Foreldraráð FSu
Við Fjölbrautaskóla Suðurlands er starfandi foreldraráð. Hlutverk foreldraráðs er að styðja við skólastarfið og huga að hagsmunamálum nemenda. Einnig að efla samstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda í samstarfi við skólann. Foreldraráð setur sér starfsreglur sem það vinnur eftir. Félagsmenn eru foreldrar nemenda í skólanum. Kosið er í stjórn ráðsins á aðalfundi sem haldinn er ár hvert. Foreldraráð tilnefnir einn aðila í áheyrnarfulltrúa í skólanefnd.
Stjórnarmenn:
Fríða Rut Stefánsdóttir (áheyrnarfulltrúi í skólanefnd)
Halldóra Guðlaug Helgadóttir
Geirmundur Sigurðsson
Renuka Chareyre Perera
Síðast uppfært 28. nóvember 2023