Öryggisnefnd

Öryggisnefnd
Við skólann er starfandi öryggisnefnd en samkvæmt reglum skal slík nefnd vera starfandi þar sem starfsmenn eru yfir 50. Nefndin heldur fundi mánaðarlega á starfstíma skóla. Öryggisnefnd skipa fjórir, tveir öryggisverðir, skipaðir af skólastjórn, og er annar húsvörður skólans, og tveir öryggistrúnaðarmenn, kosnir á kennarafundi.

Öryggisnefnd er skipuð til tveggja ára að hausti við upphaf skóla. Hún ber ábyrgð á öryggismálum stofnunarinnar, að eftirlit með vélum, tækjum og skaðlegum efnum fari fram, að upplýsingar um öryggismál og neyðarútganga séu aðgengilegar í öllum kennslustofum og í miðrými skólans, að halda skyndihjálparnámskeið fyrir starfsfólk og æfingar varðandi viðbrögð við bruna og jarðskjálftum.

Öryggisnefnd ber einnig að fylgjast með að reglugerðir Vinnueftirlits ríkisins og heilbrigðiseftirlits séu í heiðri hafðar og að kalla til skoðunarmenn frá þessum stofnunum þegar ástæða þykir til.

Í öryggisnefnd sitja Karl Ágúst Hoffritz húsvörður, Borgþór Helgason kennari, Óskar Guðbjörn Jónsson kennari og Guðjón Þór Emilsson, umsjónarmaður íþróttahúss.
Óskar Guðbjörn og Borgþór eru öryggistrúnaðarmenn og Karl Ágúst og Guðjón Þór öryggisverðir. Húsvörður er formaður nefndarinnar. 

Síðast uppfært 16. maí 2024