Laus störf
Laus störf eru einnig auglýst á Starfatorginu og/eða í staðarblöðunum.
Laust starf við afleysingar í ræstingu
Fjölbrautaskóli Suðurlands auglýsir stöðu ræstitæknis lausa til umsóknar frá 27. janúar 2025 til 15. maí. Um er að ræða afleysingu þegar nauðsyn krefur. Möguleiki er á fastri stöðu í framhaldinu.
Skrifleg umsókn ásamt ferilskrá berist Fjölbrautaskóla Suðurlands, Tryggvagötu 25, 800 Selfossi eða rafrænt til ræstingastjóra á netfangið andreainga@fsu.is fyrir 23. janúar 2025.
Leitað er eftir áreiðanlegum einstaklingi með mikla þjónustulund og jákvæða framkomu sem getur mætt þegar á þarf að halda og er tilbúinn að þrífa mismunandi svæði skólahúsa FSu, Odda, Hamar eða Iðu. Vinnutíminn er að jafnaði eftir 16:00 virka daga.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Bárunnar og stofnanasamningi skólans. Umsóknarfrestur er til 23. janúar 2025.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Andrea Inga Sigurðardóttir ræstingastjóri í síma 697 3908.