Farsældarþjónusta

Farsældarþjónusta

Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt af Alþingi 22. júní 2021. Í lögunum kemur fram að nemendur undir 18 ára aldri og fjölskyldur þeirra geti óskað eftir stuðningi tengiliðs sem veitir upplýsingar og leiðbeiningar um sérhæfða þjónustu innan og utan skólans. Farsæld ungmennis felur í sér að tryggja aðstæður sem skapa ungmenni skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðilegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar.

Aðstæður

Til að óska eftir þjónustu þurfa forráðamenn að fylla út eyðublað með umsókn sem þarf að berast til tengiliðs innan skólans. Tilgangurinn er að auka samstarf þjónustuaðila í þágu farsældar ungmennis og tryggja að ungmenni og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að þjónustu við hæfi.

Tengiliðir vegna farsældarþjónustu

Tengiliður hefur hagsmuni ungmennis að leiðarljósi í samstarfi og samráði við foreldra og ungmenni.

Hlutverk tengiliðar er að:

  • Veita upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar ungmennis.
  • Aðstoða við að tryggja aðgang að frummati á þörfum ungmennis.
  • Skipuleggja og fylgja eftir samþættingu fyrsta stigs þjónustu í þágu farsældar ungmennis.
  • Koma upplýsingum til sveitarfélags um þörf fyrir tilnefningu málstjóra þjónustu í þágu farsældar ungmennis.
  • Taka þátt í starfi stuðningsteymis eftir því sem við á.

 

                                        Stigskipting farsældar þjónstu

Stigskipting farsældar þjónstu

Á fyrsta stigi er grunnþjónusta sem er aðgengileg öllum börnum og áhersla lögð á snemmtækan stuðning á markvissan hátt.

Á öðru stigi er veittur einstaklingsbundinn og markvissari stuðningur í samræmi við faglegt mat og/eða frumgreiningu á þörfum barns á grundvelli stuðningsáætlunar.

Á þriðja stigi  er veittur einstaklingsbundinn og sérhæfðari stuðningur í samræmi við sérhæft og ítarlegt mat og/eða greiningu á þörfum barns á grundvelli stuðningsáætlunar.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu um farsæld barna. Þar má meðal annars finna stutt myndbönd sem útskýra farsældarlögin. 


Tengiliður og verkefnastjóri farsældar í FSu:

Halla Dröfn Jónsdóttir, félagsráðgjafi - halladrofn@fsu.is

Síðast uppfært 28. nóvember 2024