Rýmingaráætlun
Hvernig á að koma fólki í hjólastólum af efri hæðum við rýmingu Odda:
1. Leggja skal áherslu á að þeir nemendur/kennarar sem eru í hjólastólum og ekki tengjast starfsbraut séu sem mest í kennslustofum á jarðhæð.
2. Rafmagnshjólastólar. Sé einstaklingur í rafmagnshjólastól staddur á annarri eða þriðju hæð þegar rýma þarf Odda skal stuðningsfulltrúi/kennari sem er með honum sjá til þess að einstaklingurinn sé tekinn úr stólnum og borinn niður stigana. Þegar niður er komið skal finna skrifborðsstól (skrifstofa) helst með örmum og setja viðkomandi í hann og fara með hann út.
3. Aðrir hjólastólar. Kennari sem er með viðkomandi einstakling í kennslutíma skal sjá til þess að einstaklingurinn sé borinn niður og komið út úr Odda og þá helst í skrifborðsstól með örmum. Bera má viðkomandi í hjólastólnum sé það talið henta. Ef kennari er sjálfur í hjólastól skal hann fá nemendur til að bera sig niður. Vegna nemenda á starfsbraut sem staddir eru á 3. hæð er mikilvægt að stuðningsfulltrúar/kennarar taki þá sem eru í hjólastólum og beri þá niður eða sjái til þess að þeir séu bornir niður í sérstökum burðarstólum sem eru til á þriðju hæð.
Viðbrögð við brunaboðun
Fyrsta hringing:
Stjórnendur athugi orsök hringingar.
Kennarar og nemendur haldi kyrru fyrir í stofunum.
Önnur hringing:
Húsið rýmt, kennarar læsi stofum.
Jarðskjálfti
Þegar jarðskjálfti verður á að:
Halda ró sinni
Gott er að krjúpa - skýla - halda
Ekki hlaupa út í óðagoti
Gæta að hlutum sem kunna að falla
Fara út um leið og tækifæri gefst
Aðstoða hvert annað