Búa til barnabók á ensku
Í ENSK2HC05 eru nemendur að búa til barnabók. Til þess að safna upplýsingum til verksins fóru þau í heimskókn í Prentmet og fengu að sjá hvernig hægt er að búa til einfaldar bækur með því að nota einföld tölvuforrit og ljósritunarvél. Einnig komu í heimsókn hingað í FSu krakkar úr 1.HR í Vallaskóla og spjölluðu og spiluðu við nemendur sem fengu fullt af hugmyndum um hvað 6 ára börn hafa áhuga á. Nú ætla nemendur að hella sér í verkið standa vonir til að hægt sé að gefa út þær þrjár bækur sem eiga að koma út úr þessu verkefni til að gefa 1. HR. Þessar bækur verða auðvitað á ensku og gætu nýst sem kennslubækur fyrir 1. bekk. Kennari hópsins er Kristjana Hrund Bárðardóttir. Á myndinni má sjá nemendur í ensku sem og nemendur í 1. HR á fundi í FSu. Fleiri myndir af hópnum má finna á fésbókarsíðu skólans.