslu máls á þar til gert eyðublað sem varðveitt er hjá náms- og starfsráðgjöfum.

    d) Kallar til umsjónarkennara geranda/þolanda ef við á. Umsjónarkennarinn (ef við á) verður hluti af eineltisteyminu í vinnslu málsins.

    e) Þegar einelti varðar nemendur á starfsbraut er í öllum tilvikum haft samband við umsjónarkennara nemandans. (Skiptir þá ekki máli hvort nemandinn sé gerandi eða þolandi eineltis).

  4. Gerandi er tekinn í viðtal hjá skólameistara/aðstoðarskólameistara og umsjónarkennara ef við á. Þolandi fer í viðtal til náms- og starfsráðgjafa og umsjónarkennara ef við á.

  5. Sé grunur um einelti staðfestur getur skólameistari vísað geranda úr skóla í einn dag skv. 2. mgr. 33. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008, enda er einelti brot á skólareglum. Sé eineltið alvarlegt og jafnvel refsivert skv. lögum getur skólameistari ákveðið að grípa til frekari ráðstafana skv. 2. mgr. 33. gr. laga nr. 92/2008.

  6. Þolandi og gerandi/gerendur fá stuðning frá náms- og starfsráðgjafa.

  7. Ef einelti er staðfest skal skólameistari/aðstoðarskólameistari í samráði við eineltisteymi, hafa samband við foreldra/forráðamenn nemenda undir lögaldri.
Síðast uppfært 01. nóvember 2022