Starfsmenn Garðyrkjuskólans/FSu á Reykjum hafa í haust unnið að uppsetningu athugunar í tilraunahúsi garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi þar sem leitast er við að fá upplýsingar um hentugt lýsingarmagn í vetrarræktun papriku í íslenskum gróðurhúsum. Að tilrauninni koma nokkrir aðilar, Rannsóknarmiðstöð landbúnaðarins (RML), Sölufélag garðyrkjumanna (SFG) og Búgreinadeild garðyrkjubænda hjá Bændasamtökunum. Íslenskir paprikuræktendur áttu frumkvæði að verkefninu.
Frá vorönn 2021 hefur verið boðið upp á nám í kvöldskóla við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Í byrjun voru tvær námsbrautir í boði, húsasmíðabraut og rafvirkjabraut. Nemendur á þessum brautum luku svo námi sl. vetur.
Í kjölfarið var ákveðið að bjóða upp…