Skólaráð

Skólaráð 
Í skólaráði sitja skólameistari, aðstoðarskólameistari, áfangastjóri, tveir fulltrúar kennara og þrír fulltrúar nemenda.  Fundi skólaráðs situr einnig annar af félagslífs- og forvarnarfulltrúum skólans. Skólaráð er samstarfsvettvangur stjórnenda, kennara og nemenda og fjallar um innri málefni skólans sem ekki eru falin skólameistara einum eða almennum kennarafundi. Skólaráð fjallar m.a. um skólareglur, umgengnishætti í skólanum, vinnu- og félagsaðstöðu nemenda og hvers konar erindi önnur sem nemendur beina til hennar. Með slík mál skal farið sem trúnaðarmál. Fundir í skólaráði eru haldnir vikulega á starfstíma skólans (þó ekki meðan á prófum stendur, nema sérstök ástæða sé til).

Síðast uppfært 26. apríl 2019