Fréttir

Paprikutilraunir á Reykjum fara vel af stað

Starfsmenn Garðyrkjuskólans/FSu á Reykjum hafa í haust unnið að uppsetningu athugunar í tilraunahúsi garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi þar sem leitast er við að fá upplýsingar um hentugt lýsingarmagn í vetrarræktun papriku í íslenskum gróðurhúsum. Að tilrauninni koma nokkrir aðilar, Rannsóknarmiðstöð landbúnaðarins (RML), Sölufélag garðyrkjumanna (SFG) og Búgreinadeild garðyrkjubænda hjá Bændasamtökunum. Íslenskir paprikuræktendur áttu frumkvæði að verkefninu.
Lesa meira

Samstarf við Gastec og Fossvélar

Vélvirkjadeild skólans er í góðu samtarfi við Gastec og Fossvélar varðandi vinnufatnað og verkfærapakka.
Lesa meira

Verkfall félagsmanna KÍ

Verkfall félagsmanna KÍ í níu skólum hófst á miðnætti. FSu er einn þessara skóla.
Lesa meira

Breyting á skólanefnd

Þann 11. október var haldinn fyrsti fundur skólanefndar með nýjum skólameistara.
Lesa meira

AÐ GERA GOTT FYRIR SAMFÉLAGIÐ

Lifandi og virkt félagslíf nemenda í framhaldsskóla er ekki síður mikilvægara en námið. Sumir segja að það skipti meira máli. Eftir styttingu náms til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú dró úr virku félagslífi. Nú er komin reynsla á skerðinguna og nemendur laga sig að breyttum aðstæðum. Virkt félagslíf setur mark sitt á skólastarfið og kom það heldur betur í ljós í síðustu viku þegar GÓÐGERÐARVIKAN var haldin að frumkvæði nemenda.
Lesa meira

Breytingar á gjaldskrá

Breytingar á gjaldskrá FSu voru samþykktar á skólanefndarfundi föstudaginn 11. október sl.
Lesa meira

Sveinspróf í skrúðgarðyrkju

Sveinspróf í skrúðgarðyrkju var haldið dagana 7.- 9. október síðastliðinn á Reykjum.
Lesa meira

GUNNAR HELGASON Í HEIMSÓKN

Áfangi í barnabókmenntum er kenndur í FSu á þessari önn – undir íslensku á 3. þrepi - og var áhugi nemenda mikill. Fjórir hópar fylltir sem þýðir að um það bil 110 nemendur lesa og greina barnabækur þessa önnina. Auk valinna bóka eru fræðigreinar lesnar sem varpa ljósi á sögu íslenskra barnabóka, sérstaka frásagnartækni þeirra sem sýnir að vandaðar barnabækur er bæði fyrir börn og fullorðna.
Lesa meira

HAFSJÓR LISTAFÓLKS

Alþjóðlega listahátíðin og vinnustofan HAFRÓT var haldin þriðja árið í röð á Eyrarbakka nú í september. Yfirskriftin í þetta sinn var OCEANUS HAFSJÓR. Það er Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir fata- og textílhönnuður og listakona, sem ber hitann og þungan af skipulagi og utanumhaldi en á þriðja tug ólíkra listamanna víðsvegar að úr heiminum tóku þátt - auk 15 myndlistarnema úr FSu.
Lesa meira