Umhverfisstefna

Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi tekur þátt í verkefnunum Græn skref í ríkisrekstri og er Grænfánaskóli.

Liður til þátttöku og viðurkenningu í þessum verkefnum er að skólinn hafi umhverfisstefnu

Markmið Grænna skrefa ná til allra þátta í starfsemi skólans:

  • auka vellíðan starfsmanna,
  • bæta starfsumhverfið,
  • draga úr rekstrarkostnaði,
  • innleiða áherslur í umhverfismálum og gera skólann umhverfisvænni,
  • gera aðgerðir skólans í umhverfismálum sýnilegar.

Í innleiðingu grænna skrefa í ríkisrekstri er m.a. gerð krafa um eftirfarandi þætti:

  • Innleiða markvissa umhverfisfræðslu bæði meðal nemenda og starfsfólks.
  • Flokka allt rusl og minnka pappírs - og plastnotkun, endurnýta og endurvinna úrgang (Flokkunartafla fyrir brúnu tunnuna er hér og fyrir grænu tunnuna hér.
  • Velja viðurkenndar "umhverfisvænar" vörur eins og kostur er til að ná hámarksnýtingu og draga úr hvers kyns sóun verðmæta.
  • Vera í fararbroddi í umhverfismálum og fylgjast með framförum.
  • Að starfsumhverfi stofnunarinnar sé eins og best verður á kosið.
  • Stuðla að vistvænum samgöngumáta bæði meðal starfsfólks og nemenda.
  • Tryggja að öryggismál séu ætíð eins og best verður á kosið.
  • Að framkvæmdaáætlun sé gerð árlega og sett fram mælanleg markmið á grundvelli Grænna skrefa.
  • Koma upp hagnýtu gagnasafni um umhverfismál.

Græn skref taka á aðgerðum sem snerta; rafmagns og húshitun, flokkun og sóun, viðburði og fundi, samgöngur, innkaup, miðlun og stjórnun. Þegar skólinn hefur uppfyllt lágmarkskröfur gátlista grænna skrefa öðlast hann eitt skref í tilheyrandi viðurkenningarskjali, samtals eru skrefin 5.


FSu hefur tekið þátt í Grænfánaverkefni Landverndar frá árinu 2016.  Það verkefni er í miklu samræmi við Græn skref í ríkisrekstri og styðja þessi verkefni vel við hvort annað.  Grænfánaverkefninu er skipt niður í tveggja ára tímabil og er unnið að ákveðnum þemum Grænfánans á þessum tímabilum,  https://landvernd.is/graenfaninn/themu/ 

Þemun eru alls 10 og á núverandi tímabili eru Grænfánaþemu skólans loftslagsbreytingar/samgöngur ásamt vistheimt.  Vistheimtarsvæði skólans er í Merkurhrauni sunnan við Búrfell, skammt frá Þjófafossi í Þjórsá.   

Tengiliður Grænna skrefa í ríkisrekstri er húsvörður skólans.

Síðast uppfært 02. desember 2020