Meðferð mála og siðareglur

Hvar leitarðu upplýsinga?

Almennt má segja að leita eigi upplýsinga á skrifstofu varðandi flest mál. Starfsmenn skrifstofunnar hafa stundum möguleika á að leysa málin beint, en í öðrum tilfellum vísa þeir málum til réttra aðila. Ferli kvartana þarf ekki nauðsynlega að fara í gegnum skrifstofu og getur farið beint til viðkomandi aðila eins og fram kemur hér að neðan. 

Ferli kvartana frá sjónarhóli nemenda:

Kvartanir vegna kennara: Skólameistari / Aðstoðarskólameistari
Kvartanir vegna prófa - próftafla: Aðstoðarskólameistari
Kvartanir vegna prófa - endurmat: Aðstoðarskólameistari
Kvartanir vegna annarra starfsmanna: Aðstoðarskólameistari
Kvartanir vegna stjórnenda: Skólameistari
Kvartanir vegna annarra nemenda: Aðstoðarskólameistari, námsráðgjafi
Kvartanir vegna tækja og búnaðar: Húsvörður, Tölvuþjónusta
Kvartanir vegna aðstöðu: Skrifstofa - > Húsvörður
Kvartanir vegna mætingaskráningar: Viðkomandi kennari
Kvartanir vegna skólareglna t.d. mætingakerfis: Skólameistari


Ferli kvartana frá sjónarhóli foreldra / forráðamanna:

Kvartanir vegna kennara: Aðstoðarskólameistari
Kvartanir vegna prófa - próftafla: Aðstoðarskólameistari
Kvartanir vegna prófa - endurmat:  Aðstoðarskólameistari
Kvartanir vegna annarra starfsmanna: Aðstoðarskólameistari
Kvartanir vegna stjórnenda: Skólameistari
Kvartanir vegna annarra nemenda: Aðstoðarskólameistari, námsráðgjafi
Kvartanir vegna mætingaskráningar: Viðkomandi kennari
Kvartanir vegna skólareglna t.d. mætingakerfis: Skólameistari

 

Ferli kvartana frá sjónarhóli kennara / starfsmanna:

Kvartanir vegna prófa - próftafla:                                                                    Aðstoðarskólameistari
Kvartanir vegna nemenda - agamál: Aðstoðarskólameistari
Kvartanir vegna annarra starfsmanna: Skólameistari, aðstoðarskólameistari
Kvartanir vegna stjórnenda: Trúnaðarmenn, stéttarfélag
Kvartanir vegna vinnuaðstöðu: Aðstoðarskólameistari
Kvartanir vegna tækja og búnaðar:                                                   Húsvörður,  Helgi Hermannsson (borðtölvur, fartölvur,  prentarar, skjávarpar, myndavélar og hljómtæki )

 

Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins
Reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í framhaldsskólum

Siðareglur kennara

Eftirfarandi siðareglur kennara hafa verið samþykktar af Kennarasambandi Íslands.

  Kennari
  1. Menntar nemendur.
Eflir með nemendum gagnrýna hugsun, virðingu
fyrir sjálfum sér og öðrum, umhverfi og menningu.
  2. Eflir með nemendum gagnrýna hugsun, virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, umhverfi og menningu.
  3. Sýnir nemendum virðingu, áhuga og umhyggju.
  4. Skapar góðan starfsanda og hvetjandi námsumhverfi.
 5.  Hefur jafnrétti að leiðarljósi.
  6. Vinnur gegn fordómum, einelti og öðru ranglæti sem nemendur verða fyrir.
  7. Kemur vel fram við nemendur og forráðamenn og virðir rétt þeirra.
  8. Gætir trúnaðar við nemendur og forráðamenn og þagmælsku um einkamál þeirra sem hann fær vitneskju um í starfi sínu.
  9. Viðheldur starfshæfni sinni og eykur hana.
 10. Vinnur með samstarfsfólki á faglegan hátt.
 11. Sýnir öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu.
 12. Gætir heiðurs og hagsmuna stéttar sinnar.
Síðast uppfært 11. nóvember 2020