Opinn tími í leiklist
Nemendur í leiklist bjóða alla velkomna í opinn tíma fimmtudaginn 8. maí kl. 16 í sal skólans. Sýnd verða 7 stuttverk sem nemendur hafa verið að æfa og leikstýra sjálf sem eru lokaverkefni þeirra í áfanganum. Hóparnir hafa valið sér leikrými víða í húsinu og verður tekinn stuttur leikrúntur um húsið.
Í vetur hefur hópurinn unnið með spuna, textavinnu, rými, líkamsbeitingu, samvinnu í hóp og margt fleira. Einnig unnu þau leikrænan gjörning út frá minningu fyrr í vetur þar sem þau áttu að útfæra texta sem þau höfðu verið að vinna að í annað form sem gat verið myndmál, tónlist, texti, leikið efni og svo framvegis. Kennari er Guðfinna Gunnarsdóttir.
Hér má sjá myndbönd af verkum nemenda sem unnin voru fyrr í vetur.
Það fyrsta heitir Lyftarinn eftir Tómas Sigurðsson.
https://www.youtube.com/watch?v=PZskzBoeSGk
Næsta er verkið Við sjáumst í Nagijala eftir Guðríði Jönu Arnardóttur
https://www.youtube.com/watch?v=9nvY5OkQN6c
og svo verkið Youth of War eftir Magnús Ágúst Magnússon.
https://www.youtube.com/watch?v=2XNTCFv2gT0