Nemendur FSu sigruðu keppnina "Ungt umhverfisfréttafólk" sem Landvernd heldur árlega. Sigurvegurunum er í kjölfarið boðið að taka þátt í alþjóðlegu keppninni Young Reporters for the Environment. Af fimm verkefnum sem rötuðu í úrslit átti FSu tvö, ve…
Mikil gróska er myndlistardeild FSu og örsýningar frá nemendum hinna ýmsu áfanga prýða gjarnan ganga skólans þegar líða fer á annirnar. Um þessar mundir hanga uppi verk eftir nemendur á 3. þrepi í myndlist. Áfanginn kallast Mismunandi stílar - tímabilið 1850-1930. Í áfanganum eru nemendur kynntir fyrir þessum upphafsárum nútíma myndlistar og þeim fjölmörgu stílafbrigðum sem spruttu upp á þessu tímabili.
Það var fallegur og bjartur dagur fimmtudaginn 3. apríl þegar nemendur í áfanganum Trjá- og runnaklippingar mættu að Reykjum í verklega æfingu. Allir mættu vígreifir í vinnugallanum, spenntir að takast á við verkefnið. Skipt var upp í 4 hópa sem fóru um og spreyttu sig á fjölbreyttum verkefnum undir stjórn kennara. Þar fékk hver og einn fékk tækifæri til að spreyta sig á að nota alls konar tæki og tól.
Skáldið Dagur Hjartarson (f. 1986) heiðraði nemendur og kennara FSu með nærveru sinni mánudaginn 17. mars síðastliðinn. Var það að frumkvæði íslenskukennara skólans í nútímabókmenntum (ÍSLE3NB05) að fá hann til samræðu í hátíðarsal skólans Gaulverjabæ.