Stundatöflur og töflubreytingar

Búnar eru til stundatöflur fyrir hvern nemanda og eru þær gerðar eftir vali hvers og eins. Sömuleiðis eru búnar til stundatöflur fyrir kennara. Þar sem hver áfangi nær aðeins yfir eina önn þarf að gera nýjar töflur fyrir hverja önn. Stundatöflur eru aðgengilegar í Innu. Þar er einnig að finna bókalista.

Áður en kennsla hefst gefst einn dagur til töflubreytinga, þar sem ljóst er að ekki fá allir í töflu nákvæmlega það sem valið var. Nemendur hafa síðan tvær vikur til að hætta í áfanga en hætti þeir eftir það fá þeir falleinkunn í áfanganum þ.e. H (hættur) ef um úrsögn er að ræða en F (fall) ef nemandi dettur út vegna fjarvista eða vanskila á verkefnum.

Eyktaskipan er að jafnaði svona (stokkatafla):  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
Síðast uppfært 31. október 2023