Útprentun á bókasafni

Nemendur geta prentað út verkefni sín á laserprentara sem er á bókasafninu. Hér eru nokkrar leiðir til þess: 

1. Hægt er að innskrá sig á borðtölvurnar inni á safninu og prenta þaðan. 

2. Nemendur með einkatölvu tengda við FSu netið geta fundið prentarann og sett upp í sínum tölvum. Hann heitir LaserJet Managed MFP E52645 og er með ip töluna 172.16.0.26.

3. Einnig er hægt að prenta út á litaprentara safnsins að höfðu samráði við bókaverði. 

 

Síðast uppfært 20. september 2021