Tilkynning um einelti / ofbeldi

Hér gefst kostur á að koma tilkynningu til skólans um Einelti, Kynferðislega áreitni, Kynbundna áreitni eða Ofbeldi (EKKO) sem hugsanlega viðgengst í skólanum.

Tilkynna EKKO mál hér

 

Komi upp mál af þessum toga er stuðst við viðbragðsáætlun skólans sem má nálgast hér: Viðbragðsáætlun EKKO mál.

 

Einelti er síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir.

 

Kynferðisleg áreitni er hvers kyns kynferðisleg hegðun sem hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.

 

Kynbundin áreitni er hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi.

 

Ofbeldi er hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis. 

 

Möguleiki er að koma skilaboðum til EKKÓ teymis vegna EKKÓ mála sem hugsanlega viðgangast í skólanum. EKKÓ teymi skólans er skipað nemendaráðgjöfum skólans. Ekkó teymið hefur samráð og samstarf við aðra starfsmenn skólans eftir því sem við á. EKKÓ teymi skólans  vinnur eftir ákveðnu verklagi og tekur viðtöl við aðila málsins, þolendur,  gerendur og forráðamenn nemenda undir 18 ára aldri. 

Síðast uppfært 16. október 2024