Stærðfræðikeppni grunnskólanema á Suðurlandi
18.03.2009
Í gær, þriðjudaginn 17. mars, var haldin Stærðfræðikeppni grunnskólanema á Suðurlandi. Um 60 nemendur úr 8., 9. og 10. bekkjum grunnskólanna á Suðurlandi mættu til keppninnar í ár. Úrslitanna er að vænta um eða upp úr næstu helgi. Keppnin er haldin á vegum Skólaskrifstofu Suðurlands og Fjölbrautaskóla Suðurlands og hafði Ólafur Bjarnason kennslustjóri í stærðfræði ásamt Björgvini E. Björgvinssyni sviðsstjóra yfirumsjón með henni fyrir hönd skólans.