Þjónusta skólans


Stigskipt farsældarþjónusta

Skólinn veitir annars vegar almenna grunnþjónustu og hinsvegar fyrsta stigs þjónustu. Almenn grunnþjónusta skólans er aðgengileg öllum s.s. kennsla, þjónusta mötuneytis, bókasafns, og stoðþjónustu. Fyrsta stigs þjónusta skólans snýr hinsvegar að einstaklingsbundnum og snemmtækum stuðningi sem tengiliður skólans heldur utan um sjá hér en einnig þjónustu sérnámsbrautar.

 

Nemendaþjónusta

Nemendaþjónusta skólans samanstendur af ýmiskonar þjónustu s.s. þjónustu bókasafnsfræðinga, mötuneytis og skrifstofu skólans sem nemendur geta leitað til með hvað eina. Þá má einnig nefna húsverði skólans sem alltaf eru til taks bæði fyrir nemendur og starfsfólk.

“Vissuð þið að það er hafragrautur í boði alla morgna frá 8-10?”

Kennsla

Námsframboð skólans er mjög fjölbreytt s.s. bóknám, verknám, Garðyrkjuskólinn á Reykjum, sérnámsbraut og íþróttaakademíur. Frekari upplýsingar um einstaka námsbrautir er að finna á heimasíðu skólans.

“Vissuð þið að í FSu er pláss fyrir alla”

Stoðþjónusta

Stoðþjónusta er samheiti yfir stuðningskerfi sem styður við almenna kennslu innan skólans. Stoðþjónusta getur falist í ráðgjöf til nemenda, starfsfólks og forsjáraðila með það að markmiði að styðja við nemendur í námi og efla vellíðan.

 

“Inná heimasíðu skólans er hægt að lesa meira um hlutverk hvers og eins innan stoðþjónustu”

Þjónusta utan skólans

Þjónunsta fyrir börn er veitt á þremur þjónustustigum. Skólar eru skilgreindir þjónustuveitendur á fyrsta stigi en á eftirfarandi slóð má finna ýmis úrræði og þjónustu sem nemendur og fjölskyldur þeirra geta nýtt sér utan skólans sjá hér

 

 

Í skólanum starfa kennarar, náms- og starfsráðgjafar, hjúkrunarfræðingur, félagsráðgjafi, þroskaþjálfar, sérkennarar, stuðningsfulltrúar og annað starfsfólk með ólíkan en dýrmætan bakgrunn.

 

 

 

 

Síðast uppfært 27. nóvember 2024