Tölvukerfi
Ýmislegt hagnýtt
Canon Skúlaskeiði sem skanni
Canon Skúlaskeiði, store en ekki prenta
Sími tölvuþjónustunnar í stofu Odda 306B er 4808146
Aðgangur að tölvukerfi
Þegar nýir starfsmenn eða nemendur koma í skólann fá þeir aðgang að tölvukerfi skólans, sinn eigin tölvupóst og sitt eigið gagnasvæði innan Office 365, og aðgang að útprentun í gegnum tölvur skólans.
Inn á Office 365 þarf að slá inn notandanafn sem almennt er á forminu nafn.millinafn.kenninafn@fsu.is og skólalykilorð. Nemendur og nýir starfsmenn geta sótt sér skólalykilorð eða skipta um það á netinu með því að fara á slóðina https://lykilord.menntasky.is.
Einnig er hægt að skipta um skólalykilorð með því að smella á Alt-Crtl-Delete hnappana á skólatölvu og velja þar "Skipta um aðgangsorð". Skólalykilorðið þarf að vera hið minnsta 12 stafa en ekki eru gerðar kröfur um sérstaka stafagerð. Nýja skólalykilorðið verður strax virkt á tölvum skólans en skömmu síðar í Office 365 kerfinu.
Nemendum er bent á að kynna sér reglur skólans um aðgang að tölvukerfinu.
Bilanir og bilanatilkynningar
Þegar tölva eða forrit vinnur ekki sem skildi er nauðsynlegt að endurræsa tölvu áður en þjónustubeiðni er gerð. Leitið til tölvuþjónustu í stofu 306b með vandamál. Kennarar geta hringt í innanhús-númerið 8306 ef vandamál koma í kennslu. Beint símanúmer tölvuþjónustu er 480-8146.
Vinsamlegast athugið að atvik sem verða við tölvunotkun teljast ekki bilanir nema hægt sé að endurtaka þau. Frávik geta orðið frá venjulegri virkni vegna þess að stýrikerfi er ekki uppfært, vegna tilfallandi álags, sambandsleysis eða minnisleka í forritum. Ef atvik endurtaka sig þó búið sé að endurræsa tölvuna og bíða andartaksstund þá er líklegt að um bilun sé að ræða.
Innranet skólans-innskráning
Innanhússtölvukerfi FSu er byggt upp með Microsoft netþjónum. Kennarar og nemendur þurfa notendanafn og skólalykilorð inn á skólatölvur bæði borð- og fartölvur.
Í innskráningarglugga á tölvu þarf að rita:
Notandanafn - er kennitala notanda (eða nafn.millinafn.kenninafn@fsu.is)
Aðgangsorð - er skólykilorð
Til að fá upp innskráningarglugga getur þurft að smella á "Other user"
Vistun gagna
Mikilvægt er fyrir alla er vinna við tölvur að gera sér fulla grein fyrir hvar gögn eru vistuð. Ekki er ætlast til þess að notendur borðtölva í skólanum visti gögn á harða diski tölvunnar. Nemendur og kennarar hafa allir sín eigin gagnasvæði á Office 365 og einnig er hægt að vista gögn á USB lykli.
C: er harði diskur tölvunnar sem geymir stýrikerfið sjálft, forrit og öll önnur gögn
Inna - upplýsingakerfi framhaldsskóla
Inna er upplýsingakerfi framhaldsskóla sem Fjölbrautaskóli Suðurlands hefur aðgang að og notað er í mörgum framhaldsskólum landsins. Í kerfinu er haldið utan um kennslu, skipulag náms, skráningu nemenda, stundatöflu- og próftöflugerð, námsferil og einkunnir, upplýsingar um húsnæði, forföll kennara, starfsmannaupplýsingar og fleira.
Aðgangur að Innu
Í upphafi þurfa nemendur að tengjast Innu með Íslykli. Með aðgangi sínum að kerfinu geta nemendur nálgast upplýsingar um stundatöflu sína, námsferil, viðveruskráningu og fleira með því að slá inn kennitölu sína og lykilorð. Hægt er að stilla Innu fyrir Office365 innskráningu með skólalykilorði á eftirfarandi hátt:
Hver og einn notandi fer inn í stillingar og Innskráning með Google og Office 365 og merkir opið við Office 365.
Svo er farið á Inna.is og innskráð með Office:
Við of margar rangar aðgangstilraunir er lokað á viðkomandi nemanda í Innu og líða þá nokkrar mínútur áður en hægt er að reyna að nýju.
Vírusvarnir
Algengt er að vírusar berist í pósti og mikilvægt er að venja sig á að opna ekki óumbeðin viðhengi jafnvel þó þau virðist koma frá kunnuglegum aðilum. Skólinn gerir þá kröfu að tæki á þráðlausu neti skólans séu með viðurkenndar og uppfærðar vírusvarnir.
Hægt er að leita eftir aðstoð með vírusvarnir og fleira hjá tölvuþjónustu í viðtalstímum í stofu 306b.
Office 365
Allir nemendur skólans hafa aðgang að Office 365 pakkanum á meðan þeir eru skráðir í skólann og geta sett hann upp á 5 tölvum. Sjá leiðbeiningar hér: Athugið að innskráning í Office 365 er almennt á forminu nafn.millinafn.kenninafn@fsu.is og svo leyniorð. Frá áramótum 2021-2022 þarf að staðfesta innskráningu í Office 365 með textaskilaboðum í síma eða með með Microsoft Authenticator appinu, sjá nánar hér: https://www.youtube.com/watch?v=Q8OzabuNwHI. Appið hefur ekki alltaf verið að virka þannig að við mælum frekar með textaskilaboðum í síma.
Allir skráðir í skólann fá tölvupóstfang sem samanstendur af fullu nafni, millinafni og kenninafni en ekki sér íslenskum stöfum. Dæmi: Jón Ævar Jónsson fær þá netfangið: jon.aevar.jonsson@fsu.is og Þóra Þórsdóttir fær netfangið: thora.thorsdottir@fsu.is.
-----
VPN aðgangur starfsfólks
Starfsfólki stendur til boða VPN aðgangur að skólanetinu. Leiðbeiningar um þann aðgang fyrir algengustu stýrikerfi eru á eftirfarandi slóð:
https://documentation.meraki.com/MX/Client_VPN/Client_VPN_OS_Configuration
Sérstakar leiðbeiningar fyrir Windows 10 stýrikerfi, búnar til af kerfisstjórum Fsu má finna hér
Hér er myndband með leiðbeiningum fyrir Win11 https://youtu.be/llwyo-tyJqI
Auk þessara upplýsinga þarf að fá lykil (preshared key) í tölvuþjónustu.