Kennarafélag

Kennarafélag Fjölbrautaskóla Suðurlands var stofnað með formlegum hætti þann 22. maí árið 2000. Með sameiningu kennarafélaganna - KÍ og HÍK - fylgdi sú krafa að stofna fagfélög kennara innan hvers framhaldsskóla.

Hlutverk KFSu. er, samkvæmt 2. lagagrein, eftirfarandi:

  • Að vinna að hagsmunum kennara FSu í samtökum kennara og í skólanum sjálfum.
  • Að efla kennarastarfið/skólastarfið með fræðslu og menningarstarfsemi og samskiptum við aðra skóla og kennara.
  • Að kjósa fulltrúa á aðalfundi Félags framhaldsskólakennara og á fulltrúafundi í Félagi framhaldsskólakennara.
  • Félagsgjöld eru engin en bein fjárframlög úr sjóðum KÍ eru nýtt til ýmiskonar starfsemi.

Frá stofnun hefur kennarafélagið staðið fyrir málstofu í kennslufræðum þar sem lögð er áhersla á að kennarar kynni starf sitt, viðfangsefni, kennsluhætti eða starfsemi einstakra deilda í þeim tilgangi að skapa umræður um kennarastarfið og varpa ljósi á hefðir og nýjungar.

Síðast uppfært 04. mars 2014