Lýsing á kerfisbundnu innra mati

Gæðagreinar eða ,,How good is our school”

- Sjálfsmatskerfið sem notað er í Fjölbrautaskóla Suðurlands

Þegar farið var að leita að fyrirmynd að góðu sjálfsmatskerfi í FSu rákust menn á skoskt kerfi sem vitað var að skagfirskir grunnskólar höfðu verið að nota og höfðu staðfært. Kerfi þetta heitir ,,How good is our school“ og byggir það á því að meta sem flesta þætti skólastarfsins með hjálp gæðagreina. Skagfirska skólaskrifstofan sótti um leyfi til skoska menntamálaráðuneytisins og barst svar um hæl, m.a. eftirfarandi: “Permission is granted for you to use parts of the publication as you wish, however, where this is done it must be accompanied by a mention of the source (i.e. adapted from “How good is our school? Self-evaluation using performance indicators: Scottish Office Education Department, HMI Audit Unit. September 1996)”.

Það var auðsótt mál að fá að nota kerfið fyrir Fjölbrautaskóla Suðurlands og hefur verið unnið að því að tengja það við námskrá skólans og meta þá þætti sem krafist er samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.

,,How good is our school“ er hugsað til að hjálpa starfsmönnum skóla við að meta gæði starfsins í skólanum.

Gæðagreinar eru notaðirsem hjálpartæki við að:

  • finna sterkar hliðar
  • finna þætti, þar sem leggja þarf  áherslu á að viðhalda gæðum eða auka þau
  • gera þróunaráætlanir í framhaldi af því
  • gefa til kynna gæði skólans

 

Matið byggir á þremur grundvallarspurningum:

Hvernig stöndum við okkur?

  • skoðað erhvernig skólinn stendur sig, með tilliti til þeirra markmiða, sem sett hafa verið.
  • gefur til kynna hvernig sjálfsmat getur hjálpað okkur.

 

Hvernig vitum við það?

  • notaðir erugæðagreinar til að mæla hvernig við stöndum okkur í lykilþáttum.
  • hverjum lykilþætti er skipt niður í ákveðna gæðagreina sem er skipt í ákveðin þemu sem síðan eru metin

 

Hvað gerum við næst?

  • hvernig getum við gefið skýrslu um það sem við nú vitum um gæði starfsins í skólanum okkar, og hvernig vinna má áfram með þær upplýsingar.

 

Nánari útlistun

Hvernig stöndum við okkur?
Skilgreiningar á gæðum í skólastarfi breytast með samfélaginu. Skólar bera ábyrgð gagnvart samfélaginu og um leið veltum við fyrir okkur:

  • þörfum nemenda okkar og samfélagsins sem við þjónum.
  • ráðleggingum, bæði heimamanna og á landsvísu.
  • skýrslum og greinum um rannsóknir á námi og kennslu.

 

Góður skóli (starfsfólk, skólanefnd) veit:

  • hver markmið hans eru.
  • hvort hann nær settum markmiðum.
  • hverju þarf að halda í horfinu eða bæta.
  • hvort breytingar þjóna tilgangi sínum.

 

Sjálfsmat skóla snýst um að spyrja okkur sjálf, til dæmis þessa:

  • Hvernig stöndum við okkur í þessum skóla?
  • Hvernig stöndum við okkur í þessum hópi?
  • Hvernig stöndum við okkur í þessari deild?
  • Hvernig stöndum við okkur í þessum hópi kennara/starfsfólks?

 

Í sjálfsmatinu felst:

  • skimunyfir frammistöðu í því er kallast mega lykilþættir, sem eru:

 

  1. Nám og kennsla
    1. Nám
    2. Kennsla
  2. Mennska
    1. Nemendur
    2. Stjórnun
    3. Samstarf við aðra
  3. Starfsumhverfi
    1. Fjármál, rekstur og aðbúnaður
    2. Upplýsingar
  • nánari skoðuná þáttum, sem koma sérlega vel út, eða valda áhyggjum.

Ástæður nánari skoðunar gætu verið:

  • eitthvað sem kom í ljós þegar verið var að skima.
  • reglubundinn þáttur í sjálfsmati skólans.
  • forgangsröðun, e.t.v. byggð á samstarfi skóla í héraði eða sjónarmiðum atvinnulífsins.
  • væntingar í sveitarfélaginu eða þjóðfélaginu.
  • væntanlegt ytra mat.

 

Með því að skoða alla lykilþættina í allmörg ár og nota skýr viðmið, áttar skólinn sig á, hvað þarf að bæta og hverju að halda í horfinu.

Til að átta okkur á frammistöðunni, gerum við áætlun sem:

  • ýtir undir skilvirkni náms og kennslu.
  • tryggir að fylgst sé með breytingum af þeim, sem tóku ákvörðun um þær.
  • hjálpar til við að setja raunhæf viðmið varðandi forgangsröðun, markmiðssetningu og tímasetningar.
  • hvetur til hámarksnýtingar á ráðstöfunarfé skólanna.

 Gerð er þróunaráætlun með áherslum á markmið, endurskoðun og framkvæmd. Sjálfsmat samfara gerð þróunaráætlunar stuðlar að auknum gæðum.

Hvernig vitum við það?

Við getum metið frammistöðu okkar með því að bera árangurinn saman við þau markmið, sem sett eru fram í stefnu/námskrá skólans. Til þessa hefur – eðlilega – oftast verið litið til einkunna og sýnilegs afraksturs vinnu í hópunum. En skoða þarf árangurinn í víðara samhengi. Þetta má gera með því að nota gæðagreinanasamhliða öðrum viðmiðum, t.d. einkunnum.

Gæðagreinarmeta yfirleitt þá þætti, sem hafa áhrif á námsárangur nemenda og skólinn getur haft áhrif á. Þeir:

  • hjálpa okkur að mæla árangur með tilliti til ákveðinna viðmiða.
  • benda á þætti, sem þarfnast nánari skoðunar.
  • hjálpa yfirmönnum skólans að taka ákvarðanir varðandi sterkar og veikar hliðar í skólastarfinu.

 Gæðagreinanamá nota

  • við mat á skólanum sem heild.
  • til að aðgreina einstaka þætti þegar verið er að skoða árangur.
  • til að skapa heildarmynd af skólanum með gerð þróunaráætlunar í huga.
  • til að fylgja þróunaráætlun eftir.
  • til að líta nánar á atriði, sem upp hafa komið.
  • til að meta gæði einstakra þátta.

 Það, að nota sömu meginviðmið alls staðar, hjálpar til að tryggja að samræmi sé í allri umfjöllun um árangur nemenda og skólastarfs. Skólayfirvöld og starfsfólk skóla nota gæðagreinana við mat á starfi skólans.

Við matið er gæðagreinunum gefin einkunn, á bilinu 1 - 6, en það er einmitt einn af grundvallarþáttum þeirra. Einkunnirnar eru nánar skilgreindar þannig:

Einkunn:

 

 

6

Frábært

- Frábært

5

Mjög gott

- Flest er í lagi hjá okkur

4

Gott

- Flest er gott, en ákveðnir þættir gætu orðið enn betri

3

Viðunandi

- Jafnmargir jákvæðir og neikvæðir þættir

2

Veikt

- Mikilvægir veikleikar eru til staðar

1

Ófullnægjandi

- Afar slakur þáttur

 

Vinnuferlið er tvenns konar:

1. Skimun

Annað hvert ár eru allir gæðagreinarnir skimaðir, og hverjum þeirra gefin einkunn, byggð á fagmannlegum grunni. Þá fást strax vísbendingar um sterka þætti, eða þá sem þarf að gefa nánari gaum.

2. Nánari skoðun

Auk skimunarinnar er gefinn nánari gaumur að tilteknum þáttum:

  • þeim, sem ekki falla undir skimunina.
  • þeim, sem komið hefur í ljós að þarf að athuga betur.

 

Hvað gerum við næst?

Byggter á svörum við spurningunum „hvernig stöndum við okkur?” og „hvernig vitum við það?” til að skapa vísi að sjálfsmatsskýrslu. Til að styrkja hana eru notaðar einkunnirnar sex.

Farið er yfir alla lykilþættina á þremur önnum.

Sú staða getur vel komið upp að fyrir sum atriði sé „ekkert í bili” svarið við spurningunni „hvað gerum við næst?”  Þótt frammistaðan varðandi viðkomandi þátt sé e.t.v. ekki fullkomin, getur hún verið vel viðunandi og meira getur riðið á að snúa sér að öðru.

Þegar verið er að ákveða hvað skuli gera næst, er forgangsraðað og síðan eru atriðin skoðuð með tilliti til markmiða skólans.

Sjálfsmatsskýrslaer skrifuð á hverju ári og er hún sjálfsagt og mikilvægt verkfæri við gerð þróunaráætlana

Hvernig matið er unnið

Í FSu er farið yfir alla lykilþætti skólans á þremur önnum. Notast er við skimun, kannanir og fleira sem getur leitt í ljós kosti og galla skólastarfsins. Í skimuninni eru lykilþættir starfsins skoðaðir af kennurum og starfsfólki skólans og síðan eru styrkleikar og veikleikar metnir með tilliti til þessarar skimunar. Eftir að búið er að gera finna út það sem kemur illa út, hvort sem er við skimun eða með öðrum hætti eins og viðtölum og könnunum, er unnið að aðgerðaáætlun. Aðgerðaáætlun byggir á því að reyna að komast að meininu og lagfæra það. Við lok aðgerðaáætlunar eru viðkomandi atriði skoðuð aftur og athugað hvort eitthvað hafi áunnist.

Síðast uppfært 05. febrúar 2019