Úrræðabanki: Hvar er hægt að fá aðstoð utan skólans?
Á Íslandi eru ýmis úrræði sem einstaklingar geta leitað í ef þeir glíma við persónulegan vanda að einhverju tagi. Ýmsir sérfræðingar bjóða upp á gagnvirka samtalsmeðferð en mikilvægt er að velja meðferðaraðila með tilskilin réttindi; þjálfun og hæfni. Eftirfarandi listi er ekki tæmandi og ýmis önnur þjónusta stendur einstaklingum og fjölskyldum til boða. Hafa ber í huga að stundum hentar meðferðaraðili eða meðferðarúrræði einstaklingi ekki og þá er mikilvægt að gefast ekki upp heldur leita annað.
Eftirfarandi þjónustu er að finna hjá frjálsum félagasamtökum, á einkastofum og á opinberum stofnunum.
Viðtalsmeðferð s.s. sálfræði- eða fjölskyldumeðferð.
Sjálfsmildi, meðferðar- og ráðgjafastofa á Selfossi
Þjónustan Sjálfsmildi.is er ætluð fjölskyldum, pörum og einstaklingum sem eiga í samskipta- og tengslavanda, eiga í erfiðleikum með uppeldi barna og unglinga, búa við andleg eða líkamleg veikindi. Fyrir þau sem eru að takast á við sorg, hafa lent í áföllum eða búa við breytta fjölskylduhagi. https://www.sjalfsmildi.is/um-okkur
Auðnast klíník býður upp á meðferð og ráðgjöf fyrir einstaklinga, pör og fjölskyldur. Í útibúi Auðnast á Selfossi starfa fjölskyldufræðingarnir Gunnar Þór Gunnarsson og Katrín Þrastardóttir en þau taka á móti fjölskyldum, pörum og einstaklingum sem eiga í samskipta- og tengslavanda, búa við andleg eða líkamleg veikindi, eru að takast á við sorg eða búa við breytta fjölskylduhagi svo eitthvað sé nefnt. Auðnast er með höfuðstöðvar sínar á Grensásvegi 50 í Reykjavík en eru einnig með stofu á Selfossi í Fjölheimum, Tryggvagötu 13. https://www.audnast.is/
Silja Runólfsdóttir sinnir sálfræðimeðferðum í gegnum Domus Mentis Geðheilsustöð, en starfstöð Silju er í Fjölheimum á Selfossi. Hún býður einnig upp á fjarviðtöl. Silja sinnir greiningu og meðferð á ungmennum og fullorðnum, meðal annars meðferð við kvíða, þunglyndi og lágu sjálfsmati. Tímabókanir fara fram í gegnum Domus Mentis.
Mind er sálfræðiþjónusta sem sinnir viðtölum, greiningum og ráðgjöf fyrir börn, unglinga og fullorðna. Lára Ólafsdóttir er sálfræðingur á Mind. Mind sálfræðistofa er staðsett að Suðurlandsvegi 1-2 Hellu.
Tían býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir börn, ungmenni, fullorðna og pör. Meðferðarnálgun: Hugræn atferlismeðferð HAM, hugræn úrvinnslumeðferð og núvitund. Sigrún Elísabeth er sálfræðingur á Tíunni. Tían er staðsett að Austurvegi 6 Selfossi.
Sálarlíf er sálfræðiþjónusta fyrir börn, unglinga og fullorðna. Sálfræðingar Sálarlífs sinna meðferð og greiningu vegna tilfinningavanda, hegðunarvanda, taugaþroskarskana og sértæks vanda tengdum aðstæðum og daglegu lífi hjá börnum, unglingum og fullorðnum. Tinna Rut Traustadóttir er sálfræðingur á Sálarlíf. Sálarlíf er staðsett að Austurvegi 42 Selfossi.
Á Zen sálfræðistofu er unnið með börnum, ungmennum, fjölskyldum, íþróttafólki, fólki af öllum kynjum, svo fátt eitt sé nefnt. Þar fer fram ráðgjöf, meðferð og greining vegna hegðunarvanda, tilfinningavanda, taugaþroskaraskana og annars vanda tengdum erfiðleikum í daglegu lífi eða sértækum aðstæðum. Má þar nefna sem dæmi kvíða, depurð, reiði, svefnvanda, ADHD, einhverfu, sjálfskaða, sértæka fælni og skólaforðum. Hugrún Vignisdóttir er sálfræðingur á Zen sálfræðistofu. Zen sálfræðistofa er staðsett í Fjölheimum, Selfossi.
Hjá Sálfræðingum Suðurlands er unnið með börnum, unglingum og fullorðnum. Notast er við gagnreyndar aðferðir eftir klínúskum leiðbeiningum. Boðið er upp á meðferðum við t.d. áfallastreituröskun, kvíða, þunglyndi, tilfinningavanda, hegðunarvanda og taugaþroskaraskana. ADHD greiningar fullorðinna. Hrafnhildur Lilja Harðardóttir er sálfræðingur hjá Sálfræðingum Suðurlands. Sálfræðingar Suðurlands er staðsett að Selvogsbraut 24 Þorlákshöfn.
Önnur sérhæfð þjónusta á Suðurlandi sem býður upp á ráðgjöf / viðtöl / þjónustu
Þjónusta við þolendur kynbundis ofbeldis á Suðurlandi. Sigurhæðir bjóða konum 18 ára og eldri samhæfða ráðgjöf, stuðning og meðferð á þeirra forsendum. Í boði er einstaklings- og hópmeðferð ásamt sérhæfðri áfallameðferð. Þá er lögregla til staðar innan Sigurhæða til að veita ráðgjöf og upplýsingar og sömuleiðis er lögfræðileg ráðgjöf í boði. Sérstök fræðsla um réttindi innflytjendakvenna er einnig fáanleg, einnig með túlkaþjónustu.
Krabbameinsfélag Árnessýslu býður félagsmönnum sínum uppá viðtöl m.a. hjá sálfræðingi, félagsráðgjafa og fjölskyldufræðingi. – Félagið greiðir 5 viðtöl. Þá er félagið og í samstarfi við KÍ og HSU þar sem Ráðgjafaþjónusta Krabbameinsfélagsins býður uppá ráðgjafa-og stuðningsviðtöl á HSU fólki að kostnaðarlausu. Athugið að börn félagsmanna geta átt rétt á viðtölum.
Hjá talþjálfun Suðurlands starfa talmeinafræðingar sem bjóða upp á þjálfun og meðferð við ýmsum tal- mál- og raddmeinum.
Unglinga- og ungmennaráðgjafi Árborgar
Markmið ráðgjafarinnar er að grípa börn og ungmenni og veita þeim aðstoð og stuðning. Markmiðið er að mæta vandanum á fyrri stigum til að sporna gegn því að þau þurfi frekari þjónustu síðar meir.
Hægt er að bóka einn af opnu viðtalstímunum hjá unglinga- og ungmennaráðgjafa, sem eru í Zelsíuz á miðvikudögum frá kl. 13:00-17:00, í gegnum eftirfarandi tengil: http://tinyurl.com/Unglingaradgjof . Ef opnu viðtalstímarnir henta ekki, þá er einnig hægt að senda skilaboð í 847-6387 eða tölvupóst á netfangið theodoraat@arborg.is til að finna betri stað og stund til að spjalla. Samtölin eru trúnaðarsamtöl og er ráðgjöfin frí og í boði fyrir alla sem eru 12-20 ára í Árborg. Foreldrar geta einnig fengið ráðgjöf.
Félagsþjónusta sveitarfélaga
Félagsþjónusta sveitarfélaga getur veitt börnum og fjölskyldum þeirra félagslega aðstoð. Með félagsþjónustu sveitarfélaga er átt við fjölbreytta þjónustu við einstaklinga og fjölskyldur þar sem m.a. er lögð áhersla á málefni barna, ungmenna og fatlaðs fólks. Sveitarfélagi ber meðal annars að veita félagslega ráðgjöf, félagslega heimaþjónustu og stuðning vegna húsnæðis-, vímuefna- og fjáhagsvanda. Félagsleg ráðgjöf felur í sér að veita upplýsingar og leiðbeiningar um félagsleg réttindamál annars vegar og stuðning vegna félagslegs og persónulegs vanda hins vegar. Ráðgjöfin tekur meðal annars til fjármála, húsnæðismála og uppeldismála og skal veitt í samvinnu við aðra sem bjóða upp á velferðarþjónustu, svo sem skóla og heilsugæslustöðvar. Einstaklingar leita til félagsþjónustu þess sveitarfélags sem þeir eiga lögheimili í.
Sérhæfð þjónusta á höfuðborgarsvæðinu
Krossgatan sálfræðiráðgjöf fyrir fólk á einhverfurófi og foreldra barna á einhverfurófi
Krossgatan er sálfræðiráðgjöf fyrir fólk á einhverfurófi og foreldra barna á einhverfurófi. Ásdís Bergþórsdóttir er sálfræðingur á Krossgötunni. Krossgatan er staðsett að Háaleitisbraut 13, Reykjavík.
Kvíðameðferðarstöðin er sálfræðistofa sem sérhæfir sig í meðferð við kvíða fyrir fullorðna. Kvíðameðferðarstöðin býður upp á einstaklingsviðtöl, hópmeðferð og fræðsluerindi. Kvíðameðferðarstöðin er staðsett að Suðurlandsbraut 4 Reykjavík.
Litla Kvíðameðferðarstöðin (Litla KMS) er sálfræði- og ráðgjafaþjónusta fyrir börn, unglinga og ungmenni. Hægt er að panta fjarviðtöl komist skjólstæðingar ekki á staðinn. Litla KMS sinnir einnig aðstandendum og handleiða fagaðila. Litla kvíðameðferðarstofan er staðsett í Síðumúla 13, Reykjavík.
Heilaheilsa leggur áherslu á að efla heilaheilsu og bæta líðan. Boðið er upp á sérhæfða þjónustu við einkennum heilahristings, sálfræðimeðferð, líkamsþjálfun, námskeið og þjónustu við fyrirtæki, fagaðila og stofnanir.
Mín líðan- sálfræðiþjónustu á netinu
Mín líðan er sálfræðiþjónusta á netinu: 10 tíma staðlaðar sálfræðimeðferðir með skriflegum samskiptum, fjarviðtöl sem eru hefðbundin sálfræðiviðtöl í gegnum netið og 5 tíma netnámskið við streitu. Mín líðan býður upp á meðferðarleiðir við þunglyndi, kvíða, lágu sjálfsmati og félagskvíða.
Begri svefn: Meðferð við svefnvanda og svefnleysi
Betri svefn býður upp á hóp- einstaklings- og vefmeðferðir við svefnleysi og öðrum svefnvandamálum.
Vímulaus æska (VÆ) stofnaði Foreldrahús árið 1999 en kjarnastarfsemi þess er ráðgjöf, meðferð og fræðsla. Hjá foreldrahúsi starfa vímuefna og fjölskyldufræðingar, listmeðferðarfræðingur og uppeldis og sálfræðiráðgjafi.
Þar er starfrækt fjölskylduráðgjöf, foreldrahópar og foreldranámskið, sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga og stuðningsmeðferð fyrir ungmenni í vímuefnavanda.
Utan opnunartíma tekur foreldrasíminn 581-1799 við þar sem fagaðili veitir foreldrum ráðgjöf og stuðning.
Skrifstofan er opin frá kl 9-16 alla virka daga og er hægt að panta viðtal hjá ráðgjafa Foreldrahúss í síma 511 -6160 eða senda fyrirspurn á netfangið radgjof@foreldrahus.is
Heilbrigðisþjónusta
BUGL veitir börnum og unglingum með geð- og þroskaraskanir margvíslega þjónustu. Þegar grunur vaknar um geðrænan vanda hjá barni / unglingi getur farið af stað ferli sem leiðir til tilvísunar á BUGL. Forráðamenn leita fyrst eftir þjónustu innan síns sveitarfélags s.s. hjá heilsugæslu, félagsþjónustu/þjónustumiðstöðvum eða sálfræðiþjónustu skóla. BUGL gerir kröfu um að nýjum tilvísunum á göngudeild BUGL fylgi undirskrift læknis í heimabyggð. Ekki er tekið á móti tilvísunum nema haft sé samráð við lækni í heilsugæslu eða annan lækni sem sinnt hefur barninu. Markmiðið með því er að auka samfellu í meðferð barnsins og tryggja markvissa eftirfylgd.
Hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands starfar geðheilsuteymi. Teymið er fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem eru með greindan geðsjúkdóm og þurfa á sérhæfðri og þverfaglegri þjónustu að halda. Viðtöl og vitjanir eru alla virka daga frá kl. 8:00-16:00. Sími: 432 2000. Netfang: gedheilsuteymi@hsu.is
Átröskunarteymið er sérhæft teymi göngudeildar sem hefur fyrstu aðkomu að málum þar sem líklegt er að um átröskun sé að ræða hjá barni eða unglingi. Sími: 543 4600. Netfang: atroskun@landspitali.is
Geðsvið veitir almenna og sérhæfða geðheilbrigðisþjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Margar ólíkar deildir eru á geðsviðinu svo sem bráðaþjónusta, endurhæfingargeðdeildir, göngu- og dagdeildir, samfélagsgeðteymi og meðferðardeild vímuefna. Sími: 543 4643.
Til bráðamóttöku getur fólk leitað með áríðandi mál af geðrænum toga án þess að eiga pantaðan tíma. Bráðamóttaka geðdeildar er staðsett á fyrstu hæð í geðdeildarbyggingunni við Hringbraut. Bráðamóttakan er opin kl 12:00-19:00 virka daga og kl. 13:00-17:00 um helgar og alla helgidaga. Sími: 543 4050
Þjónusta í gegnum netið
Hjálparsími Rauðakrossins 1717 og netspjall 1717.is
Hjálparsíminn er alltaf opinn, trúnaði og nafnleynd er heitið og hann er ókeypis.
Ekkert vandamál er of lítið eða stórt fyrir Hjálparsímann 1717 og netspjall Rauða krossins en árlega berast um 15 þúsund erindi til 1717 sem eru jafn ólík og þau eru mörg. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri sjá um að svara þeim samtölum sem 1717 berast. Hægt er að hafa samband vegna alls þess sem þér liggur á hjarta og fá sálfélagslegan stuðning, ráðgjöf, hlustun og upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru í íslensku samfélagi. Mikilvægt er að hafa í huga að ráðgjöf og þjónusta 1717 er ekki ætlað að koma í stað meðferðar hjá fagaðila.
Sjúktspjall er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni til að ræða áhyggjur af samböndunum sínum, samskiptum eða ofbeldi. Spjallið er fyrir ungmenni yngri en 20 ára af öllum kynjum. Spjallið er opið mánudaga kl. 20:00 – 22:00, þriðjudaga kl. 20:00 – 22:00, miðvikudaga kl. 20:00 – 22:00
Mín líðan - sálfræðiþjónusta á netinu
Mín líðan býður upp á alhliða sálfræðiþjónustu á netinu. Boðið er upp á 10 tíma staðlaða sálfræðimeðferð á netinu þar sem öll samskipti fara fram með skrifuðum texta. Hægt er að prófa frían kynningartíma. Einnig er boðið upp á fjarviðtöl við sálfræðinga, sem eru myndfundir þar sem skjólstæðingur og sálfræðingur eiga samskipti augliti til auglitis í gegnum netið. Í fjarviðtölum er hægt að fá aðstoð við hvers konar sálrænum vanda. Meðferðarleiðir eru þunglyndi, kvíði, lágt sjálfsmat og félagskvíði.
Værð sálfræðiþjónusta býður upp á sálfræðiviðtöl í gegnum netið. Hjá Værð starfa löggildir sálfræðingar sem sinna greiningu, meðferð og ráðgjöf fyrir börn, ungmenni og fullorðna. Tilgangur fjarþjónustunnar er að bjóða upp á aukið aðgengi almennings að sálfræðimeðferð og ráðgjöf. Værð sálfræðiþjónusta er rekin með leyfi frá Landlækni.
Áttavitinn
Áttavitinn er upplýsingagátt miðuð að ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Á síðunni má finna hagnýtan fróðleik sem viðkemur hinum ýmsu sviðum lífsins. Þar er hægt að senda nafnlausar spurningar sem svarað verður af fagaðilum, ráðgjafarteymi og stofnunum. Netfang: attavitinn@attavitinn.is Vefsíða: https://attavitinn.is/
Réttindi og styrkir
Jöfnunarstyrkur er námsstyrkur fyrir nemendur sem búa og stunda nám fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni. Jöfnunarstyrkur skiptist í dvalarstyrk og akstursstyrk. Nemendur á framhaldsskólastigi sem stunda nám fjarri lögheimili (fyrir utan póstnúmer 800) og fjölskyldu sinni geta átt rétt á jöfnunarstyrk stundi þeir reglubundið nám og sé skráður í og hafi gengið til prófs í amk 20 FEIN einingum á önn.
Tryggingastofnun - barnalífeyrir vegna náms
Barnalífeyrir vegna náms eða starfsþjálfunar greiðist til ungmennis á aldrinum 18-20 ára. Skilyrði fyrir greiðslu barnalífeyris er ef annað foreldri eða báðir eru látnir eða eru lífeyrisþegar (örorku-, elli eða endurhæfingar). Einnig er heimilt að greiða barnalífeyri ef meðlagsskylt foreldri fær úrskurð sýslumanns um að það þurfi ekki að borga meðlag vegna efnaleysis.
Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára barna
Veita skal sérstakan húsnæðisstuðning til foreldra eða forsjáraðila 15–17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum hér á landi vegna náms fjarri lögheimili. Sérstakur húsnæðisstuðningur skal vera óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjáraðila og nemur ekki yfir 75% af leigufjárhæð. Með umsókn um slíkan stuðning skal leggja fram húsaleigusamning og staðfestingu á námi barns. Einstaklingar sækja um sérstakan húsnæðisstuðning í sínu lögheimilissveitarfélagi.
Sérstakur húsnæðisstuðningur 18 ára og eldri
Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárstuðningur til greiðslu á húsaleigu umfram húsnæðisbætur sem veittar eru á grundvelli laga um húsnæðisbætur nr. 75/2016. Sérstakur húsnæðisstuðningur er ætlaður þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar og félagslegra aðstæðna. Umsækjandi þarf að uppfylla ákveðin skilyrði til að umsókn verði samþykkt en frekari upplýsingar varðandi umsókn og skilyrði nálgast viðkomandi í sínu lögheimilissveitarfélagi.
Húsnæðisbætur 18 ára og eldri
Húsnæðisbætur eru mánaðarlegar greiðslur sem eru ætlaðar til að aðstoða þá sem leigja íbúðarhúsnæði, hvort sem er í félagslega kerfinu, námsgörðum eða á hinum almenna leigumarkaði. Hægt er að kanna rétt til og/eða sækja um húsnæðisbætur hér https://island.is/umsokn-um-husnaedisbaetur-1 Umsækjandi þarf að vera orðinn 18 ára, búsettur í íbúðarhúsnæðinu og eiga þar lögheimili. Leigusamningur umsækjanda þarf að vera að minnsta kosti til þriggja mánaða og vera skráður í leiguskrá HMS.
Samtök sem bjóða upp á viðtöl eða stuðningshópa
Bergið hedspace er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Þjónustan kostar ekkert. Í Berginu er hægt að fá viðtal við fagaðila sem kortleggur vanda, veitir stuðning, fræðslu og ráðgjöf um þjónustu í samfélaginu.
Hjá Geðhjálp eru starfandi fagmenntaðir ráðgjafar sem ætlað er að veita eftirfarandi þjónustu við fólk með geðraskanir og aðstandendur þeirra án endurgjalds.
- Stuðnings- og matsviðtöl, sem miða að því að skilgreina vanda, veita upplýsingar og leiðbeiningar um viðeigandi úrræði eða meðferð
- Eftirfylgni bæði í formi símtala, viðtala sem og tölvupósts
- Móttaka kvartana vegna þjónustu
Ráðgjöfin getur farið fram með viðtali, símtali eða tölvupósti. Henni er ætlað að vera leiðbeinandi en er ekki hugsuð sem meðferð eða vera meðferðarígildi.
Viðtöl eru veitt virka daga og þarf að panta tíma fyrirfram. Ef þú vilt panta tíma hjá ráðgjöfum Geðhjálpar eða óska eftir símaráðgjöf hafðu samband með því að hringja í síma 5701700 frá 09:00 til 15:00 á virkum dögum eða notið formið hér að neðan.
Sorgarmiðstöð styður fjölda fólks árlega með því að bjóða upp á margskonar þjónustu. Í Sorgarmiðstöð er hægt að sækja mismunandi fræðsluerindi, koma í stuðningshóp, djúpslökun, opið hús, taka þátt í göngum, fá jafningjastuðning eða mæta á námskeið.
Einnig veitir Sorgarmiðstöð einstaklings ráðgjöf í síma eða á staðnum. Sorgarmiðstöð býður líka upp á fræðslu, ráðgjöf o.fl. í skólasamfélagið, fyrirtæki eða stofnanir við andlát starfsmanns, nemanda eða annara.
Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Boðið er upp á viðtöl og stuðningshópa fyrir 18 ára og eldri. Píeta síminn 552-2218 er opinn allan sólarhringinn. Ath í neyðartilfellum skal ávallt hringja í 112.
Sálfræðiþjónusta barna er fyrir börn á aldrinum 8-18 ára sem eiga foreldra eða aðra nána aðstandendur með fíknivanda.
Hvert barn fær vikuleg einstaklingsviðtöl en fjöldi viðtala er metinn út frá hverju máli fyrir sig. Foreldri eða annar aðstandandi kemur með barni í fyrsta viðtal.
Fjarþjónusta
Boðið er upp á fjarviðtöl fyrir þau börn sem búa utan Höfuðborgarsvæðisins. Í fyrsta viðtali hittir barn sálfræðing á staðnum (Göngudeild SÁÁ í Reykjavík eða á Akureyri) og í kjölfarið fara viðtölin fram í gegnum fjarfundarbúnað.
Foreldraviðtal
Foreldrar geta fengið ráðgjöf í viðtali ef barn hefur ekki möguleika á að sækja viðtöl sjálft eða er ekki tilbúið til þess. Einnig geta foreldrar óskað eftir viðtali á meðan barn er í þjónustu. https://saa.is/heilbrigdisthjonusta/medferd/salfraedithjonusta/
Foreldrasími heimilis og skóla: 516-0100
Foreldrasíminn er hugsaður fyrir foreldra og fagfólk til að fá ráðgjöf og stuðning. Í foreldrasímanum eru veittar upplýsingar um hvert skal leita með mál og ráðgjöf veitt eftir atvikum til að styðja við og efla foreldrasamstarf og jákvæð samskipti foreldra og skóla. Foreldrasími heimilis og skóla er 516-010 og er opinn frá kl 9-12 og 13-21 á virkum dögum og 10-14 um helgar.
Frjáls félagsasamtök sem vinna í þágu barna og ungmenna
Markmið ADHD samtakanna er að börn og fullorðnir með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir mæti skilningi alls staðar í samfélaginu og fái þjónustu sem stuðlar að félagslegri aðlögun þeirra, möguleikum í námi og starfi og almennt bættum lífsgæðum. Sími: 581 1110. Netfang: adhd@adhd.is
Starfsemi samtakanna beinist meðal annars að því að bæta þjónustu við einhverfa, standa vörð um lögbundin réttindi þeirra og stuðla að fræðslu um málefni fólks á einhverfurófi. Samtökin leggja áherslu á sýnileika með það að markmiði að geta orðið að liði þar sem þörfin á stuðningi og aðstoð er fyrir hendi. Aðsetur: Háaleitisbraut 13, 2. hæð, 108 Reykjavík. Sími: 562 1590. Netfang: einhverfa@einhverfa.is
Sjónarhóll er ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir á Íslandi. Engar tilvísanir, ekkert gjald, allir velkomnir.
Alateen og Al-Anon – Aðstandendur áfengis- og vímuefnasjúkra
Tilgangur Al-Anon samtakana er að hjálpa fjölskyldum og vinum alkóhólista. Samtökin vinna eftir 12-spora kerfi líkt og AA-samtökin. Alateen er fyrir unglinga sem hafa orðið fyrir áhrifum af drykkju annarra. Allir unglingar á aldrinum 13-18 ára sem eru aðstandendur alkóhólista eru velkomnir á Alateen fundi! Vefsíða: https://al-anon.is/alateen/ Sími: 551 9282
Okkar heimur er stuðningsúrræði fyrir börn sem eiga foreldra með geðrænan vanda og var sett á laggirnar vegna skorts á stuðningi og fræðslu fyrir börn í þessari stöðu hér á landi. Sími: 556 6900. Netfang: sigridur@okkarheimur.is
Samtökin ‘78 – félag hinsegin fólks á Íslandi eru hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi. Samtökin eru málsvari hinsegin fólks á Íslandi, veita hinsegin fólki styrkari rödd í samfélagsumræðunni og berjast fyrir lagasetningu sem skilar bættum réttindum hinsegin fólks. Aðsetur: Suðurgata 3, 101 Reykjavík. Sími: 552 7878 Netfang: skrifstofa@samtokin78.is
Félag lesblindra á Íslandi (FLÍ) eru frjáls félagasamtök sem vinna að hagsmunamálum lesblindra með það að markmiði að jafna stöðu þeirra, í leik, starfi og menntun.