Fréttir
KÚBÍSKUR KRAFTUR Í MYNDLIST
10.04.2025
Mikil gróska er myndlistardeild FSu og örsýningar frá nemendum hinna ýmsu áfanga prýða gjarnan ganga skólans þegar líða fer á annirnar. Um þessar mundir hanga uppi verk eftir nemendur á 3. þrepi í myndlist. Áfanginn kallast Mismunandi stílar - tímabilið 1850-1930. Í áfanganum eru nemendur kynntir fyrir þessum upphafsárum nútíma myndlistar og þeim fjölmörgu stílafbrigðum sem spruttu upp á þessu tímabili.
Lesa meira
Verklegir dagar í trjá- og runnaklippingum
04.04.2025
Það var fallegur og bjartur dagur fimmtudaginn 3. apríl þegar nemendur í áfanganum Trjá- og runnaklippingar mættu að Reykjum í verklega æfingu. Allir mættu vígreifir í vinnugallanum, spenntir að takast á við verkefnið. Skipt var upp í 4 hópa sem fóru um og spreyttu sig á fjölbreyttum verkefnum undir stjórn kennara. Þar fékk hver og einn fékk tækifæri til að spreyta sig á að nota alls konar tæki og tól.
Lesa meira
VARIRNAR Í MUNNÞURRKUNNI
01.04.2025
Skáldið Dagur Hjartarson (f. 1986) heiðraði nemendur og kennara FSu með nærveru sinni mánudaginn 17. mars síðastliðinn. Var það að frumkvæði íslenskukennara skólans í nútímabókmenntum (ÍSLE3NB05) að fá hann til samræðu í hátíðarsal skólans Gaulverjabæ.
Lesa meira
Líf og fjör og fár í Flóa
01.04.2025
Hið árlega Flóafár FSu fór fram föstudaginn 21. mars í kjölfar tveggja Kátra daga með tilheyrandi uppbroti á skólastarfi og hefðbundinni stundaskrá nemenda. Flóafárið er í megindráttum liðakeppni nemenda sem stendur yfir frá morgni fram yfir hádegi með tilheyrandi fjöri og gleði. Þeir sem ekki hafa upplifað Flóafárið gætu átt erfitt með að gera sér í hugarlund hversu umfangsmikið og margþætt verkefnið er í raun og veru. Nemendur leggja á sig ómælda vinnu í aðdragandanum og sýna fram á einstaka hæfni, samvinnu og liðsheild, gula skólanum til sóma.
Lesa meira
Gott gengi í endurmenntun hjá Garðyrkjuskólanum
27.03.2025
Við Garðyrkjuskólann á Reykjum er boðið upp á endurmenntunarnámskeið fyrir fagfólk í garðyrkju og skógrækt ásamt námskeiðum fyrir almenning.
Núna á vorönninni hafa verið haldin fjölbreytt námskeið og hefur þátttakan verið framar vonum. Flestir hópar hafa fyllst af áhugasömum nemendum sem farið hafa heim með nýja þekkingu í farteskinu.
Lesa meira
Góð aðsókn að opnu húsi
26.03.2025
Fjölbrautaskóli Suðurlands var með opið hús fyrir gesti og gangandi þann 25. mars. Margir lögðu leið sína í skólann til að skoða húsakynni og fræðast um fjölbreytt námsframboð skólans.
Lesa meira
FERÐIN TIL TENNESSEE
24.03.2025
Fáir vita betur en ferskir gamalreyndir kennarar að vettvangsferðir nemenda eru gulls ígildi. Þess vegna er gott að fara út úr skólahúsnæðinu þegar færi gefst. Jafnvel seint á kvöldin. Með rútu yfir jökulsá. Að þessu sinni fóru nemendur í tveimur íslensku áföngum á 3. þrepi að sjá leikritið Köttur á heitu blikkþaki eftir eitt helsta leikritaskáld bandarískra bókmennta á 20. öld Tennesse Williams (1911 – 1983). Heiti verksins er skrýtið en vísar myndhverft í að hoppa frá einni afstöðu til annarrar. Það er enginn köttur í leikverkinu.
Lesa meira
Velkomin á opið hús 25. mars
18.03.2025
Þriðjudaginn 25. mars verður opið hús í FSu kl. 16:30 - 18:00. Þá verður fjölbreytt námsframboð skólans kynnt á líflegan hátt auk þess sem hægt er að skoða glæsileg húsakynni skólans. Öll hjartanlega velkomin. Bjóðum 10. bekkinga og forráðamenn þeirra sérstaklega velkomin
Lesa meira
Íslandsmót í skrúðgarðyrkju
17.03.2025
Íslandsmót í skrúðgarðyrkju fór fram á Minni framtíð 13. - 15. mars. Keppendur að þessu sinni voru Jóhanna Íris Hjaltadóttir, Friðrik Aðalgeir Guðmundsson, Ingólfur Þór Jónsson og Georg Rúnar Elvarsson, öll nemendur Garðyrkjuskólans á Reykjum.
Lesa meira