Kjörorð skólans
Fjölbrautaskóli Suðurlands leggur áherslu á að allir eigi jafna möguleika til þátttöku og áhrifa án tillits til félags- og efnahagslegrar stöðu, hæfni, reynslu, aldurs, kyns, kynhneigðar, trúarafstöðu, kynþáttar eða þjóðernis.
Kjörorð skólans hafa frá upphafi verið:
Fjölbreytni, sköpun, upplýsing
Fjölbreytni felur í sér:
- að nemendahópurinn sé fjölbreyttur og fái nám við hæfi.
- að nemendur fái að þroskast á eigin forsendum.
- að námsframboð, kennsluaðferðir, námsmat séu fjölbreytt og mæti þörfum allra nemenda.
- fjölbreyttan hóp starfsmanna með mismunandi reynslu og menntun.
- að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu við nemendur.
Sköpun felur í sér:
- tækifæri til að tjá sig og koma skoðunum sínum á framfæri með mismunandi hætti.
- frumlega sýn og nýjar leiðir í námi og kennslu.
- hvetjandi skólaumhverfi sem ýtir undir samtal, skapandi og gagnrýna hugsun.
- styðjandi skólasamfélag sem hjálpar nemendum að koma hugmyndum í framkvæmd og örvar nemendur til samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða.
Upplýsing felur í sér:
- að gera nemendur að hæfari og upplýstari samfélagsþegnum.
- að nemendur séu vel upplýstir um sínar skyldur og ábyrgð gagnvart námi.
- að kennarar séu vel upplýstir um sínar skyldur og ábyrgð í starfi.
- fjölbreytni í miðlun upplýsinga innan skólasamfélagsins sem og út í nærsamfélagið.
- að starfsfólk og nemendur séu öruggir og búi við gott skipulag.
Síðast uppfært 27. febrúar 2025