Endurmenntun græna geirans - Garðyrkjuskólinn

Námskeið vor 2025

Trjáfellingar og grisjun með keðjusög - Garðyrkjuskólinn Reykjum  21.-23. janúar 2025

Námskeiðið er öllum opið. Það hentar bæði byrjendum og þeim sem hafa notað keðjusagir en vilja bæta fellingartækni sína eða öðlast meiri þekkingu á meðferð og umhirðu saga. Hámarksfjöldi þátttakenda er 10.

Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Fyrsti dagur er bóklegur þar sem meðal annars er farið yfir fellingartækni, öryggisatriði við fellingu trjáa og líkamsbeitingu. Farið verður yfir leyfi og öryggissjónarmið varðandi fellingu trjáa í þéttbýli. Einnig verður fjallað um val á trjám til fellinga og komið inn á grisjun skóglenda, trjáþyrpinga og garða. Á öðrum degi fá nemendur að kynnast innviðum keðjusagarinnar með því að taka þær í sundur. Farið verður yfir það hvernig framkvæma eigi einfalda bilanaleit í söginni, ásamt hefðbundnu viðhaldi, þrif sagar og brýningu keðju. Loks verður einn og hálfur verklegur dagur í trjáfellingum og grisjun í skógi, þar sem lögð verður áhersla á rétta fellingartækni og uppröðun viðarins.

Þeir nemendur sem eiga keðjusög, keðjusagarbuxur, keðjusagarstígvél eða hjálm taki það með á námskeiðið. Aðrir geta fengið búnað lánaðan á námskeiðinu.

Kennari: Björgvin Örn Eggertsson skógfræðingur hjá Garðyrkjuskólanum - FSu (Fjölbrautaskóla Suðurlands).

Tími: Þri. 21. jan kl. 9:00-17:30, mi. 22. jan kl. 9:00-17:30 og fi. 23. jan. kl. 9:00-16:00 (3 dagar) hjá Garðyrkjuskólanum Reykjum Ölfusi (28 kennslustundir). Námskeiðið er á framhaldsskólastigi og má meta til 1 einingar af námi í garðyrkjufræðum.

Verð: 79.000 kr. (hádegisverður, kennsla og gögn innifalin í verði).

Skráning: Í netfangið gardyrkjuskolinn@fsu.is

Skráningarfrestur er til 10. janúar

Matjurtaræktun í óupphituðum gróðurhúsum Garðyrkjuskólinn Reykjum 22. mars

Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á ræktun í köldum/óupphituðum gróðurhúsum, hvort sem menn eiga slík húsakynni eða hafa uppi áform um að eignast þau.

Helstu atriði sem farið verður yfir á námskeiðinu:

  • Ýmsar gróðurhúsagerðir
  • Staðsetning húsanna út frá birtu, skjóli, aðgangi að vatni og rafmagni
  • Helstu nýtingarmöguleikar kaldra (óupphitaðra) gróðurhúsa
  • Mismunandi frágangur gólfs
  • Jarðvegur, jarðvinnsla og áburðargjöf
  • Sáning og uppeldi
  • Tegundir sem henta til ræktunar, aðferðir við ræktun ólíkra tegunda
  • Meindýr, sjúkdómar og varnir
  • Þrif og sótthreinsun húsa og áhalda
  • Hvernig dreifa má uppskerunni á lengra tímabil og nýta húsin sem best
  • Notkunarmöguleikar húsanna yfir veturinn, vetrarfrágangur
Verkleg æfing í sáningu, dreifsetningu og pottun. Nemendur fá plöntur í potti með sér heim.
 
Kennari: Ingólfur Guðnason garðyrkjufræðingur og brautarstjóri garðyrkjuframleiðslu hjá Garðyrkjuskólanum - FSu (Fjölbrautaskóla Suðurlands).
Tími: Lau. 22. mars, kl. 9:00-15:00 hjá Garðyrkjuskólanum á Reykjum, Ölfusi.
Verð: 35.000 kr. (Kaffi, hádegismatur og pottur með plöntu innifalin í verði).
Skráning: Í netfangið gardyrkjuskolinn@fsu.is
Skráningarfrestur er til 10. mars
 
 

Trjá- og runnaklippingar I Garðyrkjuskólinn Reykjum 22. mars

Haldið í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur
Námskeið er fyrir allt áhugafólk um garðyrkju sem vill kynna sér hvernig standa skuli að klippingu trjáa og runna.
Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Nemendur kynnast helstu vélum og verkfærum sem notuð eru til trjá- og runnaklippinga. Fjallað verður um trjáklippingar og hvernig meta skal ástand trjágróðurs. Einnig er fjallað um almennar runnaklippingar og limgerðisklippingar. Verklegar æfingar í trjáklippingum.
Nemendur taki með sér þau verkfæri sem þeir eiga og vinnufatnað í samræmi við veður í verklega tíma.
 
Kennari: Ágústa Erlingsdóttir skrúðgarðyrkjumeistari, fv. brautarstjóri Skrúðgarðyrkjubrautar hjá Garðyrkjuskólanum - FSu (Fjölbrautaskóla Suðurlands).
Tími: Lau. 22. mars, kl. 09:00-14:30 hjá Garðyrkjuskólanum, Reykjum Ölfusi
Verð: 34.000 kr. (Hádegismatur og gögn innifalin í verði).
 
Skráning: Í netfangið gardyrkjuskolinn@fsu.is
Skráningarfrestur er til 10. mars
 
 

Í pottinn búið – námskeið um pottaplöntur, ræktun, umhirðu og umhverfiskröfur       Garðyrkjuskólinn Reykjum 22. mars

Fjallað verður um algengar tegundir pottaplantna, fjölgun þeirra og umhirðu (vökvun, áburðargjöf, jarðveg), staðsetningu þeirra innanhúss og hvaða áhrif þær hafa á umhverfi okkar. Námskeiðið er öllum opið og hentar öllum sem vilja auka þekkingu sína á pottaplöntum.
Hluti af námskeiðinu er verklegur en þátttakendur læra að taka afleggjara af plöntum, skipta pottaplöntum og umpottun.
Þátttakendur munu fara með hluta af plöntunum heim eftir námskeiðið.
 
Kennsla: Frændsystkinin Hafsteinn Hafliðason sérfræðingur og Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur hjá Garðyrkjuskólanum - FSu (Fjölbrautaskóla Suðurlands).
Tími: Laugardaginn 22. mars kl 10:00-15:00 hjá Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi
Verð: 35.000kr (Námsgögn, hádegismatur og efni innifalið).
Skráning: Í netfangið gardyrkjuskolinn@fsu.is
Skráningarfrestur er til 10. mars.
 

Matjurtaræktun í óupphituðum gróðurhúsum Garðyrkjuskólinn Reykjum 5. apríl

Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á ræktun í köldum/óupphituðum gróðurhúsum, hvort sem menn eiga slík húsakynni eða hafa uppi áform um að eignast þau.
Helstu atriði sem farið verður yfir á námskeiðinu:
· Ýmsar gróðurhúsagerðir
· Staðsetning húsanna út frá birtu, skjóli, aðgangi að vatni og rafmagni
· Helstu nýtingarmöguleikar kaldra (óupphitaðra) gróðurhúsa
· Mismunandi frágangur gólfs
· Jarðvegur, jarðvinnsla og áburðargjöf
· Sáning og uppeldi
· Tegundir sem henta til ræktunar, aðferðir við ræktun ólíkra tegunda
· Meindýr, sjúkdómar og varnir
· Þrif og sótthreinsun húsa og áhalda
· Hvernig dreifa má uppskerunni á lengra tímabil og nýta húsin sem best
· Notkunarmöguleikar húsanna yfir veturinn, vetrarfrágangur
Verkleg æfing í sáningu, dreifsetningu og pottun. Nemendur fá plöntur í potti með sér heim.
 
Kennari: Ingólfur Guðnason garðyrkjufræðingur og brautarstjóri garðyrkjuframleiðslu hjá Garðyrkjuskólanum - FSu (Fjölbrautaskóla Suðurlands).
Tími: Lau. 5. apríl, kl. 9:00-15:00 hjá Garðyrkjuskólanum á Reykjum, Ölfusi.
Verð: 35.000 kr. (Kaffi, hádegismatur og pottur með plöntu innifalin í verði).
Skráning: Í netfangið gardyrkjuskolinn@fsu.is
Skráning til 26. mars.
 

Úr mat í mold  Garðyrkjuskólinn Reykjum 5. apríl

Jarðgerð/safnhaugagerð/bokashi/eldhúsjarðgerð/molta
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á endurnýtingu lífrænna afurða sem til falla á heimilum og görðum.
Á námskeiðinu verður fjallað um undirstöðuatriði jarðgerðar. Fjallað verður um hvaða hráefni er hægt að nýta til jarðgerðar og æskileg blöndunarhlutföll þeirra. Farið verður yfir uppbyggingu, meðhöndlun og umhirðu jarðgerðar/safnhaugs með tilliti til þess hvernig ná megi jöfnu og góðu niðurbroti.
Lokaafurð jarðgerðar er kjörinn áburður til notkunar í heimilisgarðinn og til landgræðslu eða skógræktar.
Hluti námskeiðsins er skoðun á moltu frá maí og ágúst 2024. Námskeiðgestir taka þátt í að útbúa lífrænar afurðir til niðurbrots með bokashi aðferðinni (loftfirrt niðurbrot) og að útbúa loftháða jarðgerð.
Kennari: Svala Sigurgeirsdóttir líffræðingur og deildarfulltrúi hjá Garðyrkjuskólanum - FSu
Tími: Lau. 5 apríl, kl. 9:00 til 15:00 (7 kennslustundir) hjá Garðyrkjuskólanum FSu, Reykjum Ölfusi.
Verð: 32.000 kr. (Hádegismatur og gögn innifalin í verði).
Skráning: Í netfangið gardyrkjuskolinn@fsu.is
Skráning til 26. mars.

 

Fjölæringar, plöntuval og uppröðun í beð Garðyrkjuskólinn Reykjum 5. apríl

Haldið í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur
Fjallað verður um helstu plöntutegundir fyrir beð og opin svæði út frá fagurfræðilegu sjónarhorni og búsvæðavali. Fjallað verður um jarðveg og hvernig hann þarf að vera til að plöntur þrífist vel í honum. Kennd verður útplöntun blóma og trjáplantna.
Farið yfir vaxtarskilyrði fjölærra plantna, sumarblóma og lauk- og hnýðisplantna og helstu útlitseinkenni viðkomandi tegunda, svo sem hæð, blómlit og blómgunartíma, birtu- og jarðvegskröfur og aðra eiginleika.
Hægt verður að kaupa bókina Fjölærar plöntur á námskeiðinu.
 
Tími: Lau. 5. apríl, kl. 9:00-15:00 (7 kennslustundir) hjá Garðyrkjuskólanum á Reykjum, Ölfusi.
Kennari: Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur hjá Garðyrkjuskólanum - FSu (Fjölbrautaskóla Suðurlands).
Verð: 32.000 kr. (Kaffi, hádegismatur og efni innifalin í verði)
Skráning: Í netfangið gardyrkjuskolinn@fsu.is

Skráningafrestur til 26. mars.

 

 

Síðast uppfært 18. desember 2024