Skólareglur
Skólareglur FSu
- Ganga skal vel og snyrtilega um húsakynni skólans og fara vel með eigur hans.
- Notkun raftækja (t.d. snjallsíma, spjaldtölva, eða annarra tækja) í kennslustundum er óheimil nema í tengslum við úrvinnslu verkefna í samráði við kennara.
Allar upptökur (með snjallsíma, spjaldtölvu, eða öðrum tækjum) af kennurum eða samnemendum eru stranglega bannaðar nema með leyfi viðkomandi. - Í kennslustundum er kennarinn verkstjóri.
- Nemendur skulu ekki valda ónæði í kennslustundum, á göngum eða á bókasafni.
- Sýna ber kurteisi og tillitssemi í umgengni við aðra. Einelti og ofbeldi líðst ekki.
- Skólinn tekur ekki ábyrgð á eigum nemenda. Fólk er hvatt til að skilja aldrei verðmæti eftir án eftirlits. Bent er á möguleika að leigja skáp.
- Úrgangur skal flokkaður og honum fleygt í ruslafötur, ekki á gólf eða á lóð skólans.
- Valdi nemandi skemmdum á húsnæði og/eða munum skólans, ber honum að tilkynna það starfsfólki skólans. Nemandi/starfsmaður skólans sem verður vitni að skemmdum á eigum skólans ber að tilkynna það stjórnendum. Nemandi skal bæta skemmdir sem hann er valdur að eftir ákvörðun skólameistara.
- Hvers kyns reykingar, tóbaks- og vímuefnanotkun er bönnuð samkvæmt landslögum í öllu húsnæði skólans og á skólalóð.
- Óheimilt er að vera undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna í húsakynnum skólans, á samkomum eða í ferðum á vegum nemendafélagsins eða skólans.
- Neysla matar og drykkjar er leyfileg í opnum rýmum og mötuneyti nemenda en óheimil á bókasafni og almennt í kennslustofum.
- Auglýsingatöflur eru ætlaðar fyrir auglýsingar um skólahald og félagslíf nemenda. Aðilum utan skólans er óheimilt að auglýsa í húsakynnum skólans nema með sérstöku leyfi skólastjórnenda.
Málsmeðferðareglur vegna brota á skólareglum
- Viðurlög við brotum á skólareglum eru háð ákvörðunum skólayfirvalda/ kennara í hverju tilviki og geta varðað allt að brottvísun úr skóla.
- Ítrekuð og alvarleg brot nemanda undir 18 ára aldri eru tilkynnt foreldrum/forráðamönnum.
- Áður en ákvörðun er tekin um brottvísun er nemanda/foreldri/forráðamanni gefin kostur á að kynna sér gögn sem liggja til grundvallar fyrirhugaðri ákvörðun og koma á framfæri athugasemdum og andmælum, skv. 13. gr. Stjórnsýslulaga https://www.althingi.is/lagas/149a/1993037.html
Síðast uppfært 28. ágúst 2024