Jöfnun námskostnaðar
Nemendur á framhaldsskólastigi, sem fullnægja eftirtöldum skilyrðum, eiga rétt til námsstyrkja til jöfnunar á fjárhagslegum aðstöðumun vegna búsetu svo sem nánar er kveðið á um í reglugerð
a) Nemandi stundar reglubundið nám á framhaldsskólastigi hér á landi, sem ekki er á háskólastigi eða gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi, enda sé um að ræða a.m.k. eins árs skipulagt nám við framhaldsskóla sem fellur undir ákvæði laga um framhaldsskóla nr. 80/1996, með áorðnum breytingum. Námsstyrkjanefnd er heimilt að styrkja annað hliðstætt nám á framhaldsskólastigi.
b) Nemandi getur ekki stundað sambærilegt nám frá lögheimili eða öðrum jafngildum dvalarstað.
c) Nemandi nýtir ekki rétt til láns úr Menntasjóði námsmanna eða nýtur hliðstæðrar fyrirgreiðslu.
Hámarksaðstoðartími er fjögur ár eða 8 annir.
Ath. að stunda þarf nám í a.m.k. 20 einingum til að eiga rétt á jöfnunarstyrk.
Frekari upplýsingar eru á heimasíðu Menntasjóðs námsmanna (áður LÍN): https://menntasjodur.is/