Uppröðun safnkosts
Dewey og uppröðun safnkosts
Melvil Dewey (1851-1931) var bandarískur bókavörður sem fann upp kerfi til að flokka bækur.
Fyrsta útgáfa kerfisins kom út árið 1876 en það hefur síðan verið í stöðugri þróun og 22. útgáfa þess kom út 2005.
Þetta flokkunarkerfi er notað í bókasöfnum víða um heim, t.d. í FSu.
Dewey kerfið er byggt á tugakerfinu. Hvert efni hefur sitt raðnúmer í Dewey kerfinu.
Yfirflokkarnir eru þessir:
000 Tölvur, bókfræði og almenn heimildarrit
100 Heimspeki og sálfræði
200 Trúarbragðafræði
300 Félagsfræði
400 Tungumál
500 Raunvísindi
600 Tækni, framleiðsla og iðnaður
700 Listir og afþreying
800 Bókmenntir
900 Saga, landafræði og ævisögur
Athugum nánar hvernig 500 flokknum er skipt niður í undirflokka:
• 510 Stærðfræði
• 520 Stjörnufræði
• 530 Eðlisfræði
• 540 Efnafræði
• 550 Jarðfræði
• 560 Fornleifafræði
• 570 Líffræði
• 580 Grasafræði
• 590 Dýrafræði
Við skulum finna efni um ljón:
500 Raunvísindi
590 Dýrafræði
599 Spendýr
599.7 Rándýr
599.757 Ljón
Heimilisfang hverrar bókar sést á kjalmiðanum
Kjalmiði bókarinnar Grafarþögn eftir Arnald Indriðason er:
813 = flokkstala
Arn = raðorð
Raðorð er fyrstu þrír stafir í nafni höfundar eða titli
Flokkstala + raðorð = marktákn
Marktáknið er heimilisfang safngagna