Sigur FSu í framhaldsskólamóti í hestaíþróttum
Framhaldsskólamótið í hestaíþróttum fór fram laugardaginn 2. mars í reiðhöllinni Harðarbóli í Mosfellsbæ. Þar voru 6 keppendur frá FSu sem stóðu sig frábærlega og unnu stigakeppni skólanna. Fyrirkomulag mótsins var með því sniði að keppt var í 3 greinum, tölti, fjórgangi og fimmgangi. Aðeins 3 keppendur mega fara í hverja grein frá hverjum skóla. Keppendur í tölti og fjórgangi voru hátt í 30 en í fimmganginum voru 14 keppendur.
Haldin var úrtaka hjá FSu fyrir framhaldsskólamótið þar sem eftirfarandi keppendur komust áfram með sína hesta: Gústaf Ásgeir Hinriksson,Ragnheiður Hallgrímsdóttir, Jóna Guðbjörg Guðmundsdóttir, Brynja Amble Gísladóttir, Berglind Rós Bergsdóttir og Þórólfur Sigurðsson. Á mótinu vann Gústaf Ásgeir töltið og Berglind Rós endaði í 4 sæti í tölti. Í fjórganginum var Gústaf Ásgeir í 1. sæti. Jóna Guðbjörg var í 4. Sæti og Brynja Amble í 5. sæti Fimmgangurinn fór svo að Ragnheiður endaði í 1. sæti, Gústaf í 6. sæti og Þórólfur í 11. sæti. Stigahæsti keppandi mótsins var svo Gústaf Ásgeir Hinriksson.
Á myndinni má sjá Gústaf Ásgeir, FSu, á Nask frá Búlandi.