Um skólann

Undir tenglunum hér til hliðar má finna margvíslegar upplýsingar um skólann.
 
Fjölbrautaskóli Suðurlands var stofnaður 1981 og eigendur hans eru ríki og sveitarfélög á Suðurlandi. 

Dimission 30. nóvember 2012Fyrstu árin var skólinn starfræktur í húsnæði víða á Selfossi en 1987 var starfsemin flutt í núverandi húsnæði við Tryggvagötu 25. Frá upphafi hefur starfsemi skólans vaxið og dafnað og nú er kennt í þremur húsum á lóð skólans; auk aðalbyggingarinnar Odda er kennt í verknámshúsinu Hamri og íþróttahúsinu Iðu.

Húsnæði skóla er þó aðeins hismið utan um kjarnann. Skólastarfið er þróttmikið og fjölbreytt. Markmið segja nokkuð til um takmark skólans og stefnur vísa leiðina. Samkvæmt 22. gr. framhaldsskólalaga nr. 92/2008 er framhaldsskólum skylt að gera skólanámskrá  og hafa hana aðgengilega. Hér er hún sett fram á skýran og kjarnyrtan hátt og fjallar um helstu þætti skólastarfs í FSu.

Samkvæmt lögum nr. 46/1980 er starfandi öryggisnefnd við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Hennar þáttur er að gæta þess að umgjörð stofnunar sé öruggt svo skólastarf geti farið fram áhyggjulaust.

Síðast uppfært 25. febrúar 2014