Verkaskipting

Skólameistari
Skólameistari er Soffía Sveinsdóttir. Skólameistari hefur yfirumsjón með starfsemi skólans, húsum hans og rekstri öllum. Hann ber ábyrgð á að öll starfsemi hans sé í samræmi við lög, reglugerðir og aðalnámskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma. Hann ber ábyrgð á að fylgt sé fjárhagsáætlun skólans og hefur frumkvæði að viðhaldi  skólanámskrár og umbótastarfi innan skólans.
Skólameistari er ráðinn til 5 ára og ber ábyrgð á starfsemi skólans, innritun nemenda, menntunar- og uppeldishlutverki skólans, þróunarstarfi innan hans, eigum, fjárreiðum og öllum rekstri.  Hann hefur yfirumsjón með allri áætlanagerð og sér um að lögum, reglugerðum og námskrá sé framfylgt.  Skólameistari sér um tengsl skólans við aðstandendur nemenda, yfirvöld og aðila í atvinnulífi.

Aðstoðarskólameistari
Aðstoðarskólameistari er Sigursveinn Sigurðsson. Aðstoðarskólameistari er ráðinn til fimm ára í senn og er staðgengill skólameistara og vinnur með honum við daglega stjórn skólans og rekstur. Meðal sérverkefna má nefna almennt starfsmannahald, launamál, faglega aðstoð við sviðsstjóra svo sem eftirlit með gerð og framkvæmd kennsluáætlana. Einnig hefur hann umsjón með gerð kennsluskiptingar og brautskráningu nemenda. Aðstoðarskólameistari er umsjónarmaður kvöldskóla.

Áfangastjóri
Áfangastjóri er Björgvin E. Björgvinsson. Áfangastjóri hefur umsjón með rekstri áfangakerfis skólans. Hann sér um námsferilsskráningu, fjarvistarskráningu og stundatöflugerð og hefur yfirumsjón með námsvali nemenda í samráði við náms-og starfsráðgjafa og umsjónarkennara.

Kennslustjóri á Litla Hrauni
Kennslustjóri hefur umsjón með skipulagningu og kennslu á ákveðnum starfsviðum skólans. Við Fjölbrautaskóla Suðurlands er starfandi kennslustjóri á Litla-Hrauni og er það Gylfi Þorkelsson.

Sviðsstjórar
Guðfinna Gunnarsdóttir, tungumál, samfélagsgreinar og Ergó. 

Pelle Damby Carøe, stærðfræði, raungreinar, starfsmenntir, listir og íþróttir.

Sviðsstjórar vinna í nánu samstarfi við yfirstjórn annars vegar og kennslustjóra og fagstjóra hins vegar.
Þeir:
- Vinna saman að úrlausn verkefna.
- Sitja vikulega fundi með yfirstjórn skólans. 
- Sjá um ritun fundargerðar og vistun í GoPro skjalakerfi.
- Skipuleggja í mesta lagi þrjá fundi á önn með fagstjórum þar sem farið er yfir ýmis mál sem eru í gangi. 
- Aðstoða kennara með kennsluumhverfi Innu. 
- Skipuleggja fagfundi í samstarfi við fagstjóra. 
- Aðstoða fagstjóra varðandi málefni deilda eftir þörfum. 
- Taka við fundargerðum deilda og vista í GoPro. 
- Aðstoða fagstjóra (einkum stærri deilda) við að halda utan um verkefni á prófatíma. 
- Aðstoða fagstjóra við keppni í viðkomandi greinum (t.d. stærðfræðikeppnin). 
- Vinna að yfirlestri og uppfærslu heimasíðu skólans, og vinna að úrbótum í samvinnu við vefstjóra. 
- Vinna að endurskoðun og viðhaldi skólanámskrár, í samvinnu við yfirstjórn og kennara. 
- Vinna í samráði við námsráðgjafa og fagstjóra að úrræðum fyrir "spólara" í kerfinu. 
- Hafa umsjón með innheimtu námsáætlana og koma þeim út á vef skólans. 
- Hafa umsjón með innheimtu lokaprófa og að kennarar visti lokapróf sinna áfanga á H-drif/Innu að loknu námsmati. 
- Hafa umsjón með gerð ársskýrslu skólans í lok skólaárs. 
- Safna saman og greina tölulegar upplýsingar um skólastarfið frá ári til árs, vinna að úrbótaferli og viðhaldi þess í samvinnu við stjórnendur. 
- Sitja í sjálfsmatsteymi skólans ásamt aðstoðarskólameistara. Sjá um ritun fundargerða og vistun í GoPro skjalakerfi. 
- Annast leiðréttingar á vali nemenda ásamt áfangastjóra. 
- Veita nemendum verðlaun/viðurkenningu við brautskráningu.
- Bera ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd lokaprófa/prófstjórn. 
- Tengiliðir við Advania vegna Innu, milliganga um ýmis mál vegna fyrirspurna kennara. 
- Uppfæra námsgagnalista hverrar annar í Innu og koma þeim til bókaverslana á svæðinu.
- Utanumhald nýnemadags í upphafi haustannar í samvinnu við fagstjóra í Braga.  
- Tengja saman eldri nemendur og umsjónarkennara með tilliti til stundartöflu og brautar nemandans. 
- Áfangamessa, skipulag og utanumhald hvort sem er á rafrænu eða hefðbundnu formi. 
- Umsjón með fjarnámi grunnskólanemenda, skráning í Innu og utanumhald. 
- Skipulag og framkvæmd samráðsfunda með grunnskólum svæðisins. 
- Annast umsjón með veffréttum á heimasíðu.
- Bera ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd lokaprófa/prófstjórn.

Sviðsstjóri sérnámsbrautar
Sviðsstjóri sérnámsbrautar er Jónína Ósk Ingólfsdóttir.
Sviðsstjóri sérnámsbrautar er starfandi við skólann. Hann gerir áætlanir um sérkennslu og framkvæmd hennar, annast sérkennslu þeirra nemenda sem á henni þurfa að halda og hefur umsjón með sérhæfðri námsbraut (Sérnámsbraut) fyrir seinfæra og fatlaða nemendur. 
Stuðningsfulltrúar eru til aðstoðar á sérnámsbraut. 

Fagstjórar:
-Vinnur í nánu samstarfi við sviðsstjóra, kennara og yfirstjórn. 
- Vinnur með kennurum að gerð námsáætlana í kennslugreinum og sér til þess að í upphafi annar séu þær til staðar í möppu á innra neti skólans. 
- Hefur yfirsýn yfir kennslu í námsgreinunum viðkomandi deildar. 
- Vinnur að hagsmuna- og framfaramálum námsgreinanna í samráði við kennara deildar. 
- Aðstoðar kennara við framkvæmd lokaprófa í samvinnu við prófstjóra 
- Stuðlar að góðu verklagi og aðstoðar kennara við samræmingu námsmats í sömu áföngum. 
- Er aðstoðarskólameistara og sviðsstjórum til ráðgjafar varðandi kvartanir nemenda um námsmat. 
- Er stjórnendum til samráðs um áherslur í skólastarfinu á hverjum tíma varðandi kennsluaðferðir, kennsluskiptingu, áfanga í boði, nýtt námsefni, kennslubúnað og annað sambærilegt.  
- Hefur umsjón með handleiðslu nýrra kennara í viðkomandi kennslugreinum ásamt samkennurum. 
-  Hefur umsjón með því að val á námsefni liggi fyrir og upplýsingar berist sviðsstjórum á tilsettum tíma 
- Veitir stjórnendum upplýsingar um nám og kennslu í viðkomandi kennslugreinum og aðstoðar við keppni í viðkomandi námsgreinum í samvinnu við sviðsstjóra. 
- Mætir á boðaða fagstjórafundi með sviðstjórum allt að 3x á önn.  
- Skipuleggur fagfundi í samvinnu við sviðsstjóra, stjórnendur. 
- Skrifar skýrslu í lok skólaárs í samvinnu við kennara.  

Kennarar
Kennarar kenna og meta nám í kennslugrein sinni, þeir  fylgjast með í greininni, stuðla að þróun hennar og huga að tengslum við aðrar greinar, taka þátt í samstarfi um starf og stefnu skólans og starfa með öðrum kennurum skólans að sameiginlegum viðfangsefnum.  Allir fastir kennarar hafa viðtalstíma fyrir nemendur og eru þeir auglýstir sérstaklega.
Sjá viðtalstíma kennara

Náms- og starfsráðgjafar
Við skólann starfa náms- og starfsráðgjafar sem eru nemendum og aðstandendum þeirra til ráðgjafar og stuðnings um allt það er að námi og skólagöngu lýtur, en auk þess geta nemendur leitað til þeirra með önnur persónuleg mál, einkum þau sem hafa áhrif á skólasókn og námsferil.  Náms-og starfsráðgjafar meta hvort unnt sé að leysa úr málum innan skólans eða hvort leita þurfi eftir sérhæfðari meðferð til viðeigandi sérfræðinga eða stofnana.
Náms- og starfsráðgjafar eru bundnir þagnarskyldu og því trúnaðarmenn nemenda.
Skólameistari ræður náms-og starfsráðgjafa í samráði við skólanefnd. Náms-og starfsráðgjafi skal hafa lokið námi í náms- og starfsráðgjöf frá háskóla. 
Náms-og starfsráðgjafar eru: Agnes Ósk Snorradóttir, Anna Fríða Bjarnadóttir og Bjarney Sif Ægisdóttir.  Auk þess er Klara Guðbrandsdóttir náms- og starfsráðgjafi í fangelsum á Íslandi.

Umsjónarkennarar
Umsjónarkennarar eru tengiliðir nemenda við kennara og stjórnendur skólans.  Þeir fylgjast með námi og ástundun umsjónarnemenda sinna og  liðsinna þeim í námsvali og við gerð námsáætlana.  
Sjá viðtalstíma kennara

Félagslífs- og forvarnarfulltrúar
Félagslífs- og forvarnarfulltrúar eru Ingunn Helgadóttir og Tómas I. D. Tómasson.
Hlutverk félagslífsfulltrúa Fjölbrautaskóla Suðurlands er að vera tengiliður milli kennara og nemenda og styðja við heilbrigt og skapandi félagslíf nemenda í skólanum.
Félagslífsfulltrúi:
•    sækir vikulega fundi nemendaráðs.
•    situr fundi skólaráðs.
•    miðlar upplýsingum milli ráðsins og stjórnenda skólans.
•    hefur umsjón með ballvöktum kennara.
•    er nemendaráði og skemmtinefnd til aðstoðar á kvöldvökum.
•    vinnur í forvarnarteymi ásamt forvarnarfulltrúa og námsráðgjafa að  mótun og framkvæmd forvarnastefnu.

Markmiðin með starfi félagsmálafulltrúa felast í því að:
•    efla félagsþroska og félagslíf nemenda.
•    stuðla að heilbrigðum lífsháttum nemenda.
•    koma með hugmyndir að skapandi félagsstarfi.
•    ýta undir þátttöku sem flestra nemenda í félagslífi.

Forstöðumaður bókasafns
Elín Kristbjörg Guðbrandsdóttir  gegnir starfi forstöðumanns bókasafns.
Hann hefur umsjón með daglegum rekstri bókasafns skólans, bókakosti, geisladiskum, myndböndum og öðrum safnkosti og lestrarsölum.  Hann kennir nemendum og kennurum safnnotkun og starfar með þeim að verkefnum sem krefjast sérstakrar þjónustu bókasafnsins.  Með bókasafnsfræðingi starfar Ingveldur Jónsdóttir bókavörður.


Kerfisstjórar
Aðstoðarkerfisstjóri er Magnús Stephensen Magnússon. Kerfisstjóri sér um tölvunet og tölvur skólans.  Hann leiðbeinir kennurum og öðru starfsfólki eftir því sem tími vinnst til.  Hann er ráðgjafi skólameistara við kaup á  tölvum og þróun á tölvukosti skólans.

Fjármálastjóri
Fjármálastjóri er Haraldur Eiríksson.
Fjármálastjóri annast fjárreiður skólans, bókhald, greiðslu reikninga og innheimtu. 

Skólafulltrúar
Skólafulltrúar eru Helga Dögg Sigurðardóttir og Inga Magnúsdóttir.
Skólafulltrúar starfa á skrifstofu skólans og annast öll dagleg skrifstofustörf, símavörslu, útgáfu vottorða og innheimtu gjalda. Skrifstofan er opin á skólatíma dagskóla.

Húsverðir
Yfirhúsvörður er Karl Ágúst Hoffritz.
Húsvörður hefur í umboði skólameistara eftirlit með tækjum, húsnæði og lóð skólans og sér um viðhald  á eigum hans. Til hans skal leita ef tæki bila eða  þegar húsnæðis er þörf til félagsstarfa eða annarra nota.   Aðstoðarhúsvörður er Jóhann Zakarías Karlsson. 
Í Iðu starfa þrír húsverðir og umsjónamenn Iðu,  Guðjón Þór Emilsson, Hrönn Baldursdóttir og Kristinn Sigurmundsson.  

Mötuneyti

Elías Hilmarsson er matreiðslumaður og matráðar eru Dagný Magnúsdóttir, Sólrún Stefánsdóttir og Hrefna Katrínardóttir

Jóhann Böðvar Sigþórsson vinnur á kaffistofu kennara.

Tækjastjóri
Tækjastjóri hefur umsjón með sjónvörpum, segulbandstækjum, myndbandstækjum, skjávörpum, myndavélum og kvikmyndavélum skólans. Hann sér til þess að þessir hlutir séu í lagi og kemur þeim í viðgerð þegar þurfa þykir. Tækjastjóri er Magnús Stephensen Magnússon.

Tölvuþjónusta
Starfsfólk tölvuþjónustunnar og verksvið þeirra eru í grófum dráttum sem hér segir: Magnús Stephensen Magnússon: aðstoðarkerfisstjóri, fastar útstöðvar og útprentun,  fartölvur og notendaþjónusta. OK sér um  kerfisstjórn, net og netþjóna.

Ræstingastjóri
Andrea Inga Sigurðardóttir er ræstingastjóri skólans.  Auk hennar sinna 16 starfsmenn skólans ræstingastörfum.

Síðast uppfært 24. september 2024