Lög starfsmannafélags FSu
1. grein
Félagið heitir Starfsmannafélag Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi og hefur aðsetur sitt á Selfossi.
2. grein
Markmið félagsins eru að:
a) vinna að viðgangi Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi,
b) stuðla að öflugu félagslífi félagsmanna innan skólans og utan og góðum starfsanda innan stofnunarinnar.
3. grein
Félagsmenn eru:
a) þeir starfsmenn í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi sem greitt hafa árgjald líðandi starfsár,
b) þeir aðrir sem aðalfundur ákveður.
4. grein
Aðalfund skal halda í lok hvers skólaárs og skal hann boðaður með viku fyrirvara.
Dagskrá aðalfundar skal vera:
a) skýrsla stjórnar um störf félagsins,
b) afgreiðsla endurskoðaðra reikninga,
c) kosning stjórnar, skoðunarmanna reikninga og nefnda,
d) ákvörðun árgjalds,
e) önnur mál.
5. grein
Stjórn félagsins skal kosin til eins árs í senn og skipa hana fjórir félagsmenn og einn varamaður. Allir félagsmenn eru kjörgengir hvort heldur þeir sækja aðalfund eður ei. Formaður skal kosinn sérstaklega. Að öðru leyti skipar stjórnin með sér verkum. Engum er heimil stjórnarseta lengur en eitt ár í senn. Skoðunarmenn reikninga skulu vera tveir.
6. grein
Lögum félagsins er aðeins hægt að breyta á aðalfundi og því aðeins að tveir þriðju hlutar fundarmanna greiði atkvæði með breytingunni. Tillögur að lagabreytingum berist stjórn með minnst fjögurra daga fyrirvara.
Uppfært til samræmis við breytingar samþykktar á framhaldsaðalfundi í maí 2010.
Síðast uppfært 05. október 2016