Starfsfólk

 Undir tenglunum hér til hliðar er að finna upplýsingar um kennara og starfsfólk sem og fyrir kennara og starfsfólk skólans.

Kennarar bregða á leik

Skóli er lifandi samfélag í sífelldri þróun. Kjölfesta hvers skóla eru kennarar og starfsfólk og í Fjölbrautaskóla Suðurlands er mikill mannauður samankominn. Kennarar skólans eru sérfræðingar hver á sínu sviði og samhent vinnur starfsfólkið að því að stefna skólans nái fram að ganga. Ekki er síður mikilvægt að starfsandi sé góður og að um stofnanamenningu sé sátt, í þessu leggur starfsfólk F.Su lóð sín á vogarskálarnar.Hér má taka undir orð skáldsins Einars Benediktssonar: ,,Einn er maðurinn ei nema hálfur,með öðrum meiri en hann sjálfur." Til að skólasamf élag sé skilvirkt er mikilvægt að verkaskipting sé til staðar þótt allir vinni eftir sameiginlegri stefnu og sýn skólans.

Innan Fjölbrautaskóla Suðurlands er starfandi kennarafélag sem er fagfélag og hlutverk þess er að styðja kennara í starfi. Einnig er starfandi starfsmannafélag allra starfsmanna sem sinnir félagslegum þætti starfsfólks.

Síðast uppfært 05. október 2016