Lög KFSu
Lög Kennarafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands
Nafn
1. gr.
Félagið heitir Kennarafélag Fjölbrautaskóla Suðurlands (KFSu). Heimili þess og varnarþing er á Selfossi.
Hlutverk
2. gr.
Hlutverk félagsins er að:
- Fara með málefni félagsmanna Kennarasambands Íslands er starfa við Fjölbrautaskóla
Suðurlands, í samráði við Félag framhaldsskólakennara.
- Standa fyrir faglegri umræðu meðal kennara Fjölbrautaskóla Suðurlands
- Kjósa tvo aðalfulltrúa og tvo varafulltrúa á aðalfundi Félags framhaldsskólakennara
samkvæmt 7.2. gr. laga Félags framhaldskólakennara
- Kjósa einn tvo aðalfulltrúa og tvo varafulltrúa á fulltrúafundi í Félagi
framhaldsskólakennara skv. 7.2. gr. laga Félags framhaldsskólakennara
- Kjósa þrjá aðalfulltrúa og þrjá varafulltrúa í samstarfsnefnd skólans samkvæmt
kjarasamningi.
- Kjósa einn aðalfulltrúa og einn varafulltrúa á þing Kennarasambands Íslands.
- Kjósa tvo trúnaðarmenn beinni kosningu á aðalfundi/ársfundi til tveggja ára
- Kjósa þriggja manna fagráð til tveggja ára sem kemur að faglegu starfi félagsins.
Aðild
3. gr.
Félagsmenn eru þeir starfsmenn Fjölbrautaskóla Suðurlands sem starfa eftir kjarasamningum milli kennarafélaganna og ríkisins.
Aðalfundur
4. gr.
Aðalfundur Kennarafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands skal haldinn annað hvert ár að hausti. Þau ár sem ekki er haldinn aðalfundur skal halda ársfund. Allir félagsmenn hafa jafnan atkvæðisrétt á aðalfundum/ársfundum félagsins. Boða skal til aðalfundar/ársfundar með skriflegri auglýsingu innan skólans með að minnsta kosti viku fyrirvara. Á auglýsingunni skal dagskrá aðalfundar tilgreind. Allir félagsmenn hafa rétt til setu á aðalfundi/ársfundi félagsins.
Dagskrá aðalfundar
5. gr.
1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningar félagsins
3. Lagabreytingar
4. Kosning til stjórnar og annarra embætta
5. Starfsáætlun næsta árs
6. Önnur mál
Dagskrá ársfundar
6. gr
1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningar félagsins
3. Lagabreytingar
4. Starfsáætlun næsta árs
5. Önnur mál
Almennir félagsfundir
7. gr
Stjórn félagsins getur boðað til almennra félagsfunda. Skylt er að boða tafarlaust til almenns fundar ef 10% félagsmanna eða fleiri krefjast þess skriflega og tilgreina fundarefni.
Stjórn
8. gr.
Stjórn félagsins skipa 4 aðalmenn: Formaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi, og einnig 2 varamenn, kosnir sérstaklega. Trúnaðarmaður skal eiga sæti í aðalstjórn félagsdeildar.
Kjörtímabil stjórnar eru tvö ár og skal hún kosin á aðalfundi. Aðalstjórnin skiptir með sér verkum.
Hlutverk stjórnar
9. gr.
Stjórn félagsins fer með æðsta vald í málefnum þess milli aðalfunda/ársfunda. Formaður ber ábyrgð á allri starfsemi félagsins og hefur yfirumsjón með rekstri þess.
Um gjörðabækur
10. gr.
Ritari félagsins ritar fundargerðir stjórnar í tölvu. Skulu þær samþykktar á stjórnarfundi.
Fundargerðir stjórnarfunda og aðalfunda/ársfunda skulu varðveittar með rafrænum hætti og vera félagsmönnum aðgengilegar á Netinu.
Fjárreiður og bókhald
11. gr.
Gjaldkeri félagsins hefur umsjón með fjárreiðum þess og ,bókfærslu og leggur fram endurskoðaða reikninga á aðalfundi/ársfundi. Auk þess skal hann gefa stjórn og fulltrúafundi yfirlit yfir stöðu félagsins minnst einu sinni á ári. Félagið fær greiðslu frá Félagi Framhaldsskólakennara einu sinni á ári til að standa undir kostnaði við samstarfsnefnd.
Ef félagið er lagt niður renna eignir þess til Félags framhaldsskólakennara. Tveir skoðunarmenn reikninga félagsins skulu kosnir beinni kosningu á aðalfundi til tveggja ára. Þeir skulu kynna sér fjárhag og fjárreiður félagsins fyrir hönd félaga í samráði við stjórn.
Lagabreytingar
11. gr.
Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi/ársfundi félagsins enda hafi breytingarnar verið kynntar í fundarboði. Til þess að breyting nái fram að ganga verður hún að hljóta samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða. Gæta skal þess að lög félagsdeildar Fjölbrautaskóla Suðurlands stangist ekki á við lög Félags framhaldsskólakennara og lög Kennarasambands Íslands
Gildistaka
12. gr.
Lög þessi öðlast gildi þegar aðalfundur/ársfundur Kennarafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur samþykkt þau og skulu þau send stjórn Félags framhaldsskólakennara til staðfestingar.
Lög samþykkt á aðalfundi Kennarafélags FSu 30. september 2005.
Breyting á 2. grein samþykkt á aðalfundi K FSu 3. október 2012.
Breyting á 9. grein samþykkt á aðalfundi KFSu 11. september 2013.
Samþykkt á aðalfundi 23. september 2022