Viðbrögð við farsóttum.
9. SÝKLAR
Þessi kafli fjallar um leiðbeiningar til skóla þegar gefin hefur verið út almannavarnarviðvörun um sýklasmit (veirur og sýkingar), flokkað á óvissustig, hættustig eða neyðarstig. Sjá landsáætlun vegna heimsfaraldurs og frekari leiðbeiningar á vef embættis landlæknis: www.landlaeknir.is
Skólameistari er alla jafna öryggisvörður skóla eða annar stjórnandi sem hann tilnefnir. Öryggisvörður er ábyrgur fyrir því að viðbragðsleiðbeiningum sé fylgt.
Fylgjast skal með tilkynningum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis frá því að atburðarás hefst. Upplýsingar um viðbúnaðarstig er að finna á heimasíðum beggja embætta. Nauðsynlegt er að fylgjast með fyrirmælum frá aðilum og ganga þau fyrirmæli fyrir þessum leiðbeiningum ef þær skarast.
Viðbragðsleiðbeiningar skóla tengjast viðbragðsáætlun skóla og fara þessi tvö skjöl saman.
9.1 Almennar leiðbeiningar
Í þessum kafla eru leiðbeiningar fyrir hvernig bregðast skal við almannavarnarstigi sem flokkast í óvissustig, hættustig og neyðarstig sem lýst er yfir af landlæknisembættinu.
Óvissustig
- Viðbragðsáætlun og viðbragðsleiðbeiningar skólans yfirlesnar og uppfærðar á heimasíðu skólans. Dagsetning uppfærslu skráð.
- Skólinn er í samstarfi við heilbrigðismenntaðan starfsmann við undirbúning.
- Allir starfsmenn, nemendur og aðstandendur nemenda undir lögaldri upplýstir um uppfærðar viðbragðsleiðbeiningar og hvar þær er að finna.
- Öryggisvörður vaktar upplýsingagjöf um stöðu mála hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og hjá landlæknisembættinu.
- Hættustig undirbúið.
Hættustig
- Skólinn uppfærir upplýsingar um stöðu mála að höfðu samráði við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis og birtir á heimasíðu sinni.
- Upplýsingum komið á framfæri innan skólans til starfsmanna, nemenda og forráðamanna nemenda undir lögaldri um hvernig verjast megi smiti.
- Mikilvægt að skólanum séu tilkynnt öll veikindi nemenda og starfsmanna og þau skráð formlega.
- Viðbrögð skilgreind við því þegar nemendur og starfsfólk taka að veikjast.
- Neyðarstig undirbúið
Neyðarstig
- Aðgerðum vegna sóttvarna hrint í framkvæmt samkvæmt kafla 9.4 og fylgt fast eftir.
- Skólinn mun halda úti starfsemi eins lengi og unnt er.
- Skólinn lokar komi ákvörðun um það frá yfirvöldum.
- Upplýsingar um stöðu mála stöðugt uppfærðar í samráði við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis og birtar á heimasíðu skólans.
9.2 Leiðbeiningar fyrir kennara og starfsfólk
Þennan gátlista skal öryggisvörður sjá um að starfsmenn fái ásamt ítrekun um að grípa til viðeigandi ráðstafana þegar breytingar verða á hættustigi almannavarna.
Öryggisvörður sendir starfsfólki smáskilaboð (SMS) um hættustig almannavarna og ítrekar við starfsfólk að fylgja viðbragðsáætluninni í samræmi við gátlistann.
Óvissustig
- Fara yfir uppfærða viðbragðsáætlun og viðbragðsleiðbeiningar skólans.
- Skólastjórnendur fá heilbrigðismenntaðan starfsmann til að vinna með skólanum að undirbúningi.
- Náms- og starfsráðgjafi metur stöðu á viðkvæmum nemendum og hefur sérstaka upplýsingagjöf til þeirra og eftirfylgni.
- Áfangastjóri skal halda utan um fjarvistir starfsmanna og nemenda daglega, skrá niður ástæður fjarvista og áætla a.m.k. 7 daga fjarvistir starfsmanna sem greinst hafa sýktir.
- Upplýst um öryggisvörð skólans og aðra er skipa neyðarstjórn skólans. (5.1 Neyðarstjórn).
- Öryggisvörður upplýsir um hvernig upplýsingakerfi skólans verða nýtt við hættustig og neyðarstig.
- Hættustig undirbúið
Hættustig
- Starfsfólk fær fræðslu vegna sóttvarna sbr. kafla 9.4.
- Starfsmenn og nemendur hvattir til þess að vera ekki á ferli í skólanum að óþörfu.
- Starfsfólk getur átt von á að vera fært til í starfi til að sinna áríðandi verkefnum sem hafa forgang.
- Í samræmi við starfslýsingar eru stjórnendur og náms- og starfsráðgjafi með staðgengil sem á að geta leyst af í fjarvistum þannig að samfella sé í starfi þrátt fyrir hættuástand.
- Þjálfun starfsmanna til staðgengilsstarfa hafin og undirbúin breyting á staðsetningu starfsmanna sem og þjónustu skólans.
- Verklagsreglur um tíðari þrif á algengum snertiflötum, t.d. hurðarhúnum og handriðum kynntar.
- Fylgja ber fyrirmælum sóttvarnalæknis hjá landlæknisembættinu hverju sinni varðandi ferðalög innanlands sem utan. Taka skal tillit til þess að fólk vill síður ferðast innan um aðra þegar faraldur geisar. Hafa verður einnig í huga að flugvellir og landamæri geta lokast vegna heimsfaraldurs.
- Neyðarstig undirbúið.
Neyðarstig
- Þjónustu breytt gagnvart nemendum í samræmi við aðstæður, fjarskiptatækni nýtt eins og frekast er unnt.
- Skipuleggja nám nemenda í heimanámi.
- Fundum og ferðalögum skal haldið í lágmarki og eingöngu ef nauðsyn krefur. Starfsfólk er hvatt til að nota síma og tölvur til samskipta eins og frekast er unnt.
- Staðsetning starfsmanna metin.
- Um veikindaleyfi og umönnunarleyfi starfsmanna gilda ákvæði kjarasamninga. Skólameistari getur þó gefið út rýmri reglur hvað þetta varðar telji hann nauðsynlegt að mæta þörfum starfsfólks vegna umönnunar barna eða náinna ættingja.
- Aðgerðum vegna rekstrarlegra þátta hagað samkvæmt verklagsáætlun skólans.
9.3 Leiðbeiningar fyrir neyðarstjórn skólastofnunnar
Neyðarstjórn er skilgreind í viðbragðsáætlun skólans.
Lögð er áhersla á mikilvægi þess að skólinn miðli vönduðum leiðbeiningum og ráðgjöf með það að markmiði að draga úr ótta og auka þekkingu á sóttvarnaráðstöfunum.
Óvissustig
- Útnefning/skilgreining öryggisvarðar og annarra er skipa neyðarstjórn skólans yfirfarin og staðfest samkvæmt viðbragðsáætlun kafla 5.1 Neyðarstjórn.
- Tengsl skólans við almannavarnaráætlanir yfirfarnar og skráðar.
- Yfirfara viðbragðsleiðbeiningar og staðfesta.
- Upplýsingar um lykilstarfsemi yfirfarnar og uppfærðar í viðbragðsáætlun skólans (sjá 5.0 Innra skipulag).
- Allar boðleiðir yfirfarnar.
- Birgðir skilgreindar og yfirfarnar.
- Öryggisvörður ber ábyrgð á að tryggja að upplýsingar séu settar fram tímanlega, á skýran og samhæfðan hátt.
- Öryggisvörður skal kanna skal birgðir á hreinlætisvörum eins og sápu, sótthreinsispritti, handþurrkum, ræstingavörum o.þ.h. og sjá til þess að pantað sé inn á lager ef til þess kæmi að birgjar loka.
- Verklagsreglur um tíðari þrif á algengum snertiflötum, t.d. hurðarhúnum og handriðum skilgreindar.
- Skólameistari/öryggisvörður er ábyrgur fyrir því að starfsmenn skólans komi einhuga fram og að tryggja skilvirka upplýsingamiðlun til starfsmanna og nemenda ásamt því að fyrirbyggja ótta.
- Hættustig undirbúið.
Hættustig
- Öryggisvörður skal hafa umsjón með að vakta daglega hver tilmæli almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og landlæknis/sóttvarnalæknis eru, eftir að viðbragðsáætlun hefur verið virkjuð, t.d. á vefsíðum eins og landlaeknir.is, influensa.is og almannavarnir.is.
- Fjölmiðlafulltrúi skal sjá til þess að koma fréttum og skilaboðum áleiðis til allra starfsmanna skólans samkvæmt viðbragðsáætlun kafli 5.4 Fjölmiðlar.
- Skilgreina verklagsreglur um hvernig brugðist er við ef starfsfólk og nemendur fara að veikjast, t.d. ef beiðnir koma frá foreldrum um að hafa börn heima þrátt fyrir að skóli starfi.
- Kerfisstjóri fer yfir áreiðanleika Internetsambands, hefur samband við rekstraraðila netkerfa og óskar eftir áætlunum varðandi að tryggja uppitíma Internets og reksturs tölvukerfa skólans.
- Gera áætlun um hvernig nýta megi sem best upplýsingakerfi skólans svo sem símasvörun tölvupóst, nettengd kennslukerfi og heimasíðu.
- Verklagsreglur um tíðari þrif á algengum snertiflötum, t.d. hurðarhúnum og handriðum skilgreindar.
- Birgðir af skrifstofuvörum svo sem ljósritunarpappír, blekhylkjum kannaðar og tryggt að til sé á lager nægjanlegt magn sem dugar í u.þ.b. 2 mánuði.
- Í samræmi við starfslýsingar eru öryggisvörður, stjórnendur ásamt náms- og starfsráðgjafa með staðgengil sem á að geta leyst af í fjarvistum þannig að samfella sé í starfi þrátt fyrir hættuástand.
- Undirbúningur hafinn að birgðasöfnun.
- Skilgreint hvernig skuli fækka fundum og ferðalögum á neyðarstigi.
- Hafinn undirbúningur að rýmkun veikindaleyfa í samráði við ráðuneyti og hagsmunaaðila.
- Gera áætlun um öryggi húseignar og búnaðar skólans komi til lokunar hans.
- Framkvæmd rekstrarlegra þátta samkvæmt viðbragðsáætlun skólans undirbúin.
- Skilgreint hvort breyta þurfi rekstri mötuneytis við hættustig og neyðarstig. Upplýsa viðeigandi aðila ef við á.
- Upplýsa starfsfólk, nemendur og aðstandendur um stöðuna á yfirvegaðan og róandi hátt, undirbúa alla undir lokun skóla.
- Neyðarstig undirbúið.
Neyðarstig
- Hafa samband við þau yfirvöld almannavarna sem skólinn heyrir undir. Halda úti miklum áróðri fyrir að allir viðhafi persónulegar smitvarnir, handþvott og byrgingu hnerra og hósta. Allir hvattir til að vera heima finni þeir til veikinda sem einkenna faraldurinn.
- Lykilstjórnendum og sem flestum starfsmönnum gert kleift að vinna heima.
- Í þeim tilvikum sem hægt er að koma því við verður starfsmönnum gert kleift að vinna heiman frá sér. Eins verður möguleiki á sveigjanlegum vinnutíma þar sem það hentar frekar.
- Í skæðum faraldri gæti þurft að afboða fundi og afgreiða erindi eingöngu með fjarskiptum. Læsa þarf þá skólanum og hindra aðgengi í húsinu.
- Birgðir tryggðar.
9.4 Leiðbeiningar vegna aukinnar hættu vegna smits
Eyðing smitefnis
Sjá nánar hjá embætti landlæknis www.landlaeknir.is
Heilsufarsleg atriði starfsmanna og reglur um þrif og meðhöndlun úrgangs sjá nánar á vef embættis landlæknis.
Tenglar fyrir allar frekari upplýsingar: