Jafnréttisnefnd

Skólameistari skipar jafnréttisnefnd í samræmi við 15. grein jafnréttislaga. Hlutverk nefndarinnar er að koma fram með hugmyndir að markmiðum og leiðum sem stuðla að auknu jafnrétti í skólanum ásamt því að fylgja hugmyndunum eftir í framkvæmd og meta árangur. Nefndin skal skipuð 2 kennurum og 1 úr röðum annarra starfsmanna og er formaður nefndarinnar jafnframt jafnréttisfulltrúi skólans. Jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúi eru sameiginlega ábyrg fyrir eftirfarandi verkefnum:

  • Endurskoða jafnréttisstefnu skólans. Hafa eftirlit með að farið sé að lögum og reglum í jafnréttismálum og að jafnréttisáætlun sé fylgt eftir meðal annars með því að safna og birta reglulega upplýsingar um stöðu jafnréttismála í skólanum.
  • Gera aðgerðaáætlun um hvernig rétta skuli hlut kynjanna þar sem það á við.
  • Fylgjast með framgangi jafnréttisverkefna innan skólans.
  • Fylgjast með þróun jafnréttisumræðunnar.
  • Standa að fræðslu um jafnréttismál fyrir stjórnendur og annað starfsfólk.
  • Halda uppi umræðu og fræðslu um jafnréttismál og koma á framfæri hugmyndum sem stuðla að auknu jafnrétti.
  • Hafa eftirlit með því að jafnréttisstefnu/áætlun skólans sé framfylgt.
  • Hafa eftirlit með því að jafnréttislögum sé framfylgt.
  • Sækja jafnréttisþing.
  • Hafa umsjón með því að töluleg markmið séu sett, þeim sé fylgt eftir og þau mæld.
  • Skipuleggja samþættingarverkefni sem hafa það að leiðarljósi að jafnréttishugsjónin nái inn í stjórnun og ákvarðanatöku.
  • Fylgja eftir kvörtunum og kærumálum sem varða jafnréttismál skólans og koma þeim í réttan farveg.
  • Gera matsskýrslu eða samantekt um framgang jafnréttismála.

Jafnréttisnefnd skólaárið 2024 - 2025 er skipuð Evu Dögg Jafetsdóttur, jafnréttisfulltrúa og formanni nefndarinnar, Agnesi Ósk Snorradóttur náms- og starfsráðgjafa og Eyrúnu Björgu Magnúsdóttur kennara.

Síðast uppfært 21. janúar 2025