Nýir sófar komnir í notkun

Skólinn hefur mubblað sig upp og eru 10 nýjir sófar komnir í hús. Þetta eru vandaðir sófar og er vonast til að umgengni við þessar nýju mubblur verði gleðigjafar nemendum til hægðarauka og þæginda við nám og störf. Umgengni hefur verið nokkuð ábótavant við eldri mubblur og er vonast til að umgengni batni til muna við þessa breytingu og að þessari viðleitni til að gera nemendum kleift að láta fara vel um sig verði tekið vel. Ætlast verður til að nýju sófarnir fái að vera kyrrir á "sínum" stöðum. Ef umgengni við sófana verður ekki í lagi þá verða þeir teknir úr umferð.
 
Umgengni er ekki góð almennt og ræstitæknar skólans hafa orð á því oft í viku hvað umgengni hefur hrakað, matarklessur víða og almennt virðingarleysi gagnvart eigum skólans.
 
Það er þekkt að fallegt umhverfi virkar vel á fólk og því biðlum við til nemenda að vanda sig í umgengni við veraldlega hluti sem og hver við annan.