Námstækni - Skipulagseyðublöð

Námstækni og námsvenjur

Nám í framhaldsskóla kallar á góðar námsvenjur. Námstækni eru vinnubrögð sem auðvelda nemendum að tileinka sér nýja færni, þekkingu og hæfni. Góð námstækni eykur líkur á góðum námsárangri og er jafnframt tæki til tímasparnaðar. Það skiptir ekki öllu máli hversu löngum tíma þú verð í námið þitt heldur hvernig þú nýtir tímann.  Góð námstækni og skipulag er líklegt til að veita nemendum aðhald í námi, auka námsárangur og um leið að minnka stress og kvíða sem getur tengst námi.

Gott skipulag, markmiðasetning, jákvætt hugarfar og raunsæi er grunnurinn að góðri námstækni.

Skipulag og tímastjórnun

Við stjórnum ekki tímanum en getum stjórnað því hvernig við notum hann. Tímastjórnun snýst því um sjálfsstjórn og sjálfsaga. Markmiðið með skipulagi á tíma er að fá yfirsýn yfir hvað er framundan, hvað þarf að gera og þannig auka líkur á að ná að sinna skyldum sínum, bæði hvað varðar nám, tómstundir, vinnu og frítíma. Það er mikilvægt að sinna bæði námi og frítíma og hvíld vel því það kemur okkur í koll ef við verjum of miklum tíma í annaðhvort.

Hér fyrir neðan eru eyðublöð sem eru gagnleg við tímaskipulag og útskýring á því hvernig er hægt að nota eyðublöðin. Sumum finnst best að hafa skipulagið á pappírsformi, í dagbók eða á stökum blöðum eins og hér, en einnig eru til ýmis öpp og forrit sem geta aðstoðað þig við að halda utan um þitt skipulag. Finndu út hvað hentar þér best með því að prófa ýmsar aðferðir.

Áfangaáætlun

 

Með áfangaáætlun þá getur þú fengið yfirsýn yfir verkefni og próf í öllum áföngunum þínum. Hver dálkur er hugsaður fyrir einn áfanga. Efst skráir þú áfangaheitin á þeim áföngum sem þú ert í á þessari önn. Því næst skráir þú inn verkefni eða próf fyrir hvern áfanga. Gott er að skrifa dagseningar til þess að fá enn betri yfirsýn yfir verkefnaálag. Þú getur einnig skrifað inn vægi hvers og eins verkefnis/prófs til þess að hafa áætlunina ennþá nákvæmari, en vægið getur aðstoðað þig við að áætla hversu miklum tíma þú verð í hvert og eitt verkefni.

Hér er áfangaáætlun til útprentunar 

Vikuáætlun

 Með vikuáætlun þá getur þú skipulagt nákvæmlega eina viku í einu. Til að byrja með þá skráir þú inn allt sem þú þarft að gera í vikunni, t.d. kennslustundir, æfingar, vinnu og fleira sem þú veist að þú þarft að mæta og sinna. Því næst skráir þú inn annað sem þú vilt og þarft að komast yfir að gera í vikunni. Hvað þarftu að gera og hvað langar þig að gera? Hvaða verkefni eru framundan í náminu og hvað þarftu langan tíma til að vinna þau? Mundu að skipuleggja líka hvíld og frítíma. Það að skipuleggja nákvæmlega vikuna getur gefið þér raunhæfa sín á stöðuna og hvaða tíma þú hefur til að gera allt sem þú þarft að gera.  Það getur verið hvetjandi og líka aukið ró að hafa yfirsýn yfir vikuna. Mundu að allt skipulag þarf að vera sveigjanlegt því óvænt atriði geta komið upp. Það má svo alltaf breyta, bæta og þróa vikuskipulagið. 

Hér er vikuáætlun til útprentunar 

Mánaðarskipulag

 

Með mánaðarskipulagi þá getur þú fengið heildaryfirsýn yfir hvern og einn mánuð. Inn á eyðublaðið skráir þú t.d. próf, verkefna og ritgerðarskil fyrir hvern mánuð. Skráðu endilega einnig annað mikilvægt sem tengist námi, vinnu eða einkalífi. Það að hafa heildaryfirsýn og skipulag getur aðstoðað þig við að stjórna álaginu og einnig við að njóta frítímans betur.

Mánaðarskipulagið getur að sjálfsögðu verið rafrænt og margir nota t.d. calendar í símanum við að halda utan um sitt skipulag.

Hér fyrir neðan eru mánaðarskipulagseyðublöð til útprentunar fyrir haustönnina.

Ágúst 2025

September 2025

Október 2025

Nóvember 2025

Desember 2025

 Námsferiláætlun

 

Excelskjal til að gera námsferiláætlun er hægt að nálgast hjá bragakennurum og námsráðgjöfum. Allir nemendur skólans gera námsferiláætlun í nýnemaáfanganum BRAG. Námsferilsáætlunin aðstoðar nemendur við að skipuleggja námsferilinn sinn. Mikilvægt er að skoða vel leiðbeiningar eins og skylduáfanga brauta, einingafjölda og áætlun um áfangaframboð, því ekki eru allir áfangar í boði á hverri önn. Þessar upplýsingar má finna hér: Val - Leiðbeiningar og gögn

 

 

Síðast uppfært 19. júní 2025