Námskeið vor 2025
Trjáfellingar og grisjun með keðjusög - Garðyrkjuskólinn Reykjum 21.-23. janúar 2025
Fullbókað
Námskeiðið er öllum opið. Það hentar bæði byrjendum og þeim sem hafa notað keðjusagir en vilja bæta fellingartækni sína eða öðlast meiri þekkingu á meðferð og umhirðu saga. Hámarksfjöldi þátttakenda er 10.
Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Fyrsti dagur er bóklegur þar sem meðal annars er farið yfir fellingartækni, öryggisatriði við fellingu trjáa og líkamsbeitingu. Farið verður yfir leyfi og öryggissjónarmið varðandi fellingu trjáa í þéttbýli. Einnig verður fjallað um val á trjám til fellinga og komið inn á grisjun skóglenda, trjáþyrpinga og garða. Á öðrum degi fá nemendur að kynnast innviðum keðjusagarinnar með því að taka þær í sundur. Farið verður yfir það hvernig framkvæma eigi einfalda bilanaleit í söginni, ásamt hefðbundnu viðhaldi, þrif sagar og brýningu keðju. Loks verður einn og hálfur verklegur dagur í trjáfellingum og grisjun í skógi, þar sem lögð verður áhersla á rétta fellingartækni og uppröðun viðarins.
Þeir nemendur sem eiga keðjusög, keðjusagarbuxur, keðjusagarstígvél eða hjálm taki það með á námskeiðið. Aðrir geta fengið búnað lánaðan á námskeiðinu.
Kennari: Björgvin Örn Eggertsson skógfræðingur hjá Garðyrkjuskólanum - FSu (Fjölbrautaskóla Suðurlands).
Tími: Þri. 21. jan kl. 9:00-17:30, mi. 22. jan kl. 9:00-17:30 og fi. 23. jan. kl. 9:00-16:00 (3 dagar) hjá Garðyrkjuskólanum Reykjum Ölfusi (28 kennslustundir). Námskeiðið er á framhaldsskólastigi og má meta til 1 einingar af námi í garðyrkjufræðum.
Verð: 79.000 kr. (hádegisverður, kennsla og gögn innifalin í verði).
Skráning: Í netfangið gardyrkjuskolinn@fsu.is
Skráningarfrestur er til 10. janúar
Húsgagnagerð úr skógarefni Snæfoksstöðum Grímsnesi 8. mars
Haldið í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur
Námskeið sem hefur þróast upp úr námskeiðinu Lesið í skóginn tálgað í tré sem hefur verið kennt í frá árinu 2001 og hefur notið mikilla vinsælda.
Námskeiðið er öllum opið. Það hentar t.d smíðakennurum, almennum kennurum, sumarbústaðafólki, skógareigendum, skógræktarfólki, handverksfólki og öðrum er vilja læra hvernig hægt er að smíða úr því efni sem er að falla til við grisjun.
Á námskeiðinu:
o lærir þú að nýta grisjunarefni í húsgagnagerð og aðrar hagnýtar nytjar,
o þú kynnist eiginleikum einstakra viðartegunda og nýtingu þeirra,
o lærir þú að setja saman kolla og bekki úr greinaefni og bolviði/ skógarfjölum,
o þú kynnist fersku og þurru efni og samsetningu þess,
o þú lærir að afberkja, ydda, setja sama og fullvinna húsgögnin, yfirborðsmeðferð og fúavörn.
Öll verkfæri og efni til staðar. Verið í vinnufatnaði á námskeiðinu. Allir fara heim með einn koll og fl.
Kennarar: Bjarki Sigurðsson Landi og skógi Hallormsstað, Björgvin Örn Eggertsson skógfræðingur hjá Garðyrkjuskólanum - FSu Ólafur G.E.Sæmundsen skógtæknir.
Tími: Lau 8. mars, kl. 09:00-16:00 (8 kennslustundir) hjá Skógræktarfélagi Árnesinga á Snæfoksstöðum í Grímsnesi.
Verð: 48.000 kr. (Kaffi, hádegismatur og efni innifalin í verði)
Skráning til 20. febrúar
Áhættumat trjáa Garðyrkjuskólinn Reykjum 20. mars
Með hlýnandi veðri og hækkandi trjágróðri í þéttbýli er orðið mikilvægt að geta lagt mat á ástand trjáa og möguleg hættumerki.
Námskeiðið hefst á bóklegri yfirferð þar sem farið verður ítarlega yfir helstu kvilla í trjám, varnarviðbrögð þeirra og heilbrigði. Einnig verður fjallað um hvernig meta má möglega hættu sem stafar af trjám með það fyrir augum að koma í veg fyrir skaða á fólki og/eða eignum. Varnarviðbrögð trjáa verða skoðuð og hvernig þau bregðast við áreiti, skaða og klippingum.
Seinni hluti námskeiðsins er verklegur þar sem tré verða skoðuð með tilliti til áhættumats. Nemendur læra að nota mismunandi matsaðferðir, muninn á ítarlegu áhættumati og sjónrænu mati á ástandi trjáa auk þess að skipuleggja inngrip í takt við niðurstöður matsins.
Þetta dagsnámskeið hentar öllum þeim sem vinna við trjáklippingar, ráðgjöf, framkvæmdir í og við græn svæði og önnur störf tengd umhirðu trjágróðurs. Námskeiðið fer fram á ensku, túlkað eftir þörfum.
Kennari: Aaron Shearer, sérfræðingur hjá Landi og skógi (MArborA MSc)
Tími: Fimmtudaginn 20. mars 09:00-15:00 hjá Garðyrkjuskólanum á Reykjum, Ölfusi.
Verð: 35.000 kr. (Námsgögn og hádegismatur innifalið í verði).
Skráning til 6. mars.
Matjurtaræktun í óupphituðum gróðurhúsum Garðyrkjuskólinn Reykjum 22. mars
Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á ræktun í köldum/óupphituðum gróðurhúsum, hvort sem menn eiga slík húsakynni eða hafa uppi áform um að eignast þau.
Helstu atriði sem farið verður yfir á námskeiðinu:
- Ýmsar gróðurhúsagerðir
- Staðsetning húsanna út frá birtu, skjóli, aðgangi að vatni og rafmagni
- Helstu nýtingarmöguleikar kaldra (óupphitaðra) gróðurhúsa
- Mismunandi frágangur gólfs
- Jarðvegur, jarðvinnsla og áburðargjöf
- Sáning og uppeldi
- Tegundir sem henta til ræktunar, aðferðir við ræktun ólíkra tegunda
- Meindýr, sjúkdómar og varnir
- Þrif og sótthreinsun húsa og áhalda
- Hvernig dreifa má uppskerunni á lengra tímabil og nýta húsin sem best
- Notkunarmöguleikar húsanna yfir veturinn, vetrarfrágangur
Verkleg æfing í sáningu, dreifsetningu og pottun. Nemendur fá plöntur í potti með sér heim.
Kennari: Ingólfur Guðnason garðyrkjufræðingur og brautarstjóri garðyrkjuframleiðslu hjá Garðyrkjuskólanum - FSu (Fjölbrautaskóla Suðurlands).
Tími: Lau. 22. mars, kl. 9:00-15:00 hjá Garðyrkjuskólanum á Reykjum, Ölfusi.
Verð: 35.000 kr. (Kaffi, hádegismatur og pottur með plöntu innifalin í verði).
Skráningarfrestur er til 10. mars
Trjá- og runnaklippingar I Garðyrkjuskólinn Reykjum 22. mars
Haldið í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur
Námskeið er fyrir allt áhugafólk um garðyrkju sem vill kynna sér hvernig standa skuli að klippingu trjáa og runna.
Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Nemendur kynnast helstu vélum og verkfærum sem notuð eru til trjá- og runnaklippinga. Fjallað verður um trjáklippingar og hvernig meta skal ástand trjágróðurs. Einnig er fjallað um almennar runnaklippingar og limgerðisklippingar. Verklegar æfingar í trjáklippingum.
Nemendur taki með sér þau verkfæri sem þeir eiga og vinnufatnað í samræmi við veður í verklega tíma.
Kennari: Ágústa Erlingsdóttir skrúðgarðyrkjumeistari, fv. brautarstjóri Skrúðgarðyrkjubrautar hjá Garðyrkjuskólanum - FSu (Fjölbrautaskóla Suðurlands).
Tími: Lau. 22. mars, kl. 09:00-14:30 hjá Garðyrkjuskólanum, Reykjum Ölfusi
Verð: 34.000 kr. (Hádegismatur og gögn innifalin í verði).
Skráningarfrestur er til 10. mars
Í pottinn búið – námskeið um pottaplöntur, ræktun, umhirðu og umhverfiskröfur Garðyrkjuskólinn Reykjum 22. mars
Fjallað verður um algengar tegundir pottaplantna, fjölgun þeirra og umhirðu (vökvun, áburðargjöf, jarðveg), staðsetningu þeirra innanhúss og hvaða áhrif þær hafa á umhverfi okkar. Námskeiðið er öllum opið og hentar öllum sem vilja auka þekkingu sína á pottaplöntum.
Hluti af námskeiðinu er verklegur en þátttakendur læra að taka afleggjara af plöntum, skipta pottaplöntum og umpottun.
Þátttakendur munu fara með hluta af plöntunum heim eftir námskeiðið.
Kennsla: Frændsystkinin Hafsteinn Hafliðason sérfræðingur og Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur hjá Garðyrkjuskólanum - FSu (Fjölbrautaskóla Suðurlands).
Tími: Laugardaginn 22. mars kl 10:00-15:00 hjá Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi
Verð: 35.000kr (Námsgögn, hádegismatur og efni innifalið).
Skráningarfrestur er til 10. mars.
Matjurtaræktun í óupphituðum gróðurhúsum Garðyrkjuskólinn Reykjum 5. apríl
Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á ræktun í köldum/óupphituðum gróðurhúsum, hvort sem menn eiga slík húsakynni eða hafa uppi áform um að eignast þau.
Helstu atriði sem farið verður yfir á námskeiðinu:
· Ýmsar gróðurhúsagerðir
· Staðsetning húsanna út frá birtu, skjóli, aðgangi að vatni og rafmagni
· Helstu nýtingarmöguleikar kaldra (óupphitaðra) gróðurhúsa
· Mismunandi frágangur gólfs
· Jarðvegur, jarðvinnsla og áburðargjöf
· Sáning og uppeldi
· Tegundir sem henta til ræktunar, aðferðir við ræktun ólíkra tegunda
· Meindýr, sjúkdómar og varnir
· Þrif og sótthreinsun húsa og áhalda
· Hvernig dreifa má uppskerunni á lengra tímabil og nýta húsin sem best
· Notkunarmöguleikar húsanna yfir veturinn, vetrarfrágangur
Verkleg æfing í sáningu, dreifsetningu og pottun. Nemendur fá plöntur í potti með sér heim.
Kennari: Ingólfur Guðnason garðyrkjufræðingur og brautarstjóri garðyrkjuframleiðslu hjá Garðyrkjuskólanum - FSu (Fjölbrautaskóla Suðurlands).
Tími: Lau. 5. apríl, kl. 9:00-15:00 hjá Garðyrkjuskólanum á Reykjum, Ölfusi.
Verð: 35.000 kr. (Kaffi, hádegismatur og pottur með plöntu innifalin í verði).
Skráning til 26. mars.
Úr mat í mold Garðyrkjuskólinn Reykjum 5. apríl
Jarðgerð/safnhaugagerð/bokashi/eldhúsjarðgerð/molta
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á endurnýtingu lífrænna afurða sem til falla á heimilum og görðum.
Á námskeiðinu verður fjallað um undirstöðuatriði jarðgerðar. Fjallað verður um hvaða hráefni er hægt að nýta til jarðgerðar og æskileg blöndunarhlutföll þeirra. Farið verður yfir uppbyggingu, meðhöndlun og umhirðu jarðgerðar/safnhaugs með tilliti til þess hvernig ná megi jöfnu og góðu niðurbroti.
Lokaafurð jarðgerðar er kjörinn áburður til notkunar í heimilisgarðinn og til landgræðslu eða skógræktar.
Hluti námskeiðsins er skoðun á moltu frá maí og ágúst 2024. Námskeiðgestir taka þátt í að útbúa lífrænar afurðir til niðurbrots með bokashi aðferðinni (loftfirrt niðurbrot) og að útbúa loftháða jarðgerð.
Kennari: Svala Sigurgeirsdóttir líffræðingur og deildarfulltrúi hjá Garðyrkjuskólanum - FSu
Tími: Lau. 5 apríl, kl. 9:00 til 15:00 (7 kennslustundir) hjá Garðyrkjuskólanum FSu, Reykjum Ölfusi.
Verð: 32.000 kr. (Hádegismatur og gögn innifalin í verði).
Skráning til 26. mars.
Fjölæringar, plöntuval og uppröðun í beð Garðyrkjuskólinn Reykjum 5. apríl
Haldið í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur
Fjallað verður um helstu plöntutegundir fyrir beð og opin svæði út frá fagurfræðilegu sjónarhorni og búsvæðavali. Fjallað verður um jarðveg og hvernig hann þarf að vera til að plöntur þrífist vel í honum. Kennd verður útplöntun blóma og trjáplantna.
Farið yfir vaxtarskilyrði fjölærra plantna, sumarblóma og lauk- og hnýðisplantna og helstu útlitseinkenni viðkomandi tegunda, svo sem hæð, blómlit og blómgunartíma, birtu- og jarðvegskröfur og aðra eiginleika.
Hægt verður að kaupa bókina Fjölærar plöntur á námskeiðinu.
Tími: Lau. 5. apríl, kl. 9:00-15:00 (7 kennslustundir) hjá Garðyrkjuskólanum á Reykjum, Ölfusi.
Kennari: Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur hjá Garðyrkjuskólanum - FSu (Fjölbrautaskóla Suðurlands).
Verð: 32.000 kr. (Kaffi, hádegismatur og efni innifalin í verði)
Skráningafrestur til 26. mars.
Forvarnir gegn gróðureldum 10. apríl Garðyrkjuskólinn Reykjum
Haldið í samstarfi Brunavarna Árnessýslu, Garðyrkjuskólans - FSu, Lands og skóga, og Verkís.
Námskeiðið er öllum opið, hentar sérstaklega bændum, skógareigendum, sumarhúsaeigendum og öðrum sem eiga land sem eldur getur brunnið á og ógnað verðmætum.
Á námskeiðinu verður fjallað um hvaða lög og reglugerðir gilda um brunavarnir á skógarsvæðum og í sumarbústaðalöndum. Kynnt verður vefsíðan
www.gróðureldar.is. Skipulag skóga og ræktaðra svæða með tilliti til brunavarna. Varnarsvæði – hvers konar gróður er á slíkum svæðum. Fjallað verður um mikilvægi vega og slóða á ræktuðum svæðum og gott aðgengi að vatni.
Er trjágróður miseldfimur? Hvað töpum við miklu kolefni ef hann brennur? Er hægt að tryggja tré/skóg? Sagt verður frá þeim búnaði og aðferðum sem nýtast við að ráða niðurlögum gróðurelda. Næsta slökkvilið, hvaða búnað hefur það til umráða? Eru öll slökkvilið eins útbúin? Hver eru fyrstu viðbrögð við gróðureldum, hvað þarf að vera til staðar í sumarhúsinu/á svæðinu? Skiptir máli hvernig gróður er næst mannvirkjum?
Í lok námskeiðs verður komið við í Slökkvistöðinni í Hveragerði og búnaður skoðaður.
Kennarar: Dóra Hjálmarsdóttir Verkís, Hreinn Óskarsson Landi og skógi, Pétur Pétursson Brunavörnum Árnessýslu, Björgvin Örn Eggertsson Garðyrkjuskólanum - FSu.
Tími: Fim. 10. apríl kl. 09:00-12:10 hjá Garðyrkjuskólanum á Reykjum, Ölfusi.
Verð: 14.600 kr. (Kaffi og gögn innifalin í verði).
Skráning: Í netfangið gardyrkjuskolinn@fsu.is
Skráningarfrestur til 31. mars.
Trjáfellingar og grisjun með keðjusög – Hólum í Hjaltadal 16.-18. maí
Námskeiðið er öllum opið. Það hentar bæði byrjendum og þeim sem hafa notað keðjusagir en vilja bæta fellingartækni sína eða öðlast meiri þekkingu á meðferð og umhirðu saga. Hámarksfjöldi þátttakenda er 10.
Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Fyrsti dagur er bóklegur þar sem meðal annars er farið yfir fellingartækni, öryggisatriði við fellingu trjáa og líkamsbeitingu. Farið verður yfir leyfi og öryggissjónarmið varðandi fellingu trjáa í þéttbýli. Einnig verður fjallað um val á trjám til fellinga og komið inn á grisjun skóglenda, trjáþyrpinga og garða. Á öðrum degi fá nemendur að kynnast innviðum keðjusagarinnar með því að taka þær í sundur. Farið verður yfir það hvernig framkvæma eigi einfalda bilanaleit í söginni, ásamt hefðbundnu viðhaldi, þrif sagar og brýningu keðju. Loks verður einn og hálfur verklegur dagur í trjáfellingum og grisjun í skógi, þar sem lögð verður áhersla á rétta fellingartækni og uppröðun viðarins.
Þeir nemendur sem eiga keðjusög, keðjusagarbuxur, keðjusagarstígvél eða hjálm taki það með á námskeiðið. Aðrir geta fengið búnað lánaðan á námskeiðinu.
Kennari: Björgvin Örn Eggertsson skógfræðingur hjá Garðyrkjuskólanum - FSu (Fjölbrautaskóla Suðurlands).
Tími: Fös. 16. maí. kl. 9:00-17:30, lau. 17. maí. kl. 9:00-17:30 og sun. 18. maí. 9:00-16:00 (3x) að Hólum í Hjaltadal (28 kennslustundir). Námskeiðið er á framhaldsskólastigi og má meta til 1 einingar af námi í garðyrkjufræðum.
Verð: 79.000 kr. (kennsla og gögn innifalin í verði).
Skráningarfrestur er til 7. maí.
Torf- og grjóthleðsla - Garðyrkjuskólinn Reykjum 8.- 9. maí
Haldið í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur
Námskeiðið er ætlað öllum þeim er vilja læra hvernig hægt er að byggja úr torfi og grjóti.
Hvort sem um ræðir veggi, kartöflukofa eða önnur smærri mannvirki. Þátttakendur fá innsýn inn í íslenska byggingararfleið og kynnast verklagi við byggingu úr hefðbundnu íslensku efni. Fjallað verður um íslenska torfbæinn, uppbyggingu hans, efnisval og framkvæmd. Einnig verður fjallað um hleðslu frístandandi veggja og stoðveggja úr torfi og grjóti.
Lögð áhersla á verklega kennslu. Hlaðinn verður veggur ofl. á námskeiðinu.
Kennari: Guðjón Kristinsson torf- og grjóthleðslumeistari, skrúðgarðyrkjumaður og stundarkennari við Garðyrkjuskólann - FSu.
Tími: Fim. 8. maí kl. 9:00-17:00 og fös. 9. maí kl. 9:00-16:00 (18 kennslustundir) hjá Garðyrkjuskólanum á Reykjum, Ölfusi.
Verð: 59.000 kr. (Kaffi og hádegismatur og gögn innifalin í verði).
Skráning til 28. apríl.