Kynning á FSu
Einkenni og áherslur Fjölbrautaskóla Suðurlands
♥ Áfangakerfi ♥ Fjölbreytt námsframboð ♥ 20 námsbrautir ♥ Fjölbreyttur nemendahópur |
♥ Akademíur ♥ Námstilboð fyrir alla ♥ Hestabrautir, listnám og iðnnám ♥ Sveigjanleiki í námshraða ♥ Öflugt félagslíf |
|
Stúdentsbraut-náttúrufræðilína | Rafvirkjabraut | |
Vélvirkjabraut | Húsasmíðabraut | |
Grunnnám matvæla- og ferðagreina | Grunnnám hársnyrtiiðnar | |
Garðyrkjuskólinn Reykjum | Flóafársmyndbandið | |
Flóafársmyndband 2022 |
Nemendafélag FSu (NFSU) |
Flóafársmyndband 2024
Spurt og svarað
Hvar er skólinn staðsettur?
Fjölbrautaskóli Suðurlands er staðsettur við Tryggvagötu 25 á Selfossi.
Hver eru inntökuskilyrðin?
Sjá hér: https://www.fsu.is/is/namid/gagnlegar-upplysingar/inntokuskilyrdi
Hvað er áfangakerfi?
í áfangakerfi raðast nemendur í áfanga eftir námsbrautum og einkunnum í kjarnagreinum úr grunnskóla. Búin er til stundatafla fyrir hvern og einn nemanda. Í áfangakerfi hafa nemendur val um námshraða og uppsetningu náms. Í áfangakerfi eru ekki bekkir sem fylgjast að eins og flestir eru vanir úr grunnskóla.
Hvaða námsbrautir eru í boði?
Hægt er að sjá það undir þessum hlekk: https://www.fsu.is/is/namid/nam-i-fsu/namsbrautir-ny-namskra
Hvað er akademía?
Í FSu eru sex íþróttaakademíur í boði. Akademía er ekki námbraut heldur valáfangi sem fer í stundatöflu.
Í akademíum fá nemendur tækifæri til þess að æfa íþrótt á skólatíma.
Hver akademíuáfangi gefur fimm valeiningar.
Nánari upplýsingar um akademíur https://www.fsu.is/is/namid/akademiur
Mikilvægt er að þeir sem stefna á akademíu, skrái þær óskir í athugasemdareitinn í rafrænu umsókninni.
Hver eru innritunargjöldin?
Sjá hér: https://www.fsu.is/is/thjonusta/skrifstofa/gjaldskra
Get ég fengið nám úr öðrum framhaldsskólum metið?
Til að fá áfanga metna úr öðrum framhaldsskólum þarftu að fara á skrifstofu skólans, óska eftir mati og greiða námsmatsgjald. Áfangastjóri sér síðan um að meta nám úr öðrum framhaldsskólum.
https://www.fsu.is/is/namid/gagnlegar-upplysingar/mat-a-fyrra-nami
Verð ég að vera með fartölvu?
Það er ekki skylda en mjög æskilegt því tölvur eru mikið notaðar í náminu. Námið fer að langmestu fram í gegnum INNU sem er rafrænt kennslukerfi. Nemendur sem hafa ekki aðgang að tölvu geta fengið lánaða tölvu á bókasafni skólans. Athugið að eingöngu er þó um skammtímalán að ræða, ekki heila önn eða allt skólaárið.
Hvernig er námsmatið í skólanum?
Í FSu er margir áfangar símatsáfangar eða ekki með lokapróf.
Námsmat hvers áfanga má sjá í námsáætlun sem eru birtar hér: https://www.fsu.is/is/namid/nam-i-fsu/kennsluaaetlanir
Nánari upplýsingar um námsmat er hægt að sjá hér:
https://www.fsu.is/is/namid/namskrofur-og-reglur/namsmat
Get ég fengið tónlistarnám metið til eininga?
Hægt er að fá tónlistarnám metið til valeininga á stúdentsbrautum. Nemandi þarf að lágmarki að hafa lokið grunnprófi til að fá tónlistarnám metið í FSu. Skila þarf formlegri staðfestingu frá viðkurkenndum tónlistarskóla á skrifstofu FSu, borga námsmatsgjald sem er 2500kr og óska eftir mati.
Kemst ég með strætó í skólann?
Nemendur sem búa fyrir utan Selfoss geta nýtt sér leiðakerfi strætó sem stoppar beint fyrir utan skólann. Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrk til Menntasjóðs námsmanna til þess að koma til móts við kostnað við strætókort/ferðakostnað. Styrkurinn jafngildir andvirði strætókorts og gildir fyrir önnina.
Hvað eru margir nemendur í skólanum?
Nemendur í dagskóla eru á milli 800-900 .
Hvað er jöfnunarstyrkur?
Jöfnunarstyrkur er námsstyrkur fyrir nemendur sem stunda nám á framhaldsskólastigi fjarri lögheimili og fjölskyldu. Styrkurinn skiptist í akstursstyrk og dvalarstyrk. Sjá nánar: https://menntasjodur.is/jofnunarstyrkur/hvad-er-jofnunarstyrkur/
Er hægt að sækja um heimavist?
Það er heimavist við skólann, sjá hér: https://www.fsu.is/is/thjonusta/onnur-thjonusta/heimavist-fsu
Þá sem vantar nánari upplýsingar um heimavist er bent á að hafa samband við skólameistara/aðstoðarskólameistara
Er hægt að taka fjarnám frá FSu?
Í Fjölbrautaskóla Suðurlands er eingöngu um staðnám að ræða. Sjá skólasóknarreglur: https://www.fsu.is/is/namid/namskrofur-og-reglur/skolasoknarreglur
Hvernig eru mætingarreglurnar í FSu?
Sjá hér: https://www.fsu.is/is/namid/namskrofur-og-reglur/skolasoknarreglur
Aðrar spurningar og svör má sjá hér: https://www.fsu.is/is/moya/page/spurt-og-svarad
Samfélagsmiðlar
Instagram- námsráðgjöf