Brautskráning í FSu markar alltaf tímamót og gleði og að þessu fór hún fram föstudaginn 19. desember. Í upphafi athafnar söng kór skólans undir píanóleik og stjórn Stefáns Þorleifssonar jólalögin Ljós á kertum loga sem er titillag jólamyndarinnar Aleinn heima og Nú minnir svo margt á jólin sem er lag við ljóð eftir Jónas Friðrik Guðnason.
Vettvangsferðir eru nauðsynlegur hluti af jarðfræðinámi. Þá fá nemendur að upplifa og sjá þau jarðfræðifyrirbæri sem fjallað eru um í kennslustundum og í kennslubók. Jarðfræðiferð á Reykjanesskagann er kjörinn vettvangur til þess. Þann 17. október 2025 fóru jarðfræðinemar í FSu ásamt kennara sínum Ólafi Einarssyni vestur á Reykjanesskaga í rannsóknarferð en voru um leið. Nemendur leiðsögumenn í ferðinni og höfðu undirbúið tölu um sum þeirra jarðfræðifyrirbæra sem voru skoðuð.
Nemendur í leiklistaráfanga FSu sýndu nýlega lokaverkefni sitt í litla leikhúsinu við Sigtún á Selfossi. Lokaverkefnið snerist um að æfa, greina og leika leikverk. Fyrir valinu varð leikritið Blóðsystur eftir Guðmund Lúðvík Þorvaldsson og unglingadeild Leikfélags Kópavogs. Verkið fjallar um ástina, vampírur, nunnur og hver vill ekki ganga í klaustur? Hvað gerði Sigurður vampírubani í klaustrinu? Hvað varð um systur Guðlaugu? Hver er í raun og veru vampíra og hver ekki?
Samsýning framhaldsskólanna var opnuð með pompi og prakt föstudaginn 28. nóvember síðastliðinn en sýningin hafði legið niðri um nokkurra ára skeið. Það er Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem stendur að sýningunni sem nú er haldin í húsnæði Hótel Sögu við Hagatorg sem er nýtt húsnæði menntavísindasviðs HÍ.