Aðgangur að INNU og Office 365 í FSu og skólalykilorð

Að sækja eða skipta um lykilorð í Office 365https://lykilord.menntasky.is/
 
Nemandi sem er skráður í INNU getur skráð sig þar inn með rafrænum skilríkjum. Ef þau virka ekki þá þarf að láta athuga þau, t.d. skipta um sim-kort hjá þjónustuaðila, fara svo í bankann, sýna skilríki og láta tengja rafrænu skilríkin við nýja sim-kortið.
 
Annar möguleiki er að nota Íslykil. Möguleikar á að fá hann eru eftirfarandi: 
  • Í heimabanka.
  • Í bréfpósti á lögheimili eins og það er skráð í Þjóðskrá.
  • Í bréfpósti á sendiráð Íslands í útlöndum þar sem bréfið fæst afhent gegn framvísun vegabréfs eða ökuskírteinis.
  • Í afgreiðslu Þjóðskrár Íslands, Borgartúni 21. 
 
Þriðji möguleikinn á að komast í INNU er að smella á Office auðkenningu og nota skólalykilorð. 
 

Skólalykilorð verða nemendur og starfsmenn að sækja sér  (búa til) á slóðinni: https://lykilord.menntasky.is/ Til að geta búið til lykilorð þarf rafræn skilríki.  Lykilorðið þarf að vera  að lágmarki 12 stafir að lengd.  Með skólalykilorði er hægt að tengjast tölvum skólans og komast inn á Office 365 kerfið. Með því að virkja Office 365 innskráningu í Innu (sjá neðar) er síðan hægt að komast hjá því að nota rafræn skilríki eða Íslykil til innskráningar í Innu sem einhverjum gæti þótt þægilegt.  Athugið að notandanafn til auðkenningar inn í Office 365 er nánast undantekningalaust  á forminu nafn.millinafn.kenninafn@fsu.is þannig að Jón Aron Jónuson fær notendanafnið jon.aron.jonuson@fsu.is

Skólalykilorð gildir í eitt ár og þegar það er útrunnið þarf að endurnýja það. Notendur geta endurnýjað skólalykilorð sjálfir með því að skrá sig inn á skólaborðtölvu og smella á Ctrl-Alt+Delete  og velja Breyta lykilorði (Change password). 

Þau sem koma í eigin persónu geta fengið aðstoð við að búa til lykilorð í Odda stofu 306B, á skrifstofu og á bókasafni.

 

Office 365

Allir nemendur skólans hafa aðgang að Office 365 pakkanum (Word, Excel, PowerPoint o.fl.)  á meðan þeir eru skráðir í skólann og geta sett hann upp á 5 tölvum.   Sjá leiðbeiningar hér:   Athugið að notandanafn til auðkenningar inn í Office 365 er almennt á forminu nafn.millinafn.kenninafn@fsu.is. Notandanafnið virkar jafnframt sem tölvupóstfang.  Dæmi: Jón Ævar Jónsson fær þá netfangið:   jon.aevar.jonsson@fsu.is og Þóra Þórsdóttir fær netfangið: thora.thorsdottir@fsu.is. Með Office 365 kemur einnig OneDrive gagnageymslan í skýinu með 1 TB rými. Einnig fylgja með pakkanum aðgangur að forritum á borð við Outlook, PowerApps, Planner, SharePoint, Sway, Teams svo einhver séu nefnd. 

 

Innskráningu í Office 365 þarf að staðfesta með annarri auðkenningu, svokallaðri tveggja þátta auðkenningu (skst. MFA), sjá leiðbeiningar hjá Menntaskýinu: MFA leiðbeiningar - Menntaský (menntasky.is). Mælt er með leið 1 - sms á þessum tengli þar sem smellt er á "Ég vil setja upp aðra aðferð" í neðra horni til vinstri og síðan er valið að senda textaskilaboð í síma.  Á https://lykilord.menntasky.is er einnig hægt að endursetja tveggja þátta auðkenni, t.d. í þeim tilfellum þegar Autenticator appið virkar ekki sem getur gerst ef fólk skiptir um síma. Þá er smellt á neðri hnappinn á eftirfarandi mynd: 

 

Til að opna á Office auðkenningu við Innu þarf að byrja á því að skrá sig í Innu með rafrænum skilríkjum og fara í Stillingar, sjá eftirfarandi mynd: 

 

 

og velja þar: Innskráning með Google og Office 365, smella svo á Opna fyrir aftan Office 365:

 Því næst þarf að slá inn Office 365 notandanafn og skólalykilorð. 

Síðast uppfært 20. nóvember 2023